Morgunn


Morgunn - 01.12.1942, Page 59

Morgunn - 01.12.1942, Page 59
MORGUNN 185 sterkari nú en nokkru sinni fyrr. Ég veit, að ég er að vaxa upp í himininn. Sólin ljómar yfir höfði mínu. Af gnægð sinni gefur jörðin mér næring, en himinínn sendir mér endurskin af óþekktum veröldum. Þú segir mér, að sálin sé ekkert annað en niðurstaðan af líkam- legri orku. Seg þú mér þá, hvernig stendur á því, að leiptur sálar minnar verða sterkust nú, þegar líkams- orkan er að þverra. Veturinn er að setjast á höfuð mitt. en hiS eilífa vor býr í hjarta mínu, og þar finn ég nú á þessu augnabliki ilminn af liljum, fjólum og rósum, eins og ég fann hann fyrir tuttugu árum. Því nær, sem ég færist endalokum mínum hér, því ljósara heyri ég hinar eilífu hljómkviður þeirra veralda, sem bíða mín“. ,,Það er undursamlegt, en þó er það svo einfalt. Það er eins og álfasaga, og samt er það raunveruleiki. 1 hálfa öld hefi ég verið að s krifa hugsanir mínar, búa þær í bundið mál og óbundið, í sögu og heimspeki, í sjónleiki og ævintýri, í ádeilur, óður og söngva. Öll þessi form hefi ég reynt, og þó finn ég nú, að ég hefi ekki sagt þúsundasta hlutann af því, sem innra með mér býr. Þegar ég hverf í gröfina, get ég sagt eins og margir aðrir: ég hefi lokið dagsverki mínu, en ég get ekki sagt, að ég hafi lokið lífi mínu. Dagurinn minn byrjar aftur með næsta morgni. Gröfin er ekki eins og gata, sem er lokuð í endann, hún er opin gata, sem maður gengur í gegn um. Hún lokast í ljósaskiptunum og opnast aftur í dögun“. Göthe segir frá því, að einu sinni hafi hann séð sína eigin mynd koma móti sér. Sá hann þá ekki tvífara sinn?

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.