Morgunn


Morgunn - 01.12.1942, Page 65

Morgunn - 01.12.1942, Page 65
MO RG UNN 191 um gera ráð fyrir að hann gæti lesið hugsanir annarra og beitt fjarskyggnihæfileikanum að eigin geðþótta. Hvaða ástæða væri til þess fyrir slíkan mann, að vera að bollaleggja um framtíðina eða að berjast fyrir einu eða öðru áhugamáli? Hann myndi að vísu engin glappa- skot gera, en hann myndi heldur aldrei neinum árangri ná. En — án áreynslu og erfiðis er engin þróun hugsan- leg. Slíkum manni myndi svipa til skordýrsins, hann væri ekkert annað en undursamleg vél. Slík þróun ynni á engan hátt að fágun manneðlisins eða göfgun þess. Hún myndi ekki leiða til fullkomnunar í dyggðum eða nianngildi, en skapa aðeins einhvers konar svefngöngú- Veru. Henni væri unnt að sjá og skynja sérhvað, án þess að skilja neitt. Slík mannvera leiddi aðeins í ljós yfir- skilvitlega sjálfgengivél. Eins og þroska mannsins er háttað nú, er það ekki aðeins hagstætt, heldur og skil- yrðislaus nauðsyn, að fullkomnustu skynhæfileikar hans skuli leynast blundandi og starfvana í dulardjúpi eðlis hans“. Þessi er skoðun dr. Geley. Ýmsu mætti bæta við, er styður skoðun hans, að dómi Bozzano. í áðurnefndri bók sinni fer hann nokkrum orðum um þessi efni. Hann bendir þar m. a. á truflanir þær og byltingu, sem það uiyndi valda í sambúð mannanna, fjölskyldulífi þeirra þjóðlífinu yfir höfuð, ef mennirnir eignuðust almennt slíka hæfileika, ef þeir yrðu þeim almennt jafntamir í notkun, sem venjulegir skynhæfileikar. Hann segir á einum stað: „Hugsið yður, að mennirnir væru almennt búnir hæfileikum til skyggni inn í fortíð, nútíð og fram- tíð. Þeim væri jafn auðvelt að beita þeim sem líkamlegri sjón. Hugsið yður ennfremur, ao þeim væri og unnt að lesa hugi hver annars sem opna bók. Þannig hlyti óhjá- kvæmileg að fara, ef þeir hefðu hlotið líffræðileg starfstæki í skyntækjakerfi líkama sinna, eins og sumir Ætla að verða muni. Yrði þessum mönnum að ætlan sinni, þá hlyti þetta að valda gjörbyltingu í sambúð

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.