Morgunn - 01.12.1942, Síða 69
MORGUNN
195
hvílir, heyri 'hvorki með eyrunum né sjái með augunum,
þá heldur heilastarfsemin áfram. — Þar sem þessu er
þannig háttað, þá hlýtur ódauðleikasönnunin engan
stuðning í sönnun þeirra staðreynda, að óvenjulegra
skynhæfileika verði öðru hverju vart í vitundarlífi
mannsins".
Þetta eru þá mótrök skoðanaandstæðinga vorra. Sýnt
hefir verið fram á það hér áður, að sé það rétt, að sjón
sjáandans sé sprottin af starfsemi viðkomandi heila-
stöðvar, þá er það engu að síður sönnuð staðreynd, að
það, er hann sér, birtist honum einatt í táknlegum bún-
ingi. Þetta sannar, að um beina skynjun er ekki að ræða,
heldur óbeina, utanaðkomandi áhrif, aðsendar hugsanir
og skynjanir þriðja aðilans. Sendandinn er óháður heila-
stöðinni. Hann sendir aðeins í gegnum hana þekkingar-
atriði þau, sem til greina koma í hvert sinn. Búningur
skilaboða þeirra og þekkingaratriða, sem hann sendir
með þessum hætti, sannar því sjálfstæði andlegs per-
sónuleika. Vér höfum skýrgreint hann, sem hinn raun-
verulega persónuleika vitundarlífsins. Það leiðir því af
sjálfu sér, að hann hlýtur að vera sjálfstæður andlegur
veruleiki. Tilvera hans getur því ekki verið háð líffæra-
kerfi efnislíkamans. Hann á sitt eigið vitundalrlíf, sitt
eigið innra minni, sín eigin skyntæki og skilningarvit.
Samkvæmt þessu er þá efnislíkaminn aðeins tæki handa
honum til notkunar, að vísu óhjákvæmilegt og nauð-
synlegt, meðan um samband er að ræða af hálfu hans
við jarðlífssviðið.
Til frekara stuðnings áðurgreindum ályktunum, telur
próf. Bozzano rétt að geta þess hér, þótt það snerti við-
fangsefnið ekki beinlínis, að flestir þeirra manna, sem
vandlegast hafa kynnt sér þessi mál, hafa orðið sammála
um þetta: „Sú staðreynd, að óvenjulegra skynhæfileika
verður öðru hvoru vart í lífi mannanna, knýr rann-
sóknarmennina til að fallast rökfræðilega á skoðunina
13*