Morgunn


Morgunn - 01.12.1942, Page 71

Morgunn - 01.12.1942, Page 71
MORGUNN 197 reynzt mönnunum hagnýtir í lífsbaráttu þeirra, það virðist fjarstæða ein að ætla slíkt. Miklu skynsamlegra Virðist að gera ráð fyrir því, a,S þeir feli í sér fyrirheit vtm framtíðina, heldur en þe.'r minni á arfíeifð frá horfnum tímum. Það er þýðingarmikið að gera sér grein fyrir því, að þessi fræðilega yfirlýsing er ekki byggð á heimspeki- legum bollaleggingum eða öfgakenndum geðþykkju fullyrðingum. Hér er um vísindalega tilgátuskýring að væða, sem hvílir á athuguðum, viðurkenndum stað- reyndum. Það eru að vísu ekki ályktanirnar sjálfar, sem máli skipta, heldur sönnun staðreynda þeirra, sem þær eru dregnar af. Frá þessu sjónarmiði eru viðhorf Myers sterkust. Reynist unnt að sanna, að dulrænir skynhæfi- leikar vitundarlífsins, t. d. skynjun í fortíð, hugboð, skyggni, framsýni o. fl. eigi rætur sínar í sálarlífinu, þá er sjálfstæð tilvera hennar í raun og veru sönnuð. Þá væri ekki lengur unnt að halda því fram með rökum að hún væri háð efnislíkamanum. Málið væri þá út- vætt. En — þær vottfestu og sannanatryggðu frásagnir, sem hér koma til greina, eru sem stendur ófullnægjandi, til þess að unnt sé að telja þetta sannað mál, og naum- ast nægilega sterkar til að réttlæta slíka tilgátuskýr- ing“. Þetta er aðalefnið í ummælum Podmore. Ummæli hans eru að vísu jákvæð að eins að nokkru levti. Þau eru samt að ýmsu leyti mikilvæg og athyglisverð, þegar þess er gætt, að Podmore var um eitt skeið, einn harðsnún- asti andstæðingur spiritistisku skoðunarinnar. Þess: til- færðu ummæli hans sýna þó samt sem áður, að hann hefir talið sig knúinn til að yfirgefa staðhæfinguna um það, að orsök þessara dulskynianahæfileika væri að finna í líffræðilegri þróun tegundanna, eftir að hafa kynnt sér staðreyndir. Þá er það og engu síður eftir- tektarvert, að hann hefir að síðustu ekkert annað fram að færa til afsönnunar spiritistisku skýringunni, eða að

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.