Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Side 30

Morgunn - 01.12.1952, Side 30
108 MORGUNN ekki þýðir að leita til annarra en þeirra, sem geta skilið gleði vora og geta glaðst yfir hinu sama. Þú segir engum frá gleði þinni yfir fögru skáldriti, sem þú hefur lesið, öðrum en þeim, sem hefur gleði af góðum skáldskap. Þú segir engum frá fögnuði þínum yfir andlegri nautn, sem þú hefur notið, nema þeim, sem hefur skilning á andlegum nautnum. Filippus hefur vitað, að hugur Natanaels hneigð- ist sterklega inn á andlegar leiðir, þess vegna fer hann óðara frá Jesú á fund hans til að segja honum frá því, sem fyrir hann hefur komið. Natanael hefur verið leit- andi maður, þyrstur eftir vissu í andlegum efnum, þyrstur eftir trúaröryggi, þyrstur eftir að komast lengra inn í heima hins trúarlega lífs, en slíkum mönnum — ef þeir eru einlægir — verður stundum erfitt að eignast hið bjarg- fasta öryggi, efasemdirnar eiga oft svo greiða leið inn að hjarta þeirra. Hverjar munu þá hafa verið hugsanir Natanaels, þegar hann sat undir fíkjutrénu, áður en Jesús hafði nokkuru sinni séð hann? Það, hve fögnuður hans verður sterkur, sýnir, að hann hefur verið viðkvæmur maður, örgerður, skapmikill. Er ekki sennilegt, að hann hafi átt í einhvers konar hugarstríði, þar sem hann sat undir fíkjutrénu, að þá hafi efasemdirnar háð baráttu í sálu hans við þrána eftir að geta trúað? Þá fara stormar um mannlega sál, sem þráir að mega trúa, þyrstir eftir öryggi, þráir að geta fundið frið, þegar svartnætti efans þyrmir yfir hana og henni finnst allt vera blekking, allt vera hégómi og hugar- smíð, sem hana hefur heitast langað eftir að væri veru- leiki, að væri sannleikur. Slíkar stundir koma oft yfir menn, sem svo eru gerðir sem Natanael sýnist hafa verið, — var þessi þungbæra reynsla að þjaka sálu hans, þegar hann sat undir fíkjutrénu? Þá er ekki að furða fögnuð hans, þá er ekki að undra hið óvenju snögga viðbragð sálar hans, þegar Jesús, sem sér hann nú í fyrsta sinn, ávarpar hann óðara og hann kemur á fund hans og segir: „Áöur en Filipjms kcdlaði á

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.