Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Blaðsíða 30

Morgunn - 01.12.1952, Blaðsíða 30
108 MORGUNN ekki þýðir að leita til annarra en þeirra, sem geta skilið gleði vora og geta glaðst yfir hinu sama. Þú segir engum frá gleði þinni yfir fögru skáldriti, sem þú hefur lesið, öðrum en þeim, sem hefur gleði af góðum skáldskap. Þú segir engum frá fögnuði þínum yfir andlegri nautn, sem þú hefur notið, nema þeim, sem hefur skilning á andlegum nautnum. Filippus hefur vitað, að hugur Natanaels hneigð- ist sterklega inn á andlegar leiðir, þess vegna fer hann óðara frá Jesú á fund hans til að segja honum frá því, sem fyrir hann hefur komið. Natanael hefur verið leit- andi maður, þyrstur eftir vissu í andlegum efnum, þyrstur eftir trúaröryggi, þyrstur eftir að komast lengra inn í heima hins trúarlega lífs, en slíkum mönnum — ef þeir eru einlægir — verður stundum erfitt að eignast hið bjarg- fasta öryggi, efasemdirnar eiga oft svo greiða leið inn að hjarta þeirra. Hverjar munu þá hafa verið hugsanir Natanaels, þegar hann sat undir fíkjutrénu, áður en Jesús hafði nokkuru sinni séð hann? Það, hve fögnuður hans verður sterkur, sýnir, að hann hefur verið viðkvæmur maður, örgerður, skapmikill. Er ekki sennilegt, að hann hafi átt í einhvers konar hugarstríði, þar sem hann sat undir fíkjutrénu, að þá hafi efasemdirnar háð baráttu í sálu hans við þrána eftir að geta trúað? Þá fara stormar um mannlega sál, sem þráir að mega trúa, þyrstir eftir öryggi, þráir að geta fundið frið, þegar svartnætti efans þyrmir yfir hana og henni finnst allt vera blekking, allt vera hégómi og hugar- smíð, sem hana hefur heitast langað eftir að væri veru- leiki, að væri sannleikur. Slíkar stundir koma oft yfir menn, sem svo eru gerðir sem Natanael sýnist hafa verið, — var þessi þungbæra reynsla að þjaka sálu hans, þegar hann sat undir fíkjutrénu? Þá er ekki að furða fögnuð hans, þá er ekki að undra hið óvenju snögga viðbragð sálar hans, þegar Jesús, sem sér hann nú í fyrsta sinn, ávarpar hann óðara og hann kemur á fund hans og segir: „Áöur en Filipjms kcdlaði á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.