Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Page 49

Morgunn - 01.12.1952, Page 49
MORGUNN 127 í einu til að raula. Þetta er ekki líkt neinu venjulegu rauli, svo syngjandi er það og hljómfullt, — eins og strengur ómi efst í höfði miðilsins. Mér finnst þarna vera á ferð- inni upphaf lagsins „Kvöldbæn" eftir Björgvin Guðmunds- son. Veiti ég því ekki sérstaka athygli, enda verð ég sam- stundis aftur á valdi einhverra sterkra áhrifa og verð hálf utan við mig litla stund. Á meðan heyri ég sönglið áfram, en tek ekki eftir laginu. Allt í einu ranka ég við mér til fulls og finn þá um leið, að lagið er allt annað en ég hélt fyrst, — en vel kunnugt samt. Verða þarna hendingaskil í laginu, og er ný hending hefst, er mér ljóst, að það er næst síðasta hending úr lag- inu „Vor“. Er nú endir lagsins raulaður, nákvæmlega réttur, og síðasta hendingin tvítekin, eins og lagið segir til um. Þannig lauk fundinum. Nú veit ég ekki til að nokkur fundargesta hafi þekkt Pétur heitinn bróður minn í lifanda lífi. Enginn þeirra þekkti mig né gat vitað, að ég hefði átt bróður með þessu nafni. Því síður vissu þeir að þessi bróðir minn hefði verið söngstjóri og tónskáld, og farið yfir um fyrir 19 árum. Og þótt einhver fundargesta hefði kannazt eitthvað við nafnið Pétur Sigurðsson, og jafnvel sett það í samband við söng eða sönglög, þá kunni miðillinn áreiðanlega hvorki þetta lag né þetta erindi. Er þetta gild sönnun fyrir tilveru þessa manns, handan við hlið dauðans? Einhverjir efagjarnir gætu ymprað á Því, að ég hafi sjálfur vitað um allt, sem þarna var sagt, — kunnað lagið og erindið, og svo auðvitað þekkt mann- inn sjálfan. Og það gæti hafa verið nóg. — Var það þá kannske ég, er seiddi þessa lýsingu fram af vörum miðilsins, kenndi honum lagið og erindið í einni svipan með einhverjum kyngikrafti, án þess að vera það sjálfrátt? Eða var það miðillinn, er sótti allt í djúp sálar fninnar, undirvitundar eða einhverja aðra slíka geymslu? Hvorugt er trúlegt. En frá því verður ekki komizt, að

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.