Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Page 66

Morgunn - 01.12.1952, Page 66
144 MORGUNN urn grun, frá hverjum væri verið að segja af vörum miðils- ins. Látna konan var eindreginn spíritisti, hafði um áraskeið fylgt vel eftir starfi sálarrannsóknafélagsins, og verður þá ekki skiljanlegt, að óðara og hún fékk ráðrúm til hafi löngun hennar til þess vaknað, að koma að þessu miðils- sambandi og gera þar vart við sig, og að þá hafi athygli hennar óðara beinzt að vinkonu hennar, sem óvænt situr þennan fund? Annað er einnig næsta athyglisvert í þessu máli. Röddin af vörum miðilsins segir frá því, að nýlátna konan sé enn mjög óstyrk, þess vegna þurfi móðir hennar, látin fyrir allmörgum árum, að styðja hana. Móður hennar er vel og rétt lýst af vörum miðilsins, nafn hennar nefnt og bæj- arnafnið. Ef gert er ráð fyrir þvi, að þarna hafi vitneskjan um lát konunnar borizt sem fjarhrif langt að í vitund hins sofandi miðils, er eftir að skýra hlutdeild látnu móður- innar í þessu atviki. Engum er Ijósara en þeim, sem mikla reynslu hafa af miðlafyrirbrigðunum, hve geysilegum erfiðleikum það er bundið, að ná ákjósanlegum sönnunum. Langflest af því, sem fram kemur, sannar í rauninni ekkert, og vegna þess, hve við mörgu er tekið dómgreindarlítið, verður hinum efagjörnu erfiðara að trúa. Ekki að sjálfsögðu af því að þeir vilji ekki sannfærast, heldur oft einfaldlega vegna þess, hve vandlátir þeir eru sannleikans vegna. Ég tek annað dæmi úr reynslu D. D. Home, mannsins, sem ég hygg mestan miðil í sögu sálarrannsóknanna, mannsins, sem var jafn frábær að sannleiksást — og stund- um allt að því sannheilögu lífi — sem að stórfelldum miðils- hæfileikum. Því miður gefur bókin um hann, sem út kom í íslenzkri þýðingu fyrir fáum árum, næsta ófullkomna mynd af honum sem miðli og þó einkum sem manni. Fyrir réttri öld, árið 1852, kynntist Home Cheney-fjöl- skyldunni, merku fólki vestur í Ameríku, sem upp frá

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.