Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Page 75

Morgunn - 01.12.1952, Page 75
MORGUNN 153 ekki neitt um andlát afa síns, og hafði eðlilega enga hug- mynd um, hvað dauðinn væri. Næsta morgunn var hann að leika sér í næsta herbergi við mig, en allt í einu heyrði ég að hann kallaði upp: „Afi, afi!“ Og ég fæ aldrei gleymt fögnuðinum og gleðinni í rödd hans. Ég kom inn til hans og fór að leitast við að þagga niður í honum og segja honum að hafa hljótt um sig, en hann lét áminningar mínar eins og vind um eyrun þjóta, virtist naumast ráða sér fyrir kæti, klappaði saman lóf- unum og hrópaði hástöfum: „Sjáðu hann afa, sérðu ekki hann afa? Sjáðu, hvað hann er í fallegum fötum, snjó- hvítum, sko, þau eru björt.“ Mágkona mín og þjónustu- fólkið kom inn, er það heyrði hávaðann í krakkanum, og varð meira en undrandi, er það heyrði staðhæfingar hans, svo að það spurði hann, hvar hann sæi afa sinn. Guy litla virtist spurning eldra fólksins sennilega engu minna undr- unarefni, því að hann gerði eðlilega ráð fyrir því, að við hlytum öll að sjá hann, er hann sagði: „En hann er þarna, þarna! Sjáið þið hann ekki?“ Hann virtist stara á einn ákveðinn blett og af stellingum hans og starandi augna- ráði var sem hann væri að horfa á eitthvað í eðlilegri mannshæð. En svo horfði hann hærra og hærra, eins og eitthvað væri að stíga upp á við, unz hann hrópaði upp: „Hann afi er að fara, hann er farinn.“ Ég er reiðubúin til að staðfesta frásögn mína með eiði, ef krafizt er, og ég fullvissa yður um að rétt og nákvæm- lega er frá öllu sagt. Dóttursynir mínir þrír eru of ungir til að muna eftir þessu, en dóttir mín, kennslukonan og ég munum aldrei gleyma þessu, en varðveita minninguna um þetta í hugum okkar sem helgidóm." E. Loftsson þýddi.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.