Morgunn - 01.12.1972, Blaðsíða 75
RITSTJÓRARABB
153
öðru leyti, til að gefa félagsmönnum forgangsrétt að þeirri mið-
ilsstarfsemi sem félagið rekur. —• Tölu þeirra, sem komast á
fundi í vetur má áætla ekki færri en um tvö þúsund, og er það
helmingi fleira fólk en nemur félagatölu SRFl, eins og stendur.
Frú Jónína Magnúsdóttir, miðill, hefur starfað að andlegum
lækningum á vegum SRFl í húsnæði félagsins að Garðastræti
8, alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Hefur hún hald-
ið þessu starfi áfram i sumar að undanteknum fríum, er hún
hefur tekið sér á milli. — Standa vonir til, að frúin verði fáan-
leg til að halda þessari starfsemi áfram nú í vetur, þar sem
starf hennar hefur horið lofsverðan árangur og veitt mörgum
hjálp, jafnvel í vonlausum tilfellum. — Frúin hefur auk þessa
látið i ljós áhuga á að bjóða aukningu á þeirri þjónustu er hún
lætur í té, en það er á sviði hlutskyggni (psychometry), en sú
grein miðilshæfileika hefur ekki þekkzt mikið hérlendis, nema
hjá einstöku erlendum miðlum, er hér hafa verið í heimsókn.
— Er vonandi, að frúin geri alvöru úr þessu, svo félagsmönnum
SRFl gefist tækifæri til að kynnast nýrri hlið sálrænna fyrir-
bæra.
Fræðsluf'undir
fyrir félagsmenn og gesti þeirra, með svip-
uðu sniði og s.l. vetur, hafa nú verið ákveðn-
ir. Verða þeir einu sinni í mánuði, yfirleitt á fimmtudögum,
í fyrstu eða annari viku hvers mánaðar. Verða þeir auglýstir í
Morgunblaðinu undir ,,Félagslíf“ og þar tilgreind dagskrá
liverju sinni.— Er vonandi, að félagar færi sér þetta í nyt og
sæki fundina, þar sem hér er tvímælalaust um gagnlega fræðslu
að ræða íyrir þá, sem vilja reyna að skilja sálræn fyrirbrigði frá
víðari sjónarmiðum.
Þess hefur verið getið hér í Morgni, að for-
ráðamönnum leiki mikill hugur á að eignast
nýtt húsnæði fyrir starfsemi félagsins, þar sem núverandi hús-
næði væri óhentugt og starfseminni fjötur um fót. — Þetta hef-
ur hins vegar verið mörgum annmörkum háð; m.a. takmarkar
fjárskortur það hverskonar húsnæði er hægt að kaupa í stað
þess sem fyrir hendi er. — Þar sem ekki varð unað við þær að-
stæður sem fyrir hendi voru, var horfið að því ráði að gern
Húsnæðismál.