Morgunn - 01.12.1972, Blaðsíða 12
90
MORGUNN
bent sem fullkomna sönnun þess, að hér sé að minnsta kosti um
að ræða rit eftir mann, sem hafi persónulega þekkingu á efni
því, sem hann fjallar um.
En þvi miður. öldungis eins og öll hin hefur Markúsarguð-
spjall viss bókmenntaleg einkenni, sem útiloka allan efa um
það, að það er frá annari öld, svo það hlýtur að vera verk ein-
hvers barnabarns hins upprunalega Markúsar, Matteusar og
Jóhannesar.
Þareð samtíma vitnisburður er alls ekki fyrir hendi, hafa
það jafnan verið sterk rök í höndum þeirra, sem halda þvi
fram, að allar tilraunir okkar til þess að endursegja ævi Jesú
á sagnfræðilegum grunni, hljóti að vera árangurslausar og
hljóti að verða það, þangað til frekari sannanir (sem geta legið
grafnar hvar sem er) geti veitt okkur samtengingarhlekkinn
milli fyrri hluta fyrstu og siðari hluta annarar aldar.
En persónulega getum við ekki fallizt á þessa skoðun.
Þótt það sé vafalaust rétt, að hinir raunverulegu höfundar
guðspjallanna, eins og þau liggja fyrir okkur í dag, hafi ekki
þekkt Jesú persónulega, þá blasir hitt alveg jafn augljóslega
við hverjum manni, sem alvarlega hefur rannsakað þessi skjöl,
að þau eru efnislega byggð á ýmsum textum, sem voru vel
kunnir árið 200, en hafa síðan glatazt.
Slíkar glompur eru mjög algengar í eldri sögu Evrópu, Am-
eriku og Asíu. Jafnvel kemur það fram i hinni frægu bók nátt-
úrunnar, að hún hleypur yfir nokkrar milljónir ára, sem við
verðum að beita hugarflugi okkar til að uppfylla, eða þá vís-
indalegri sannfæringu.
En í þessu tilfelli erum við ekki að fjalla um einhverjar óljós-
ar fornaldar persónur, heldur um mann, sem bjó yfir svo heill-
andi töfrum og svo furðulegum styrk, að frásagnirnar af því
hafa lifað lengur en nokkuð annað, sem gerðist fyrir tuttugu
öldum.
Auk þess eru hinar skjalfestu sannanir, sem eru svo æskileg-
ar í rannsóknarstofum sagnfræðinnar, algjörlega óþarfar, þeg-
ar við ræðum eða ritum um Jesú. Þær bókmenntir, sem ritaðar