Morgunn


Morgunn - 01.12.1972, Blaðsíða 35

Morgunn - 01.12.1972, Blaðsíða 35
KRISTNAR HUGMYNDIR UM ÞRENNINGU GUÐS 113 „uppstiginn til Himins“, „Drottin“, og er þá í flestum eða öll- um tilfellum greinilega átt við guðdómlega veru er ekki sé fyllilega jafngild Guði. Yfirleitt er aldrei í Nýja-testamentinu talað um Jesú Krist né um „Drottin“ né um „Son Guð“ þannig, að það veiti neina skilmerkilega ástæðu til að líta þannig á, að Jesús Kristur eða „Drottinn eða „Sonur Guðs“ sé í hvívetna „Föðurnum“ jafn, m.ö.o. ein af svonefndum þremur „persón- um Guðs“ — „Sonurinn“ í hvivetna „Föðurnum“ jafn, og „Heilagur Andi“ í hvívetna jafn „Föðurnum“ og „Syninum". Þvert á móti tala höfundar Nýja-testamentisins hér um bil undantekningarlaust í þeim tón, að Jesús Kristur, öðru nafni „Drottinn“, enn öðru nafni „Sonur Guðs“, sé alls ekki „jafn“ „Föðumum“. Jóhannesar-guðspjall hefur eftir Jesú sjálfum umsögnina: „Faðirinn er mér meiri“. Og hefði slíkri umsögn manns við lærisveina sína, þótt aldrei nema Jesús Kristur væri, mátt virðast of sjálfsögð til að vera nefnd á nafn — ef ekki væri sú skýring, að hann hafi aldrei sjálfur mælt þessi orð, heldur hafi guðspjallamaðurinn, eða þá afritari, lagt honum þau í munn til að kveða niður byrjandi fullyrðingu um, að Jesús Kristur væri Föðurnum jafn. En að því er snertir „Heilagan Anda“, þá nefna hinir helgu höfundar hann hér um bil aldrei þegar þeir, greinilega vel vitandi hvað þeir eru að skrifa, aftur og aftur, síítrekað og með ýtrustu áherzlu, nefna saman nöfn Guðs, „Föðurins“, og „Drottins“, Jesú Krists. Hið alkunna kirkjulega kveðjuávarp, „Náðin Drottins Jesú Krists, kærleiki Guðs og samfélag Heilags Anda sé með yður“, er úr niðurlagi II. Korinþu-bréfs. Það er athyglisvert hvernig orðalagi þessu er háttað; stendur t.d. ekki „kærleiki Föðurins“ né heldur „náð Sonarins“, en það orðalag hefði gefið sterklega undir fótinn þeirri skýringu, að þarna væri verið að telja upp allar „persónur Guðs“, — heldur stendur þar: „Jesú Krists“, „Guðs“ og „Heilags Anda“. Þannig væri ekki komizt að orði, ef meiningin væri hér að telja upp þrjár „persónur Guðs“, all- ar jafngildar hver annarri. Slíkur skoðunarháttur hafði enn í einskis manns huga komið á dögum postulanna. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.