Morgunn - 01.12.1972, Blaðsíða 39
KRISTNAR HUGMYNDIR UM l'RENNINGU GUÐS 117
„allt í öllu“ (I. Kor. 15, 29.), er „Sonurinn“ hvað þcá „Skepn-
an“ „Föðurnum minni“. I skemmstu máli sagt er sægur um-
mæla í Nýja-testamentinu sem sýna óvéfengjanlega að það er
litið svo á, að Jesús Kristur sé Föðurnum minni — og er í
rauninni ekki með öllu óhlálegt að taka slíkt fram.
Segja mcetti að ummæli Jesú í Mt. 11 um „Soninn“ myndi,
í þessu efni“, nokkurs konar brú milli samstofna guðspjallanna
annars vegar og kenninga Jóliannesar og Páls hins vegar. En
milli kenninga hinna síðar nefndu, um það efni og Þrenn-
ingar-kennisetninga Kirkjunnar skilst mér að ekki sé um að
ræða ncina réttnefnda brú.
En svo er sá möguleiki til skilnings, er ég ympraði á núna
og nefndi áðan og kvaðst þá myndu ræða nánar seinna í ræð-
unni — möguleikinn sá, að Guð eigi sér nokkurs konar þróun-
nrsögu: að í stað hinnar „statísku“ Guðs-hugmyndar, sem ver-
ið hcfur ríkjandi í guðfræðinni fram á þenna dag, mætti hugsa
sér ,.dýnamíska“ mynd af Guði. I?essi tvö orð „statísk“ og
„dýnamísk“, eru hvort öðru öndverð og, nú á dögum, ósjaldan
notuð í andstæðu-samstillingu, og finnst mér að hér sé tilvalið
að beita þeim. Orðið „dýnamísk“ felur í sér hreyfikraftahug-
mynd. Sá hugsanlegi möguleiki — sem við nánari athugun
reynist, að mér virðist, aðgengilegur jafnt frá heimspekilegu
sem kristið-trúuðu sjónarmiði — felur í sér annan mikilvægan
möguleika fyrir kristna trúarhugsun — þann, að hin frum-
kristna hugmynd um „Soninn“ eigi sér, eftir allt saman, hlið-
stæðu í raunveruleikanum — hliðstæðu er jafngilt gæti þvi,
sem Jóhannes segir um „Orðið“.
III
I>egar Jesús var að vekja lærisveinum sínum eilifðarsýn á
mannleg sem guðleg efni, þá var hann alvanur þvi að taka
líkingu af einhverju sem þeir þekktu vel. Að visu er og varla
nein önnur leið fær til að færa út kvíar þekkingar sinnar og
skilnings, yfirleitt, en sú, að byggja á því, sem áður var þekkt.
Viljandi fálm út í bláin eftir cinhverju, er ekkert samband