Morgunn - 01.12.1972, Blaðsíða 8
86
MORGUNN
En á hinn bóginn var vissara að vera ekki of mjúkhentur i
slíkum málum. Og þar með var málið útrætt af hálfu Tacitusar.
Hann minntist aldrei framar á þennan hvimleiða trúarflokk.
Áhugi hans var einungis fræðilegur, líkt og afstaða okkar
kynni að vera til óeirða milli kanadisku riddaralögreglunnar og
þessara furðulegu rússnesku sértrúarflokka, sem búa í vestur-
hluta þessa mikla landflæmis skóga og kornakra.
Það ]jós, sem aðrir höfundar þessa tímabils, varpa á þetta
sama efni gerir okkur litlu fróðari.
Josefus? gyðingur nokkur, sem árið 80 eftir okkar tímatali
gaf út ítarlega sögu lands síns, minnist á Pontíus Pílatus og Jó-
hannes skírara, en ekki finnst nafn Jesú í frumútgáfu sagnrits
hans.
Justus frá Tíberíu, sem skrifaði á sama tíma og Jósefus, hafði
bersýnilega aldrei heyrt Jesú getið, þótt hann væri þaulkunn-
ugur sögu Gyðinga fyrstu tvær aldimar.
1 þessu efni ríkir algjör þögn hjá öllum samtíma sagnfræð-
ingum, og þekkingu okkar verðum við því að byggja algjörlega
á fyrstu fjórum bókum Nýja testamentisins, sem kallaðar eru
Guðspjöllin fjögur.
Eins og Daníelsbók og Davíðssálmar og ýmsir aðrir kaflar í
Gamla testamentinu, bera guðspjöllin tilbúin nöfn.
Þau eru nefnd eftir postulunum Matteusi, Markúsi, Lúkasi
og Jóhannesi, en það virðist mjög ólíklegt, að hinir uppruna-
legu lærisveinar hafi átt nokkurn þátt í þessum bókmenntum.
Efnið er torráðin gáta. öldum saman hefur það verið eftir-
lætisefnið i rökræðum fræðimanna, en þareð engar deilur virð-
ast tilgangs- og árangurslausari en þær, sem snerta guðfræði-
leg efni, þá skulum við forðast að láta ákveðnar skoðanir í Ijós,
en reyna i sem fæstum orðum að gera grein fyrir, hvers vegna
þetta efni hefur hrundið af stað svo miklum umræðum.
Vitanlega virðist fólki nútímans, sem bókstaflega frá barn-
æsku hefur synt í pappírsgraut (dagblöðum, bókum, síma-
skrám, matseðlum, vegabréfum, og livað það nú heitir allt sam-
an) ótrúlegt að við skulum ekki eiga nokkurn skriflegan sam-
tímavitnisburð um líf og dauða Jesú.