Morgunn


Morgunn - 01.12.1972, Blaðsíða 10

Morgunn - 01.12.1972, Blaðsíða 10
88 MORGUNN Gamalt fólk í Nazaret var spurt úr spjörunum. 1 Jerúsalem skýrðu margir þeirra, sem farið höfðu út að Gol- gata til þess að vera vitni að aftökunni, frá síðustu stundum og kvölum Jesú. Og brátt höfðu skapast talsverðar bókmenntir um þetta efni. Þær jukust með auknum vinsældum og vaxandi eftirspurn eftir slíkum bókum. Og innan mjög skamms tíma var efni þetta orðið feiknaviðamikið. Ef þú vilt fá hliðstætt dæmi úr nútímanum, þá tökum Abra- ham Lincoln. I stríðum straumum koma út bindi, stór og smá, sem helguð eru lífi og dauða þessa mesta spámanns Bandaríkj- anna. Það er ókleift fyrir venjulegan mann að komast yfir að lesa allar þessar bækur. Og jafnvel þótt hann vissi hvar hann gæti gengið að þeim öllum, þá gæti hann tæpast gert sér grein fyrir hvernig hann ætti að velja það sem mestu máli skipti. Þess vegna gerist það annað veifið, að einhver fræðimaður, sem hefur helgað líf sitt þessu efni, síar úr efninu og gefur les- endum kost á stuttri og samandreginni ævisögu Lincolns, sem varpar ljósi á mikilvægustu atriðin, en sleppir hinu, sem aðrir en sagnfræðingar hafa í rauninni engan áhuga á. En þetta er einmitt það, sem höfundar guðspjallanna gerðu við ævisögu Jesú. Hver þeirra fyrir sig endursagði með eigin orðum að eigin smekk og getu söguna um þjáningar og sigur Meistara síns. Enginn getur fullyrt með vissu, hver Matteus var eða hve- nær hann lifði. En ef dæma má eftir því hvernig hann færir okkur blessunartíðindin, þá kynnumst við honum sem óbrotn- um manni, er unni hugþekku sögunum, sem Jesús var van- ur að segja bændunum í Galíleu, og þess vegna hélt hann sér sérstaklega við það efni er snerti dæmisögur og ræður. Um Jóhannes var allt öðru máli að gegna. Hann hlýtur að hafa verið lærður, en dálitið þurr prófessor, gjörkunnugur nýj- ustu kenningum, sem þá voru kenndar í akademíum Alex- andríu. Hann setur á ritverk sitt „Ævisaga Jesú“ virðulegan guðfræðilegan blæ, sem hvergi bregður fyrir í hinum guð- spjöllunum þrem.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.