Morgunn - 01.12.1972, Blaðsíða 34
112
MORGUNN
um: Sá, sem ber fram svonefndar „allraýtrustu kröfur“ fyrir
hönd einhverra að nafninu til annarra — steindauðar svokall-
aðar „jafnréttiskröfur“ fyrir hönd að nafninu til annarra —, á
sigurinn visan i kosningabaráttunni. Heiðarlegir menn, sem
af hollustu við sannleikann, lífið og almenningsheill, geta ekki
á sér setið að andmæla hinni vélrænu, steindauðu, bókstafs-
jafnréttis- og bókstafshagsbóta-stefnu, berjast raunar, á vett-
vangi hins almenna atkvæðisréttar, vonlausri baráttu. Og
verður því naumast neitað, að þetta sýnist í fljótu bragði held-
ur leiðinlegur vitnisburður um mannlegt eðli —• eða a.m.k.
eðli meiri-hlutans, er samkvæmt venjulegustu útlistim á lýð-
ræði ætti að teljast helgasti dómur mannlegrar tilveru. En
þetta er nú hálfgerður útúrdúr frá ræðuefninu, og skal því
ekki að sinni farið lengra út i þá sálma.En guðfræðideilurnar í
fornöld voru meðfram, að ég hygg, af þessum toga spunnar.
Svo og útkoma þeirra.
ÍJtkoma fornaldardeilnanna um innra eðli Guðs og innbyrðis
viðhorf „persónanna“ i „Heilagri Þrenningu“ hefur, sem þeg-
ar tekið fram, að því er mér skilst, í orði kveðnu gengið að erfð-
um frá einni kynslóð Kirkjunnar til annarrar fram á þennan
dag; að því er snertir kennisetningar um „Þrenninguna“ gerðu
Siðbótar-mennirnir engan ágreining. Og má þó furðu gegna
að þeir skyldu ekkert rumska í því efni, því að aðalsjónarmið
þeirra var útrýming eða lagfæring alls sem orðið hafði hefð í
kenningu Kaþólsku-Kirkjunnar án tilhlýðilegrar stoðar í Biblí-
unni. En í Nýja-testamentinu er, sem þegar getið, hvergi tal-
að berum orðum um að Guð sé „þríeinn“, né orðið „Þrenning“
nefnt — að ég nefni ekki Gamla-testamentið; enginn höfund-
ur þess hefði viljað líta við þeirri kenningu, að Guð væri „Heil-
ög Þrenning" eða „þríeinn".
t Nýja-testamentinu eru á örfáum stöðum nefndir saman:
„Faðir“, „Sonur“ og „Heilagur Andi“. Páll postuli — sem er
elzta og tryggilegasta heimildin í Nýja-testamentinu — gerir
yfirleitt engan greinarmun á „Guði“ og „Föðurnum“, en nefn-
ir Jesú Krist að vísu oft „Son Guðs“ og stöku sinnum jafnvel
„eingetinn Son Guðs“, en langoftast nefnir Páll Jesú Krist,