Morgunn


Morgunn - 01.12.1972, Blaðsíða 22

Morgunn - 01.12.1972, Blaðsíða 22
100 MORGUNN þó það, sem kalla mætti andlegt andrúmsloft, andlegt um- hverfi, eða eitthvað þvi um líkt, og að ekki sé alveg sama, hvernig það er. Líklega myndu fæstir þeirra telja beinlínis heppilegt eða hyggilegt að syngja t. d. drykkjukvæði eða klám- vísur á miðilsfundum! En nú er bezt að hverfa i bili frá þess- um flokki manna, og snúa sér að öðrum flokkinum. I þeim flokki teljast þeir menn, sem af einhverjum ástæðum eru orðn- ir sannfærðir um framhald lífsins og möguleika á sambandi við annan heim. I augum þessara manna eru miðilsfundir eig- inlega nokkurskonar guðsþjónustur, og eiga að vera með helgi- blæ. Miðillinn verður nokkurskonar prestur. Þessi flokkur manna á fullan rétt á sér og hef ég mikla samúð með honum. Hann hefur rétt fyrir sér að því leyti, að miðilsstarfið er heilagt starf, og á að rekast þannig, að samboðið sé heilögu starfi. Sam- bandið við annan heim hefur stundum verið nefnt „mikilvæg- asta málið í heimi“, og er það að vissu leyti. A þessu máli má þvi ekki taka með léttúð. Sérstaklega ætti þó kristnum mönn- um að vera þetta mál heilagt mál, þvi sannast að segja er mér ekki vel ljóst, hvernig unnt er að lesa Nýja testamentið án þess að sannfærast um, að andahyggjustefnan og kristindómurinn séu i raun og veru nokkurskonar andlegir tvíburar. Ég ætla að- eins í þessu sambandi að minna á frásögn Mattheusarguðspjalls um dauðastund Meistarans, 27. kapítula, 52. og 53. vers. Þar segir svo: „ . . . og grafirnar opnuðust og margir likamir sofn- aðra helgra manna risu upp, og þeir fóru út úr gröfunum eftir upprisu hans og komu inn í hina helgu borg og birtust þar mörgum“. Ég veit ekld hvað öðrum finnst um þetta eða hvern- ig þeir túlka það, en ég tel þessa stuttu og einföldu frásögn mjög eftirtektarverða. „ . . . Margir líkamir sofnaðra helgra manna risu upp og þeir fóru út úr gröfunum eftir upprisu hans og komu inn í hina helgu borg og birust þar mörgum“. — Eru ekki þessir atburðir, sem hér er sagt frá, einskonar tákn og fyr- irboði þess, sem kristindómurinn átti að verða — leið til sam- bands, opið hlið inn i annan heim? — Hvernig var unnt á hinni örlagaþrungnu stund, er höfundur kristindómsins gaf upp andann á krossinum, að gefa betur til kynna eðli og anda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.