Morgunn - 01.06.1983, Blaðsíða 32
30
MORGUNN
Nei, sakramentið minnir mig alltaf á dauðann. Ég ætla
ekki að deyja strax. Hvar er Ragnheiður mín?
Ég er hérna, amma mín.
Ragnheiður, þú verður hjá mér dag og nótt, þangað til
Árni minn kemur.“ G. 275.
Aths. Eins og sjá má marka þessi dæmi sameiginlega
atburðarás beggja gerða sögunnar. Samkvæmt þeim ætti
samtal Ragnheiðar og Helgu i Bræðratungu að koma næst.
En ég geymi það og get þess síðar, enda kemur ólíkur
skilningur beggja höfunda á eiðnum víða fram í eftirfar-
andi köflum. Næsta atriðið er:
29. Viðtakan
Kamban: „Ætlar þú að vera hér á þriðjudaginn, þegar
faðir þinn kemur heim? spyr Helga.
Ragnheiður lítur upp forviða.
Já, auðvitað.
Ætlarðu að ala barnið þitt í föðurgarði?
Ragnheiður beygir höfuð sitt og segir lágt.
Nei, ekki ef ég hitti manneskju, sem hefir þor til að
taka við mér.
Og ef enginn hefir þor til þess?
Þá verð ég hér, segir Ragnheiður og reigir hnakkann.
Helga þegir langa stund, svo segir hún lágt og fast.
Ég verð að taka þig, Ragnheiður.
Það er mikils vænst af þér, frænka mín, svarar Ragn-
heiður. En ég hef vænst þess og ekki vænst þess af nein-
um öðrum. K. 433—34.
Guðrún: ,,Ó, Ragnheiður, við verðum að treysta guði
saman, en hvað getum við gert? Þú verður að fara frá
Skálholti og það strax í dag.
Helga, strax í dag? Er þá allt sumarið mitt á enda?
Já, Ragnheiður Brynjólfsdóttir, strax í dag.
Og hvert á ég að fara?