Morgunn - 01.06.1983, Blaðsíða 39
37
HEIMILDIR „AÐ HANDAN*'
Meistari Brynjólfur, ég var beðinn að færa þér þau
tíðindi, að Ragnheiður Brynjólfsdóttir fæddi sveinbarn 15.
febrúar í Bræðratungu.
Það verður þögn í stofunni. fLýst örvilnan biskups]:
Ég á engin tár til að fella, bölið er of þungt. Ég get ekki
grátið." G. 336-37.
43. Fregnin berst í eldhúsið
Karríban II: „Undir kvöld á þriðjudag kemur maður ofan
úr Biskupstungum með lítinn rekstur, sem hann á að af-
henda ráðsmanninum. Rekstrarmaðurinn borðar í eldhús-
inu, hann hefir komið við í Bræðratungu og nefnir nú í
viðræðunni „barnsfæðing jómfrú Ragnheiðar." TAðsúgur
er gerður að sögumanni og hann flýr í ofboði].“ K. II, 21.
Guðrún: ,,í eldhúsið í Skálholti hafði komið maður með
flutning. Hann sat hjá vinnufólkinu og sagði fréttir. ...
Ég frétti þetta á leiðinni, að það væri fæddur drengur
í Bræðratungu og Ragnheiður Brynjólfsdóttir ætti hann
og það væri sagt, að Daði Halldórsson væri faðir að hon-
um. [Aðsúgur er gerður að sögumanni og hann flýr í
ofboði].“ G. 339.
44. Jódynur
Kamban II: „Þeir heyra jódyn í tröðunum. Halldór yfir-
bryti og síra Þórður Þorleifsson riða í hlað.“ K. II, bls. 22.
Guðrún II. bindi: „Þá heyra þeir jódyn, standa upp og
flýta sér til dyra. Þórður Þorleifsson ríður í hlað ásamt
sendimanni, sem sendur var eftir honum frá Skálholti."
G. II, bls. 5.
45. Semliferö til Hruna
Kotið Skrautás gegnir sama hlutverki í báðum gerðum
sögunnar, báðar geta þess að síra Halldór hafi lagt sig, í
báðum gerðum játar Daði með sömu orðum, að hann sé