Morgunn - 01.06.1983, Blaðsíða 84
82
MORGUNN
vísu á en þessi fyrirbæri séu mjög sennilega til. En enda
þótt jákvæðar og marktækar niðurstöður hafi fengist úr
mörgum tilraunum þá er það staðreynd að það er sjaldan
hægt að endurtaka þær með sama árangri. Þessi fyrirbæri
eru mjög hverful. Oft koma einhver tiltekin áhrif fram í
einni tilraun en ekki þeirri næstu. Af þessum sökum þykir
sumum vart eða ekki hægt að fullyrða hundrað prósent
að fullnægjandi sannanir hafi fengist, og dulsálarfræðin er
enn sem komið er fyrst og fremst rannsóknarsvið".
— Dulsálarfræðingar sæta oft miklu ámæli annarra vís-
indamanna, er ekki svo?
„Stundum er það, en yfirleitt af mönnum sem lítt
þekkja til. Það er að sumu leyti eðlilegt. Ef þessi fyrirbæri,
sem við erum að rannsaka, eru staðreynd, þá brýtur það
mjög alvarlega í bága við ýmis lögmál sem hafa verið álit-
in algjör og óhagganleg um langan aldur. Því er sennilega
eðlilegt að menn krefjist afdráttarlausari sannana um þessi
efni en farið er fram á varðandi önnur svið. Það sem aftur
á móti vekur stundum furðu mína er að þeim mönnum
sem mest og best hafa rannsakað þessi svokölluðu dulrænu
efni virðist ekki vera treyst til að tjá sig um þau. Aðrir
vísindamenn og efasemdarmenn lítt kunnir efninu virðast
álíta að þeir sjálfir, sem sé utanaðkomandi aðilar, séu
dómbærari en menn sem hafa langtímum starfað að slík-
um rannsóknum. Mér sýnist að þegar menn hafa mótað
sér fasta heimsmynd, hvort sem hún byggist á vísindaleg-
um kenningum eða trúarlegum eða pólitískum, þá þoli
margir ilia að við sé hróflað og oft er þá skynsemin lítils
megnug en þess meira ber á fordómum. Tortryggnin i garð
dulsálarfræðinnar er allmikil, þá sennilega vegna þess að
tilvist þessara fyrirbæra yrði þvilík bylting sem ég var að
lýsa áðan. Annað sem veldur því að margir eru tregir til
að taka svona rannsóknir alvarlega er að kenningar sem
standa undir nafni um eðli þessara fyrirbæra eru varla til.
Segjum sem svo að það sannaðist algerlega að til væri
forsjá, að menn geti sagt fyrir um óorðna atburði. Þá