Morgunn - 01.06.1983, Blaðsíða 82
80
MORGUNN
ríkjunum sem hjálpuðu Aröbum óspart til að berja á Kúrd-
um. Nú munu flestir sjá að stjórn keisarans var að flestu
leyti heldur góð, og á engan hátt sambærileg við þá stjórn
sem nú situr. En sem sé, ég er hræddur um að Kúrdar hafi
lítið frelsi um þessar mundir“.
— En segðu mér nú frá námi þínu i sálfræði. Hvenær
hófst það fyrir alvöru?
„Það var árið 1964, en þá settist ég á ný í háskólann í
Freiburg. Freiburg er rótgróinn og virtur háskólabær og
hefur meðal annars skapað sér nafn fyrir sálfræðikennslu.
Þar komst ég í veruleg kynni við parasálfræðina, eða dul-
sálarfræðina“.
— Var það angi af miklum áhuga Islendingsins á dul-
rænum efnum?
„Það má vera. Annars hafa rannsóknir bent til þess
að áhugi okkar Islendinga á þessum efnum sé síst eða lítt
meiri en í nágrannalöndunum, það er að segja hinum engil-
saxnesku. Á Norðurlöndum trúa menn litið á þessa hluti
því þar er útbreidd misskilin vísindahyggja, en bæði í Bret-
landi og í Bandaríkjunum er verulegur áhugi á dulrænum
efnum og hefð um þess kyns rannsóknir“.
Dulsálarfræði
— En hvað er dulsálarfræði í raun og veru?
„Já, þá langar mig að byrja á að taka fram hvað hún
er ekki. Dulsálarfræðin fjallar ekki um stjörnuspeki eða
Bermúdaþríhyrninga, ekki um kýrílíanska ljósmyndun,
Tarotspil eða draumaráðningar. Það er einkum og sér í
lagi tvennt sem dulsálarfræðin rannsakar. 1 fyrsta lagi
hvort mönnum geti borist vitneskja frá umhverfi sínu
og/eða öðrum mönnum, án þess að nota til þess hin vana-
legu skynfæri sem við öll þekkjum. Og í öðru lagi, hvort
maðurinn geti haft áhrif á umhverfi sitt án þess að nota
til þess likamlega krafta sina. Það eru þessi fyrirbæri sem
verið er að rannsaka. Ég vil líka taka fram að rannsóknir