Morgunn


Morgunn - 01.06.1983, Blaðsíða 95

Morgunn - 01.06.1983, Blaðsíða 95
HEILABROT UM HUGMEGIN 93 Tilraunir til að sýna fram á tilvist hugmegins hafa verið gerðar. Árangur tilrauna með þátttöku manna með dul- ræna hæfileika hefur oft borið vitni um hugmegin og má hið sama segja um tölfræðilegar tilraunir. 1 þess háttar tilraunum reynir t.d. einhver að beina fallandi teningi á tiltekinn reit og er tilraunin endurtekin svo oft að koma má við tölfræðilegum útreikningi til að meta hvort annað en tilviljun kunni að vera að verki. Hvorki skulu nefnd hér dæmi um hugmegin né sagt frá tilraunum, heldur farið nokkrum orðum um viðleitni manna til að átta sig fræðilega á fyrirbærinu. Mun ég segja lítilsháttar frá hugmyndum tveggja eðlisfræðinga. DULRÆN SVIÐ Brian D. Josephson, sem hlaut Nóbelsverðlaun í eðlis- fræði árið 1973, hefur haft áhuga á fræðilegum útskýring- um á dulrænum fyrirbærum (1). Hann hefur velt fyrir sér likum á því, að til séu dulræn svið í náttúrunni (psychic fields). Hann telur slík svið ekki þurfa að vera í mótsögn við svið, sem kunn eru í eðlisfræðinni, t.d. rafsegulsvið, að- dráttarafl, öflugar víxlverkanir sem binda frumeindir, og veikar víxlverkanir sem hafa í för með sér geislavirka eyðingu. Dulrænusvið kunna að vera til. En hvers vegna verða einungis fáir varir við þau? Það gæti stafað af hinni óburð- ugu tengingu tveggja sviða, hins dulræna sviðs annars veg- ar og eðlissviðsins hins vegar. Til samanburðar mætti nefna útvarpstæki sem tengir rafsegulbylgjur við hljóðbylgjur. Venjulega tengja ekki rafeindir, róteindir, (prótónur) og nifteindir (nevtrónur) saman rafsegulbylgjur og hljóð- bylgjur á öflugan hátt. Ef eindum þessum er hins vegar stillt saman á sérstakan hátt eins og í útvarpstæki gefst sterk samtenging: rafbylgjum er snúið í hljóðbylgjur. Dr. Josephson minnir síðan á breytingar öreindarinnar K0-meson, sem telja má viðbrögð eða andsvar við tilteknu afarveiku sviði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.