Morgunn - 01.06.1983, Blaðsíða 87
85
„DULSÁLARFRÆÐI ER EKKI . . .“
fylgst með þessu margoft, og rætt við fjölda fólks sem
einnig hefur orðið vitni að þessu. Þetta gerist nefnilega
mörgum sinnum á degi hverjum. Menn munu segja; þetta
eru ekkert annað en sjónhverfingar. Ef svo er þá er þessi
maður snjallasti sjónhverfingamaður sögunnar; sennilega
óhætt að fullyrða það“.
Logandi eldspýta
— Hver er þessi maður?
„Hann kallast Sathya Sai Baba, og er lítt þekktur utan
Indlands, enda hefur hann aldrei til útlanda farið nema
einu sinni og þá til Uganda í Afríku. Á Indlandi er hann
aftur á móti mjög frægur. Hann lítur á þessar gáfur sínar
sem guðlegar og er trúarleiðtogi margra milljóna manna.
Auk þess er hann áhrifamikill í indversku þjóðlífi og hefur
meðal annars beitt sér í skólamálum, og áhrif hans fara
sífellt vaxandi. Hæfileikar hans gerðu fyrst vart við sig
fyrir um það bil 40 árum, þegar hann var unglingur, og
hafa staðið æ síðan. Alveg burt séð frá þessum dulrænu
hlutum þá er hann mjög sérstæður maður, sterkur per-
sónuleiki og mikiil skipuleggjari. Ég er nú langt kominn
með bók um þennan mann sem koma mun út á ensku á
næsta ári og í henni rek ég athuganir mínar“.
— Hvað segir hann sjálfur um þetta?
„Ja, ég spurði hann einu sinni að því af hverju hann
gæti þessa hluti en ekki við hinir. Hann svaraði: „Við erum
öll eins og eldspýtur. Munurinn á ykkur og mér er bara
sá, að það logar á minni eldspýtu en ekki á ykkar“. Þetta
er vitanlega ekki vísindaleg skýring".
— Að lokum. Þú hefur rannsakað dulræn efni í mörg ár.
En hefur þú orðið var við eitthvað af þessu tagi hjá sjálf-
um þér?
„Ekki svo að orð sé á gerandi". Meira vildi dr. Erlendur
ekki segja um það.
(ÁSur birt í Helgarpóslinum, 29. 4. 1983).