Morgunn - 01.06.1983, Blaðsíða 86
84
MORGUNN
inga sem ættu að vera því alveg lokaðar og fundin tengsl
þess við varnarhætti sem mældir eru með sérstöku skynj-
anaprófi. Við höfum gert fimm tilraunir af þessu tagi og
í tveimur þeirra fengust marktækar niðurstöður sem virð-
ast benda til þess að þetta sé fyrir hendi. Þeir sem verjast
áreiti frá umhverfinu af mestum krafti, þeim gengur síður
í getraunum en hinum sem hafa minni varnarhætti. Martin
Johnson prófessor við háskólann í Utrecht í Hollandi hefur
gert nokkrar svipaðar tilraunir og fengið heldur betri nið-
urstöður en ég, svo þarna virðast verulegar líkur á raun-
verulegu sambandi. Tengslin eða áhrifin eru aftur á móti
veik og ef við hefðum ekki tölfræðilega útreikninga væri
erfitt að koma auga á að ekki væri aðeins um tilviljanir
að ræða“.
Kraftaverk
— Mig langar að víkja að öðru. Mér er sagt að þú hafir
undanfarið stundað mjög athyglisverðar rannsóknir á ind-
verskum manni.
„Já, það er rétt. Ég hef nú i níu ár fylgst með þessum
manni, en hjá honum gerast að mati margra flest þau dul-
rænu fyrirbrigði sem við þekkjum. Það ganga til dæmis
miklar sögur um að hann geti lesið huga fólks sem hann
hittir en slíkt er auðvitað erfitt að meta, að minnsta kosti
án vísindalegra tilrauna en hann hefur ekki fallist á að
slíkar tilraunir verði gerðar. Athuganir mínar hafa því
fyrst og fremst falist í eigin athugunum og eftirgrennsl-
unum og þær hafa leitt ýmislegt merkilegt í ljós. Það sem
mun mestum tíðindum sæta eru fyrirbæri sem virðast ekki
flokkast undir annað en kraftaverk og minna á krafta-
verkasögur Nýja testamentisins".
— Svo sem?
,,Já, hann töfrar skyndilega fram ýmsa hluti; minjagripi,
skartgripi, sætindi, ávexti, mat og drykki og svo fram-
vegis. Þetta hljómar ótrúlega, ég veit það. Ég hef sjálfur