Morgunn


Morgunn - 01.06.1983, Blaðsíða 96

Morgunn - 01.06.1983, Blaðsíða 96
94 MORGUNN Josephson nefnir hugsanlegan möguleika úr dýraríkinu. Gerum ráð fyrir tilvist dularfullra sviða umhverfis okkur, sem verka mjög dauflega á efnið. Er hægt að athuga þessa víxlverkun á nokkurn hátt? Gerum þá ennfremur ráð fyrir að áhrif slíks sviðs fælust í örsmáum krafti á frumeind eða frumeindakjarna. Kraftur þessi gæti verið svo smár, að við gætum hvorki mælt hann í efnishlutum vissrar stærðar né í víxláhrifum frumeinda sökum hins mikla skriðþunga (momentum) eindanna. Á hinn bóginn mundi áhrifa þessa veika sviðs gæta með einum hætti. 1 líffræðikerfum eru fyrir hendi vissir hlutir, sem eru einmitt þannig úr garði gerðir, að þeir geta upp- götvað eða skynjað afar veik svið. „Hlutir“ þessir eru efnahvatasameindir. Efnahvatar geta verið mjög viðkvæm- ir fyrir ýmsum áhrifum vegna þess að þeir eru í rauninni gerðir úr sameindum, sem breyta lögun sinni mjög auð- veldlega. Þannig gæti kraftur, sem verkaði lítils háttar ólíkt á frumeind ólíkra frumefna, t.d. kolefnis, köfnunar- efnis, fosfórs, osfrv., aflagað hvatann. Ennfremur er vitað að hvatar örva efnahvörf í lifandi frumum með hætti, sem fer mjög eftir lögun þeirra. Þannig gætu hvatar einmitt haft þá eiginleika sem þarf tii að skynja óvænta gerð sviða. MINNI OG SVIPMÓT Annar enskur eðlisfræðingur, Ted Bastin að nafni, hefur íhugað dulræn fyrirbæri, einkum hugmegin, með hliðsjón af nútímaþekkingu. Hann hefir brotið heilann um grund- völl eðlisfræðinnar og telur ýmsar viðurkenndar hugmynd- ir um rúm og tíma vera ófullnægjandi til skýringar á skammtafræðilegum niðurstöðum (quantum theory). (2). Grundvallarhugmynd eðlisfræðinnar um rúm og tíma er sú, að rúm sé í samhengi og tíminn óslitinn. Baksvið beggja þessara þátta er jafnt, einþætt, sídeilanlegt sam- hengi (continuum). Eðlisfræðilegar einingar eru staðsettar í þessum ,,samhengjum“ rúms og tíma. Frumeiningarnar eru eindir (particles) og svið (fields). Eindirnar eru tákn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.