Morgunn - 01.06.1983, Blaðsíða 54
52
MORGUNN
„Hvar finnst náð fyrir þann, sem rangan eið hefur
svarið?“
„Ég hef ekki svarið rangan eið.“
„Hvað segirðu?“
„Ég hef ekki svarið rangan eið. Laugardaginn 11. maí
var ég óspillt mey af öllum karlmanns völdum, eins og
þeir buðu mér að sverja.“ (K. I, 432).
Einmitt þessi sátt við eigin samvisku veitir henni styrk
til að þola allar þær þrengingar, sem á hana eru lagðar,
eftir að barn hennar er fætt og hún komin aftur beint undir
vald föður síns: þjösnalegar misþyrmingar, hin auðmýkj-
andi aflausn, brottvísan mannsins, sem hún elskar og barn-
ið slitið úr faðmi hennar — þannig biður hún dauðans og
biður engan um náð nema guð.
Til hinstu stundar er stolt hennar óbrotið, og foreldrana,
sem hún telur eiga drýgstan þátt í ógæfu sinni, lætur hún
kenna á beiskju sinni. Skeyti hennar eru bitur:
Biskup leiðir síra Hallgrím frá sjúkrabeði hennar. Hún
hrópar í fullu samhengi og með styrk, sem ógnar báðum
mönnunum:
„Meinið þér, faðir minn, að kirkjuagi finnist í helvíti?"
Hin hugdeiga biskupsfrú fær varla miidari kveðju. Helga
í Bræðratungu hefir setið örskamma stund hjá hinni ungu
deyjandi vinkonu sinni, og býst síðan til að ganga út með
biskupsfrúnni. Þá lítur Ragnheiður fyrst á móður sína og
af henni á Helgu:
„Þér eruð móðir mín,“ segir hún og lokar augunum.
Sama særða stoltið, sem réð hinni örlagariku göngu
hennar nóttina eftir eiðinn.
Litlu síðar er hún dáin.
1 Guðrúnarbók er eiðurinn aftur á móti talinn rangur,
en reynt að draga úr þunga hans með skírskotun til að-
stæðna og síðari iðrunar Ragnheiðar. Játning hennar
kemur strax fram, þegar hún viðurkennir fyrir Heigu að
hún sé þunguð:
„Þú ert biskupsdóttir í Skálholti, hvernig ætlar þú að