Morgunn - 01.06.1983, Blaðsíða 10
8
MORGUNN
Gísla myrða mág sinn sofandi í hvílu systurinnar. Frá-
sögnin um víg Höskuldar er aðeins eitt slíkt ásteytingar-
efni, en stendur sýnilega næst hjarta dreymanda og draum-
gests, sem eiga sameiginlegan tilfinninga- og vitundarsjóð.
Á þeim nærfellt tveimur áratugum, sem liðu frá draumnum
og þangað til hann var skráður, ummyndast draumsögnin
og endursemst í vitund Hermanns, þótt honum finnist hann
muna glöggt „helstu viðburðina". Hann lýsir því raunar
sjálfur: „Hefi ég oft i sjúku ástandi reynt að binda hug-
ann sem fastast við drauminn og reynt þannig að rifja
hann upp fyrir mér.“ 1 slíkum upprifjunum er mjög hætt
við að efnisatriði, sem tengd eru sögunni en áttu ekki
heima í draumnum upphaflega, blandist ómeðvitað inn í
draumsögnina, fylli upp í glompur minnisins og raði brota-
kenndum minnisatriðum í samfellda röklega frásögn. —
Njáludraumur Hermanns sprettur af viðkvæmu tiifinninga-
máli hans sjálfs, orðstír Skarphéðins og bræðra hans. Sú
leiðrétting Njálu, sem þar er boðuð, er aðeins bergmál
hans eigin hugrenninga.i:)
n. SAGA RAGNHEIÐAR ENDURSAMIN
Samkvæmt beiðni „að handan“ var nýlega gerð „leið-
rétting“ á harmsögu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur. Sú saga
hefir orðið Islendingum furðulega hugstæð. Ég kynntist
henni fyrst í riti Torfhildar Hólm, en síðar i öðru ljósi í
Eiðnum, Ijóðaflokki eftir Þorstein Erlingsson. Kynni min
af þriðju gerð sögunnar hófust á því, að ég hlýddi á fyrir-
lestur, sem Guðmundur Kamban flutti á Akureyri vetur-
inn 1928—29. Fjallaði hann þar um Ragnheiði, ást hennar,
skírlífseiðinn og þau örlög, sem hún mátti síðar þola.
Mælskusnilld fyrirlesarans hreif mig mjög og svo mun
1) Hermann Jónasson: Draumar og dulrúnir ásamt skýringum á eðli
og uppruna drauma. Rvík, HliÖskjálI 1961.