Morgunn


Morgunn - 01.06.1983, Side 10

Morgunn - 01.06.1983, Side 10
8 MORGUNN Gísla myrða mág sinn sofandi í hvílu systurinnar. Frá- sögnin um víg Höskuldar er aðeins eitt slíkt ásteytingar- efni, en stendur sýnilega næst hjarta dreymanda og draum- gests, sem eiga sameiginlegan tilfinninga- og vitundarsjóð. Á þeim nærfellt tveimur áratugum, sem liðu frá draumnum og þangað til hann var skráður, ummyndast draumsögnin og endursemst í vitund Hermanns, þótt honum finnist hann muna glöggt „helstu viðburðina". Hann lýsir því raunar sjálfur: „Hefi ég oft i sjúku ástandi reynt að binda hug- ann sem fastast við drauminn og reynt þannig að rifja hann upp fyrir mér.“ 1 slíkum upprifjunum er mjög hætt við að efnisatriði, sem tengd eru sögunni en áttu ekki heima í draumnum upphaflega, blandist ómeðvitað inn í draumsögnina, fylli upp í glompur minnisins og raði brota- kenndum minnisatriðum í samfellda röklega frásögn. — Njáludraumur Hermanns sprettur af viðkvæmu tiifinninga- máli hans sjálfs, orðstír Skarphéðins og bræðra hans. Sú leiðrétting Njálu, sem þar er boðuð, er aðeins bergmál hans eigin hugrenninga.i:) n. SAGA RAGNHEIÐAR ENDURSAMIN Samkvæmt beiðni „að handan“ var nýlega gerð „leið- rétting“ á harmsögu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur. Sú saga hefir orðið Islendingum furðulega hugstæð. Ég kynntist henni fyrst í riti Torfhildar Hólm, en síðar i öðru ljósi í Eiðnum, Ijóðaflokki eftir Þorstein Erlingsson. Kynni min af þriðju gerð sögunnar hófust á því, að ég hlýddi á fyrir- lestur, sem Guðmundur Kamban flutti á Akureyri vetur- inn 1928—29. Fjallaði hann þar um Ragnheiði, ást hennar, skírlífseiðinn og þau örlög, sem hún mátti síðar þola. Mælskusnilld fyrirlesarans hreif mig mjög og svo mun 1) Hermann Jónasson: Draumar og dulrúnir ásamt skýringum á eðli og uppruna drauma. Rvík, HliÖskjálI 1961.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.