Fréttablaðið - 05.11.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.11.2010, Blaðsíða 6
6 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR 1919 R E STAU R A N T AND LOUNGE FRÁBÆR VÍN Í ÚRVALI Radisson Blu 1919 Hótel Pósthússtræti 2 102 Reykjavík Sími: 599 1000 Í hjarta miðborgarinnar býður veitingastaðurinn 1919 upp á girnilega þriggja og fimm rétta jólamatseðla og jólahlaðborð fyrir hópa. Flauelsmjúkir forréttir, safaríkar jólasteikur og gómsætir eftirréttir koma þér í sannkallað jólaskap. Pantaðu borð núna og njóttu þess að taka forskot á jólasæluna. JÓLIN KOMA TIL ÞÍN DÓMSMÁL Hæstiréttur dæmdi í gær karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa með ólögmætri nauðung og ofbeldi þröngvað fyrrverandi eiginkonu sinni til samræðis í bifreið eftir ökuferð sem þau fóru saman í. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða konunni eina milljón króna í skaðabætur. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Héraðs- dóms Vesturlands. Maðurinn neitaði staðfastlega fyrir dómi að hafa nauðgað kon- unni. Kvað hann atvikið hafa átt sér stað með samþykki hennar. Framburður mannsins var talinn afar ótrúverðugur í ljósi aðstæðna. Framburður konunnar hefði hins vegar verið nákvæmur og greinargóður. - jss Tveggja og hálfs árs fangelsi: Nauðgaði fyrr- um eiginkonu VIÐSKIPTI Icelandair og norræna flugfélagið SAS hafa samið sín á milli um margháttað sam- starf, svo sem um tengingar og þjónustu flugfélaganna á milli áfangastaða og gagnkvæm rétt- indi fyrir vildarklúbbsfélaga. Stefnt er að því að snemma á næsta ári geti félagar í Vildar- klúbbi Icelandair nýtt vildarrétt- indi sín í EuroBonus-klúbbi SAS og öfugt. Helgi Már Björgvinsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og mark- aðssviðs Icelandair, og Lars Sandström, forstöðumaður sam- starfsmála hjá SAS, skrifuðu undir samninginn í Stokkhólmi í gær. - jab Icelandair og SAS í samstarfi: Bónusar verða í boði hjá báðum SKRIFAÐ UPP Á SAMSTARF Framkvæmda- stjóri Icelandair og forstöðumaður hjá SAS kvittuðu undir margháttað samstarf flugfélaganna í gær. DÓMSMÁL Fiskverkanda frá Nova Scotia í Kanada hafa verið dæmdir 180 þúsund dollarar, jafnvirði um 20 milljóna króna, fyrir vangreidda ráðgjaf- arþóknun frá Sölusambandi íslenskra fiskfram- leiðenda (SÍF). Sagt er frá málinu í blaðinu The Chronicle Herald. Roger H. Smith og kona hans Gail seldu SÍF saltfiskverkunina Sans Souci Seafoods í Yarmouth árið 1997 fyrir 5,6 milljónir dollara, sem þá voru um 400 milljónir króna. SÍF gerði munnlegt samkomulag við Smith um að hann stæði ekki í samkeppni við félagið í fimm ár gegn því að hann fengi 100 þúsund dollara ráðgjafar- þóknun frá félaginu árlega, að því er segir í dómi Hæstaréttar Nova Scotia frá því á miðvikudag. Strax hafi hins vegar komið í ljós að SÍF ætlaði ekki að efna samkomulagið. Þess hafi heldur hvergi séð stað í kaupsamningnum. Dómarinn segir að fullnægjandi sannanir séu eigi að síður fyrir því að samkomulagið hafi verið gert. Hins vegar hafi Smith rofið það tveim- ur árum síðar með því að stofna humarvinnslu og hafi þar með fyrirgert rétti sínum til frekari greiðslna. Smith er því talinn hafa verið snuðaður um 200 þúsund dollara, og eigi að auki inni fimm þúsund dollara í ferðakostnað vegna málarekstursins. Frá því dragast 25 þúsund dollarar sem hann fékk á sínum tíma greitt fyrir að vinna skýrslu en gerði aldrei. SÍF er nú starfrækt undir merkjum Iceland Seafood. - sh Dómur fellur í Nova Scotia um að Kanadamaður eigi rétt á 20 milljónum fyrir samningsbrot: SÍF snuðaði kanadískan fiskverkanda SÍF Höfuðstöðvar SÍF voru í Hafnarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ / PJETUR SAMFÉLAGSMÁL Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjór- glasi. Sendi- nefnd Svíþjóðar á Norðurlanda- ráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökun- ar. „Hann var búinn að vera til leið- inda í svolítinn tíma,“ segir Kor- mákur Geirharðsson, annar eig- enda Ölstofunnar. Ungliðinn hafi verið nokkuð drukkinn og linnu- lítið hreytt rasískum ónotum á sænsku í barþjóninn, sem er íslenskur og sænskur, en af pal- estínskum uppruna. „Það vildi til að hann var alinn upp í Svíþjóð og skildi allar blammeringarnar,“ segir Kormákur. Þegar maðurinn hafi síðan vilj- að fá afgreiðslu hjá barþjóninum eftir svívirðingarnar – og hent í hann greiðslukorti – hafi þjónninn fengið nóg, hent kortinu til baka og afþakkað viðskiptin við hann. „Þá barði hann í borðið og svo tók hann næsta bjórglas sem hann sá og grýtti í drenginn,“ segir Kor- mákur. Glasið hæfði barþjóninn í öxlina en honum varð þó ekki meint af. „Hann sagði sjálfur að hann hefði bara ætlað að skvetta á hann en misst glasið,“ segir Kormákur. Í kjölfarið hafi honum verið vísað út af staðnum. Hann hafi þrætt fyrir að eiga sök á uppákomunni og þá verið boðið að fá lögreglu á staðinn til að fara yfir upptökur úr örygg- ismyndavél. Það hafi hann ekki viljað. Kormákur gerir ekki lítið úr atvikinu. „Þetta er töluvert mikið mál. Þetta á ekki að sjást og við líðum ekki svona hér. Þetta setti svartan blett á sænsku sendinefnd- ina og ég veit að þeim finnst það ekki gott.“ Og það stendur heima. Heimildir Fréttablaðsins herma að sendi- nefndin hafi verið svo miður sín yfir uppákomunni að fulltrúi henn- ar hafi, með hjálp starfsmanna Alþingis, komið sér í samband við barþjóninn og óskað eftir því að fá að hitta hann áður en hópurinn fór af landi brott síðdegis í gær svo ungliðinn gæti beðist afsök- unar á framferði sínu. Ekki feng- ust upplýsingar um það í gær hvort barþjónninn hefði þegið boðið. stigur@frettabladid.is Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungur liðsmaður Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af palestínskum upp- runa með rasískum fúkyrðum og kastaði í hann glasi. Sænska sendinefndin á þingi Norðurlandaráðs var miður sín og óskaði eftir að fá að hitta barþjóninn. ÖLSTOFAN Ungliðanum var vísað út af staðnum eftir að hafa veist að barþjóninum. Fjöldi gesta á Norðurlandaráðsþinginu var staddur á Ölstofunni að skemmta sér þetta kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KORMÁKUR GEIRHARÐSSON Svíþjóðardemókratar voru meðal sigurvegara þingkosninganna í Svíþjóð fyrr í ár. Þessi þjóðernissinnaði hægriflokkur bauð fram í fyrsta sinn og hlaut tuttugu þingsæti. Flokkurinn hefur harða innflytjendastefnu og lýstu fulltrúar allra annarra flokka því yfir fyrir kosningar að vegna andúðar flokksmanna á innflytjendum kæmi ekki til greina að mynda með þeim stjórn. Berjast gegn innflytjendum í Svíþjóð Réðst á konu með blæju Jeanne Ruby, franskur enskukennari á eftirlaunum, hefur hlotið mánaðar- langan skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að ráðast á konu frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, sem var með andlitsblæju á ferðalagi í París. FRAKKLAND Hertar reglur um netöryggi Framkvæmdastjórn Evrópusambands- ins vill setja strangari reglur um að netfyrirtæki á borð við Google og Fac- ebook þurfi að gefa notendum sínum frekari stjórn á því hvernig netnotkun þeirra er skráð. EVRÓPUSAMBANDIÐ BANDARÍKIN George W. Bush, fyrr- verandi Bandaríkjaforseti, segist sjálfur bera ábyrgð á ákvörðun um að vatns- pyntingar voru notaðar við yfirheyrslur á fanga sem grunaður er um aðild að hryðju- verkaárásum á Bandaríkin haustið 2001. Þetta kemur fram í sjálfs- ævisögu hans, sem kemur út á næstu vikum. Bandaríska dag- blaðið Washington Post skýrði frá þessu í gær. Hann segist hafa svarað því játandi, þegar leyniþjónustumenn spurðu hvort beita ætti þessari pyntingaraðferð á Khalid Sheikh Muhammed, sem enn situr í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu. - gb Bush tekur af vafann: Gaf sjálfur leyfi til pyntinga GEORGE W. BUSH KJÖRKASSINN Ætlar þú að fylgjast með Þjóð- fundinum um helgina? Já 26,2% Nei 73,8% SPURNING DAGSINS Í DAG Á að byggja nýtt hótel á Þing- völlum? Segðu þína skoðun á visir.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.