Fréttablaðið - 05.11.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 05.11.2010, Blaðsíða 26
Ragnheiður Jónsdóttir listakona tekur þátt í leiðsögn um sýninguna með Viljann að vopni á Kjarvalsstöðum á sunnudag klukkan 15, ásamt sýningarstjóranum Hrafnhildi Schram. Ragn- heiður er ein þeirra listamanna sem eiga þar verk. Eftir það munu fulltrúar úr Start Art hópnum kynna bókina Laugavegurinn. „Það er mjög þægilegt að vinna með brúðum, þær gera eins og þeim er sagt og mótmæla aldrei neinu,“ segir Benedikt Erlingsson glettinn í bragði en hann leikstýrir nýrri leikgerð af sögunni um Gilitrutt eftir Bernd Ogrodnik sem frum- sýnd verður í leikhúsi Brúðuheima í Borgarnesi á morgun. Sýningin er byggð á hinni klass- ísku sögu um Gilitrutt og segir frá bóndakonunni Freyju sem er löt til verka og lendir í klónum á Gilitrutt fyrir vikið en lærir af þeim sam- skiptum að taka ábyrgð á sínum verkum og gjörðum. „Ég veit að það er kannski ekki pólitískt rétt að gera sögu um lata konu og duglegan mann, og lík- lega verðum við gagnrýndir fyrir það en svona er bara sagan,“ segir Benedikt hlæjandi. Hann tekur fram að þó farið sé nokkuð nærri hinni upprunalegu sögu sé reynt að komast að kjarna hennar á þann hátt að foreldrar geti einnig haft gaman af sýning- unni. „Við viljum svara því hver Gilitrutt er, hvers vegna þessi saga sé til og hvort einhver broddur sé í henni. En svo er þetta auðvitað líka alveg frábær skemmtun.“ Benedikt segir það mikil for- réttindi að fá að vinna með Bernd Ogrodnik. „Hann er í rauninni eins og eins manns verksmiðja. Hann er ekki aðeins brúðuleikarinn heldur líka brúðusmiðurinn, leikmynda- gerðarmaður, tónsmiðurinn og handritshöfundur,“ segir Benedikt en Bernd stjórnar brúðunum í sýn- ingunni og talar fyrir allar persón- urnar. „Hann talar við Jón, Freyju og Gilitrutt. Hann hneggjar fyrir hestinn, jarmar fyrir kindurn- ar og krunkar fyrir krumma,“ segir hann hlæjandi. „Þetta er ein stór kransakaka fyrir skilningarvitin.“ Þó hin klukku- tíma langa sýn- ing sé hin besta skemmtun segir Bene- d i k t h a n a aðeins hluta af mun stærri upplif- un. „Við erum ekki bara að selja sýninguna heldur líka bílferðina báðar leiðir,“ segir hann glaðlega og bendir á að bílferðin sé tilval- inn tími til að skoða tröll og Skessu- horn í Skarðsheiðinni. Auk þess sé heimsókn í Brúðusafnið upplifun út af fyrir sig. Sýningin er ætluð fyrir leikskóla- börn og upp úr. Benedikt segir þó að yngstu börnin hefðu gott af því að geta hallað sér að ömmu, afa eða öðrum þegar Gilitrutt sýni sitt smetti. Benedikt segist sjálfur hafa verið hálf smeykur við Gilitrutt sem krakki. „Svo skildi ég bara ekki af hverju loftið fór úr Gilitrutt þó nafnið hennar væri nefnt. En ég skil það í dag því um leið og maður nefnir vandamál sín réttu nafni þá missa þau vald sitt yfir manni. Og það er kjarninn í sögunni.“ solveig@frettabladid.is Hver er þessi Gilitrutt? Brúðusýningin Gilitrutt verður frumsýnd í Brúðuheimum í Borgarnesi á morgun. Leikstjórinn Benedikt Erlingsson segir sýninguna frábæra upplifun fyrir alla en ekki sé síðri bíltúrinn í Borgarfjörðinn. Leikmyndin í sýningunni Gilitrutt er hreint ævintýraleg. Hugað er að öllum smáatrið- um í sýningunni. Hér er Jón bóndi að smala kindum á hesti sínum. Benedikt segir Bernd vera eins manns verksmiðju enda sér hann um brúðuleikinn, smíðar brúðurnar og leikmyndina, semur tónlistina og skrifar handritið. Hér eru þeir félagar með hina umdeildu Gilitrutt á milli sín. MYND/ÞORKELL ÞORKELSSON Sálmadúóinn, sem skipaður er Sigurði Flosasyni og Gunnari Gunnarssyni, heldur upp á ára- tugar samstarf sitt um helgina. Saxófónleikarinn Sigurður Flosason og organistinn Gunnar Gunnarsson efna til tónleika í Hallgrímskirkju á sunnudag. Tilefni tónleikanna er tíu ára samstarfsafmæli sálma dúósins og útkoma fjórða geisladisks þeirra félaga sem ber heitið Sálmar tím- ans. Á diskinum er að finna þrettán útsetningar Sigurðar og Gunnars á ólíkum sálmalögum, íslenskum og erlendum, gömlum og nýjum og er spuni miðlægur í sálmanálgun dúósins. Sigurður og Gunnar hafa áður sent frá sér þrjá geisladiska og hafa þeir notið bæði vinsælda og jafnframt fengið góða dóma. Tónleikarnir verða haldnir sem fyrr segir í Hallgrímskirkju á sunnudag klukkan 16. Miðasala fer fram við inngang Hallgrímskirkju og á midi.is, en miðaverð er 2.000 krónur. - jbá Sálmadúó fagnar tíu ára afmæli Sigurður og Gunnar útsetja ýmsa sálma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.