Fréttablaðið - 05.11.2010, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 05.11.2010, Blaðsíða 64
 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR40 sport@frettabladid.is ÁRNI GAUTUR ARASON er á leið frá Odd Grenland og mun líklega spila sinn síðasta leik með félaginu í lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar um helgina. Hann ætlar þó að reyna að finna sér nýtt félag ytra. „Það er ekki fyrsti kostur að koma heim,“ segir Árni Gautur sem þarf að fara í aðgerð vegna kviðslits eftir tímabilið. FÓTBOLTI Gunnar Þór Gunnars- son, leikmaður Norrköping í Sví- þjóð, mun ekki endurnýja samning sinn við félagið og er mjög líklega á heimleið. Þetta staðfesti hann í samtali við Fréttablaðið í gær. Gunnar Þór er að jafna sig á erf- iðum meiðslum en hann sleit kross- band í hné í ágúst á síðasta ári og fór í aðgerð mánuði síðar. Tímabilinu er nú lokið í sænsku B-deildinni en Norrköping varð í öðru sæti deildarinnar og komst því upp í úrvalsdeildina. „Leikmenn eru komnir í frí en ég verð hér eitthvað áfram, þar sem ég er enn að fara til sjúkraþjálfara,“ sagði Gunnar Þór. „Það er síðan óvíst hvað gerist en ég geri ráð fyrir því að komast að hjá liði heima.“ Hann segir að það hafi verið gagnkvæmur vilji beggja aðila að hann færi frá Norrköp- ing. „Hvorki ég né félagið vildu endurnýja samninginn og því var þetta auðvelt val. Ég hefði þurft að taka á mig launalækk- un til að vera áfram en þetta snýst samt ekki um peningana. Ég þarf að koma mér aftur almenni- lega af stað og finna mitt fótbolta- form á ný. Ég held að það sé best að gera það heima þar sem ég get líka fundið mér eitthvað annað að gera, hvort sem það er nám eða vinna,“ sagði Gunnar. Hann spilaði lítið á leiktíðinni með Norrköping, sem hann hefur verið hjá í þrjú ár. Þar áður var hann hjá Hammarby í tvö ár. Gunnar Þór lék með Fram áður en hann hélt utan og segir mögu- legt að snúa aftur í Safamýrina. „Það er í myndinni eins og hvað annað en alls ekki sjálfgefið. Ég verð vonandi búinn að ganga frá þessum málum áður en árið er liðið,“ sagði hann. Gunnar Þór er 25 ára gam- all varnarmaður en byrjaði að spila með meistaraflokki Fram átján ára. Hann á að baki 54 leiki í deild og bikar með Fram og þrjá með A- landsliði Íslands, alla árið 2007. Hann lék 26 leiki með yngri lands- liðum Íslands. - esá Gunnar Þór Gunnarsson hættur hjá Norrköping: Gunnar á heimleið GUNNAR ÞÓR Á heimleið eftir atvinnumennsku í Svíþjóð. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Sjöþrautarkon- an Helga Margrét Þorsteinsdótt- ir er nýkomin heim frá Svíþjóð eftir fyrstu heimsókn sína til nýja þjálfarans síns, Agne Berg- vall. Sá er þjálfari fyrrverandi heims- og ólympíumeistarans í sjöþraut, Carolinu Klüft, og sam- þykkti að gerast aðalþjálfari Helgu Margrétar í lok september. Helga Margrét er í skýjunum með ferðina en hún var í viku í Växjö. „Þetta var algjör snilld og hrikalega gaman. Mér leist rosa- lega vel á þetta,“ segir Helga. Hún var svo sátt við ferðina að hún gat ekki fundið neina galla þegar hún var komin aftur heim. „Ég átti að skrifa eitthvað niður um það sem mátti fara betur eftir að ég kom heim en mér datt ekki neitt í hug til að skrifa niður á blað,“ segir Helga. Vel var hugsað um hana úti því auk Bergvalls voru þeir Vésteinn Hafsteinsson, umboðsmaður verk- efnisins, og Guðmundur Hólmar Jónsson, þjálfari Helgu á Íslandi, með á æfingunum. „Það var því vel hugsað um mig og þetta var eiginlega of gott. Maður þarf bara að einbeita sér að því að æfa og þarf ekki að hugsa um neitt annað. Það var alveg frá- bært,“ segir Helga en hvernig eru fyrstu alvöru kynnin af hinum heimsþekkta sjöþrautarþjálfara? „Hann er virkileg hress kar- akter. Það er mikið stuð í kring- um hann og hann virkar jákvæð- ur. Hann er bara venjulegur karl og það eru engir stjörnustælar hjá honum,“ segir Helga og það kom henni jafnvel á óvart hversu mikinn áhuga hann sýndi henni. „Hann hefur mikinn áhuga og það kom manni frekar mikið á óvart hvað hann var spennt- ur fyrir þessu öllu eins og maður sjálfur. Það er mjög gaman. Það eru allir mjög spenntir og mikill andi,“ segir Helga. Helga Margrét kvartaði ekki mikið yfir erfiðum æfingum en segir að hún þurfi að læra mikið fyrir næsta fund þeirra eftir að jólaprófin í MH eru yfirstaðin. „Hann var ekkert rosalega mikið að pína mig því að við fórum meira yfir tæknina. Hann var að fara yfir hvort hreyfingarnar væru réttar eða rangar og gaf okkur punkta til að vinna með hérna heima í fram- haldinu. Auðvitað tók maður ein- hverjar erfiðar hlaupaæfingar en mér fannst þær ekkert erfiðar. Það erfiða var allir nýju hlutirnir sem voru að koma inn,“ segir Helga. „Ég fékk nýtt æfingaprógramm eftir að ég kom heim og svo fer ég út aftur strax eftir jólaprófin. Ég verð þar fram að jólum en verð síðan heima um jólin. Við förum síðan í æfingabúðir til Tenerife strax eftir jól,“ segir Helga en það er að heyra á henni að hún geti vel hugsað sér að flytjast sem fyrst til Växjö. „Það aldrei að vita nema að ég flytji þangað í framtíðinni. Mér leist rosalega vel á þetta og ég notaði líka tækifærið og skoðaði háskólann. Það er því aldrei að vita hvað verður í vor eða haust,“ segir Helga, sem játar því að það væri draumur að geta sameinað skólann og sportið. En stóra spurning er hvort Helga hafi fengið að hitta fyrir- mynd sína, sjálfa Carolinu Klüft. „Því miður fékk ég ekki að hitta Klüft því hún var að fara að taka við einhverjum verðlaunum frá Sameinuðu þjóðunum. Ég átti að taka langstökksæfingu með henni og var orðin mjög spennt en þá kom þetta upp. Ég á það bara inni og það var kannski ágætt að byrja bara rólega svo maður fengi ekki taugaáfall eða eitthvað,“ segir Helga Margrét í léttum tón og hún felur það ekkert að allt gangi eins og í sögu þessa dagana. „Það er langt síðan mér hefur liðið svona vel, bæði líkamlega og andlega. Ég brosi bara allan hringinn,“ segir Helga Margrét að lokum. ooj@frettabladid.is Ég brosi allan hringinn Helga Margrét er í skýjunum með fyrstu ferðina til Växjö til að hitta nýjan þjálfara sinn, Agne Bergvall. „Þetta var algjör snilld og hrikalega gaman,“ segir Helga, sem á þó enn eftir að hitta fyrirmyndina sína Carolinu Klüft. Í SKÝJUNUM MEÐ FERÐINA Helga Margrét Þorsteinsdóttir segir að það sé langt síðan henni hafi liðið svona vel líkamlega og andlega. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 Þú færð Michelin dekkin hjá Hjólbarðaþjónustu N1, og hjá betri hjólbarðaverkstæðum um allt land. ...og hef ég þó prófað fjölda vetrardekkja gegnum tíðina, negld og ónegld, nú síðast undir EuroRAP mælingabílnum. Dekkin gefa frábært grip við allar aðstæður og eru hljóðlát og endingargóð. Best af öllu er þó að eyðslan er 0,52 lítrum minni á hundraðið en á sumardekkjunum sem bíllinn kom á frá framleiðanda.“ Ólafur Kr. Guðmundsson tæknistjóri EuroRAP á Íslandi og dómari í Formúlu 1 „MICHELIN X-ICE ERU BESTU VETRARDEKK SEM ÉG HEF PRÓFAÐ HINGAÐ TIL... Kynntu þér nýja vefverslun með hjólbarða á www.n1.is 140milljónirMILLJÓNIR 13 Réttir =ÉTTIR 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. ÚRV.D. 1. D. Man. Utd. – Wolves Birmingham – West Ham Blackburn – Wigan Blackpool – Everton Fulham – Aston Villa Sunderland – Stoke QPR – Reading Watford – Nottingham Barnsley – Leicester Coventry – Leeds Doncaster – Millwall Norwich – Burnley Sheffi eld Utd. – Ipswich 140.000.000 28.500.000 22.800.000 47.500.000 ENSKI BOLTINN 6. NÓVEMBER 2010 44. LEIKVIKA (13 R.) (12 R.) (11 R.) (10 R.) Nú er potturinn orðinn ennþá stærri. Vertu með og tippaðu fyrir kl. 14 á laugardaginn. SÖLU LÝKUR 6. NÓV. KL. 14.00 1 X 2 TIPPAÐU Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA Á 1X2.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.