Fréttablaðið - 05.11.2010, Blaðsíða 24
24 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR
Ísland er ekki eina landið þar sem þrengir að háskólum og
rannsóknastarfsemi. Í Bretlandi
og Bandaríkjunum berast fréttir
af því að háskólar leggi niður heilu
námsbrautirnar í hugvísindum,
eins og heimspeki eða tungumál,
til að mæta samdrætti. Viðbrögð
af þessu tagi bera vott um mjög
þrönga sýn á hvað er mikilvægt í
háskólastarfi og hverju samfélög
þurfa á að halda til að dafna,
hvort sem það er efnahagslega
eða menningarlega, og við berum
vonandi gæfu til þess hér á landi
að falla ekki í þessa gryfju. Smæð-
in gerir okkur líka viðkvæmari.
Hér á landi er bara einn skóli sem
býður upp á fjölbreytt og heild-
stætt háskólanám í hugvísindum.
Ef hann fer að loka námsgrein-
um í hugvísindum þá skilur það
eftir mjög stórt skarð í íslensku
háskólasamfélagi.
Sitt sýnist hverjum um gæði
háskólastarfs og óháðu ytra eftirliti
með gæðum kennslu og rannsókna
hefur verið ábótavant á Íslandi.
Um þetta eru flestir sammála og
því ber að fagna stofnun alþjóðlegs
gæðaráðs sem fær þessa ábyrgð í
sínar hendur (sjá grein Katrín-
ar Jakobsdóttur í Fréttablaðinu
21. október). Eiríkur Steingríms-
son og Magnús Karl Magnússon
benda á að í gæðaráðinu sé enginn
með reynslu af raunvísindum eða
heilbrigðis- og lífvísindum og bæta
síðan við að þetta séu þær greinar
vísindanna sem sterkastar eru á
Íslandi án þess að færa fyrir þessu
rök (sjá Fréttablaðið 13. október).
Nú er engin ástæða til að efast um
að það séu mjög öflugir vísinda-
menn í þessum greinum á Íslandi
og að þeir séu mjög framarlega í
alþjóðlegu samhengi. Hins vegar
geta vísindamenn í mun fleiri
greinum líka gert tilkall til þess að
standa í fremstu röð á alþjóðlegum
vettvangi, meðal annars
í lykilfögum hugvísinda
eins og íslenskum fræð-
um eða norrænum mið-
aldabókmenntum.
Vandinn við fullyrð-
ingar af þessu tagi er
að það er mjög erfitt að
bera saman styrk mis-
munandi fræðasviða,
t.d. hugvísinda og líf-
vísinda, þar sem rann-
sóknaaðferðir og birt-
ingahefðir geta verið
mjög ólíkar. Í skýrslu
sem kom út hjá Rann-
ís fyrr á þessu ári og
byggir á norrænni
úttekt á birtingum vís-
indamanna, Ritrýndar birtingar
og áhrif þeirra, er gerð tilraun
til að meta styrkleika vísinda
á Íslandi með greiningu á birt-
ingum og tilvísunum í birtingar.
Meðal helstu niðurstaðna er að
klínískar læknisfræðirannsókn-
ir séu stærsta rannsóknasviðið á
Íslandi og að styrkur Íslands sé
líka mikill á sviði líftækni og jarð-
vísinda (bls. 5, sjá á heimasíðu
Rannís www.rannis.is). Formað-
ur vísindanefndar vitnar í þessa
skýrslu í grein sinni í Fréttablað-
inu 30. október sl. Gallinn er bara
sá að greiningin byggist á gögnum
sem ná ekki nema að mjög litlu
leyti yfir hugvísindi og félags-
vísindi (þ.e. Thomson ISI tíma-
ritagrunninum), eins og raunar
er tekið skýrt fram í skýrslunni
(bls. 4). Af þessum sökum er ekki
hægt að nota þessa greiningu til
að bera saman styrkleika mis-
munandi fræðasviða,
t.d. hugvísinda og líf-
vísinda, þó hún dugi
kannski til að meta
styrk sumra fræða-
sviða á alþjóðlegum
vettvangi.
Í annarri útgáfu frá
Rannís, Rannsóknir og
þróunarstarf á Íslandi
2009, eru áhrif greina-
skrifa vísindamanna
skoðuð (byggt á sama
gagnagrunni). Þar koma
hugvísindin mun betur
út en bæði raunvísindi
og verk- og tæknivísindi
en standa þó ekki eins
sterkt og lækna- og heil-
brigðisvísindi. Innan hugvísinda
eru greinar sem standa alþjóðlega
mjög sterkt í rannsóknum ásamt
öðrum sem eru veikari. Sama á
við um önnur fræðasvið. Nú þegar
þrengir að verðum við að bera
gæfu til að kunna að meta það sem
vel er gert á öllum sviðum og mála
ekki með of stórum penslum.
Styrkur fræðisviða
og mikilvægi hugvísinda
Árið 1995 var endi bundinn á borgarastríðið í Bosníu og
Hersegóvínu með undirritun frið-
arsamninga kennda við bandaríska
bæinn Dayton. Sendinefndirn-
ar sem unnu að gerð friðarsamn-
inganna voru eingöngu skipað-
ar karlmönnum. Engin kona var
fengin til að bera vitni fyrir sátta-
og samningaviðræðunefndunum
sem sömdu um frið og engin kona
skrifaði undir samningana.
Kvennaréttarhöld
Haustið 2012 stendur til að halda
Kvennaréttarhöld (Women Court)
á Balkanskaganum til að fjalla
um málefni kvenna og stúlkna sem
voru fórnarlömb kynferðisofbeldis
í stríðinu. Réttarhöldin eru skipu-
lögð af kvennasamtökum á Balk-
anskaga með stuðningi frá Corinne
Kumar frá Túnis sem hefur komið
að undirbúningi Kvennaréttarhalda
um allan heim. Fyrirkomulagið
er með þeim hætti að kviðdómur,
sem samanstendur af virtum sér-
fræðingum á sviði alþjóðalaga og
mannréttinda, hlustar á vitnisburð
kvenna auk þess sem margvísleg
gögn og greiningar verða lagðar
fram. Markmiðið er að rétta hlut
brotaþola og koma á móts við þarf-
ir þeirra lagalega, efnahagslega,
félagslega og síðast en ekki síst
andlega. Réttarhöldin eru þannig
liður í því að lækna sárin á sálinni
sem konurnar bera hið innra með
sér en flestar ef ekki allar kon-
urnar hafa lifað í allt að 18 ár með
reynslu sína í þögn og skömm.
Ályktun öryggisráðs SÞ nr. 1325
Konur á Balkanskaganum hafa
unnið að framkvæmd Kvenna-
réttarhaldanna síðan árið 2000.
Sama ár var ályktun nr. 1325 um
konur, frið og öryggi samþykkt af
öryggisráði Sameinuðu þjóðanna
– fimm árum eftir að stríðsátök-
unum í Bosníu og Hersegóvínu
lauk. Ályktunin er fyrsta sinn-
ar tegundar sem tengir stöðu
kvenna í stríðum beint við hlut-
verk öryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna. Hún var samþykkt eftir
áratuga baráttu kvennasamtaka
um allan heim sem kölluðu eftir
því að gripið yrði til aðgerða til
að varna gegn kynbundnu ofbeldi
gegn konum og stúlkum í vopnuð-
um átökum. Þrátt fyrir samþykkt
ályktunarinnar hefur framfylgni
við hana í aðildarlöndum SÞ verið
mjög ábótavant. Það hefur gert það
að verkum að öryggisráð SÞ hefur
samþykkt fleiri ályktanir til að
undirstrika einstaka þætti álykt-
unar 1325, eins og þátttöku kvenna
í gerð friðarsamninga og uppbygg-
ingu eftir stríð. Engin kona kom að
gerð friðaramnninganna og stjórn-
arskrárinnar í Bosníu og Herse-
góvínu eins og fyrr segir. Sama
gildir um aðra friðarsamninga
gerða frá 1992 til 2008. Af alls 24
friðarsamningum, nefna 16% sér-
staklega þarfir kvenna og þrátt
fyrir að kynjagreining sé vanalega
hluti af þarfagreiningu þá er hin
almenna staðreynd sú að minna
en 8% af fjárframlögum fara til
verkefna sem sérstaklega lúta að
konum eða koma á móts við þarfir
þeirra eftir stríð.
Framtíð í þágu friðar?
Ráðherraráð Bosníu og Hersegóv-
ínu samþykkti 27. júlí sl. fram-
kvæmdaáætlun sem gengur út á
að framfylgja ályktun 1325. Vinnu-
hópur undir stjórn Jafnréttisstofu
landsins vann að áætluninni frá
árinu 2008, m.a. með styrk frá
UNIFEM. Bosnía og Hersegóvína
varð fyrsta ríkið á Balkanskagan-
um og áttunda Evrópuríkið til að
samþykkja slíka framkvæmdaá-
ætlun en alls hafa 20 af 192 ríkjum
heims samið og samþykkt slíkar
áætlanir.
Framkvæmdaáætlun Bosníu
og Hersegóvínu samanstendur af
alls átta aðgerðum sem hafa það
að markmiði að auka hlut kvenna
í ákvarðanatöku, fjölga konum í
lögreglu- og herliði landsins sem
og í friðargæslu, vinna gegn man-
sali, klára hreinsun jarðsprengja
sem eru enn til staðar eftir stríð-
ið, vinna í málefnum kvenna sem
voru fórnarlömb í stríðinu, auka
færni opinberra starfsmanna til
að beita kyngreiningu við stefnu-
mótun, áætlana- og fjárlagagerð og
að lokum að auka samvinnu opin-
berra stofnana við óháð félaga-
samtök og alþjóðastofnanir á sviði
jafnréttismála.
Aðgerðir til að stemma stigu við
kynbundnu ofbeldi sérstaklega
eru undanskildar í framkvæmda-
áætlunininni en ástæðan er sú
að í landinu eru nú þegar lög og
aðgerðaráætlun sem lúta sérstak-
lega að þeim málaflokki. Eftir að
aðgerðaáætlunin var samþykkt
hefur samhæfingarhópur unnið að
nánari framkvæmdaáætlun fyrir
árið 2011 og í lok nóvember mun
Jafnréttisstofan með stuðningi frá
UNIFEM halda vinnuráðstefnu um
viðmiðanir sem notaðar eru til að
mæla hversu vel miðar að ná til-
settum markmiðum framkvæmda-
áætlunarinnar og þar með stuðla
að réttlátum friði og farsæld til
framtíðar jafnt fyrir konur sem
karlmenn.
Friður og stjórnarskrá
− fyrir alla?
Það er mjög
erfitt að bera
saman styrk
mismunandi
fræðasviða,
t.d. hug-
vísinda og
lífvísinda
UNIFEM
Magnea K.
Marínósdóttir
starfar fyrir friðargæslu
Íslands sem ráðgjafi
UNIFEM í Bosníu.
Menntamál
Eiríkur Smári
Sigurðarson
rannsóknarstjóri á
hugvísindasviði HÍ
Konur á Balkanskaganum hafa unnið að
framkvæmd Kvennaréttarhaldanna síðan
árið 2000
AF NETINU
Sjálfstæð aðkoma
Strandríkin fjögur í Norður-Atlantshafi, Grænland, Ísland, Færeyjar og Noregur
standa frammi fyrir því verkefni að skilgreina nánar, innan gildandi alþjóða-
réttar, hvernig skuli fara með umráðaréttinn á hafsvæðinu sem löndin liggja
að. Löndin fjögur standa öll utan Evrópusambandsins. Þótt Ísland ákvæði að
ganga í Evrópusambandið myndi verkefnið ekki breytast. Það sem myndi hins
vegar breytast væri að Ísland hefði ekki sjálfstæða aðkomu að málinu.
pallvil.blog.is Páll Vilhjálmsson
Nefndir og starfshópar
Í stað þess að spyrna við fótum strax vorið 2009, þegar ljóst var að kanadíska
fyrirtækið Magma Energy ætlaði að kaupa HS Orku, hefur ríkisstjórnin dregið
endalaust að taka afgerandi ákvarðanir í þágu þjóðarinnar og stöðva hið stór-
hættulega ferli sem einkavæðing orkufyrirtækja og nýtingarréttar auðlindanna
er. Skipaðar eru nefndir og starfshópar sem skila niðurstöðum. En ekkert er
gert með niðurstöðurnar og vissir fjölmiðlar komast upp með að rangtúlka
þær að vild. Enginn leiðréttir bullið.
smugan.is v Lára Hanna Einarsdóttir
Meðal annars efnis:
Ekki missa af Fréttablaðinu um helgina
Vinnur að mynd
um mömmu sína
– Leikstjórinn og fyrrum dauðarokkarinn Árni Sveinsson
hefur frumsýnt tvær heimildamyndir á síðustu mánuðum
sem hlotið hafa mikið lof.
Frábærasta hárið og besta brosið
– Hvaða Íslendingar eru það sem heilla þjóðina?
Varð að vera salírólegur
– Þórður Guðnason vann afrek í sprungubjörgun á
Langjökli síðasta vetur.
Ítölsk, þýsk og amerísk aðventa
– Jólalegar ferðir í desember