Fréttablaðið - 05.11.2010, Blaðsíða 10
10 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR
Sá næsti stóri frá Audi
FRUMSÝNING Í HEKLU Á MORGUN. NÝR AUDI A1 - Opið frá 12 til 16
FAGMAÐUR Franski slátrarinn Yves-
Marie Le Bourdonnec leikur listir sínar
á Kjötkróknum, alþjóðlegri ráðstefnu
slátrara sem haldin var í New York í
vikunni. NORDICPHOTOS/AFP
FJÖLMIÐLAR Eftir tæpan mánuð
tekur gildi breytt verðskrá fyrir
Stöð 2 Sport, Stöð 2 Sport2 og
Fjölvarpið. Hinn 3. desember
hækkar grunnverð áskriftar að
þessum stöðvum um 5 prósent.
Þannig hækkar áskriftarverð
að Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport
2 um 300 krónur, en grunnverð
áskriftar að Fjölvarpinu eins
og hér segir; Fjölvarp Stóri um
270 krónur, Fjölvarp Toppur um
180 krónur, Fjölvarp Skemmtun
og Fræðsla um 170 krónur og
Fjölvarp Landsbyggð um 145
krónur.
Eftir sem áður njóta vildar-
áskrifendur Stöðvar 2 afsláttar-
kjara, en þeir eru 90 til 95 pró-
sent allra áskrifenda. Frekari
fríðindi fyrir vildaráskrifendur
eru væntanleg. - gb
Áskriftarverð breytist:
Sportrás og
Fjölvarp hækka
STJÓRNMÁL Björgvin G. Sigurðsson vildi ekki
að Samfylkingin gengi til stjórnarsamstarfs
með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningarnar
2007. Hún ætti fremur að vera áfram í
stjórnarandstöðu en að mynda stjórn með
höfuðandstæðingi sínum.
Frá þessu greinir Björgvin í bók um tíma-
bilið fyrir, í kringum og eftir efnahagsham-
farirnar 2008. Í henni lítur hann líka til baka
og til framtíðar í stjórnmálum. Bókin kemur
út eftir helgi.
Björgvin kveðst hafa beitt sér mjög gegn
samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn „sem var
ljóst að stefndi í, næði stjórnarandstaða Sam-
fylkingarinnar, Vinstri grænna og Frjáls-
lyndra ekki meirihluta“. Helgi Hjörvar, Árni
Páll Árnason og Katrín Júlíusdóttir hafi verið
sama sinnis.
Björgvin segir að þrátt fyrir þá afstöðu
hafi hann vitað að svo gæti farið að hann
yrði beðinn að taka að sér ráðherraembætti.
„Ég hneigðist fremur til þess að hafna því ef
það byðist, en vinir mínir og félagar í Suður-
kjördæmi lögðu hart að mér að breyta þeirri
afstöðu. Ég gæti ekki skorast undan slíkri
ábyrgð sem oddviti flokksins í kjördæminu.
Staða mín innan þingflokksins yrði bæði við-
kvæm og erfið, ef ég ætlaði að sitja þar sem
eins konar stjórnarandstæðingur.“ Hann hafi
því ákveðið að taka því jákvætt ef forystan
óskaði eftir honum í ríkisstjórn.
Að sögn Björgvins var nokkuð almenn skoð-
un innan flokksins að formaðurinn, Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, ætti að verða fjármálaráð-
herra en ekki utanríkisráðherra. Fjármála-
ráðuneytið væri næstöflugasta ráðuneytið.
Þá vildi flokkurinn hafa formanninn heima
en ekki á sífelldum ferðalögum, enda sýndi
reynslan að slíkt gæti veikt bæði formenn
og flokka. „Það kom hins vegar fljótt fram
að fólkið kringum Ingibjörgu Sólrúnu leit á
stól utanríkisráðuneytisins sem næstþyngsta
embættið, að minnsta kosti hvað virðingu
snerti, og hún tók strikið þangað.“
Björgvin segist hafa talið það ranga ákvörð-
un og raunar hafi hann verið óhress með að
Samfylkingin skyldi sætta sig við að ganga
inn í öll gömlu ráðuneytin sem Framsókn
hafði farið með.
„En flokkurinn kærði sig kollóttan í vím-
unni yfir því að hafa náð því takmarki að
komast í landsstjórnina,“ segir Björgvin í
bókinni. bjorn@frettabladid.is
Vildi ekki stjórnarsamstarf
með Sjálfstæðisflokknum
Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður og fyrrverandi ráðherra, var andvígur samstarfi Samfylkingarinnar og
Sjálfstæðisflokksins eftir kosningarnar 2007. Fleiri Samfylkingarþingmenn lögðust gegn samstarfinu.
„Helgi Hjörvar var eindreginn
andstæðingur stjórnarsamstarfs-
ins, og við Katrín Júlíusdóttir
og Árni Páll Árnason lögðumst
einnig mjög gegn því á fundi
þingflokks daginn eftir kosning-
arnar í maí 2007.
Helgi gekk svo langt að bóka
andstöðu sína á þingflokksfund-
inum sem haldinn var daginn
eftir kosningar. Sú bókun finnst
nú hvergi. Honum var síðar tjáð
að formaður flokks og þingflokks
hefðu ákveðið að bókun hans
skyldi ekki skráð. Fyrir því voru
færðar einhverjar óskiljanlegar
ástæður.“
Foringjahollur flokkur
„Nú blasti hins vegar við sá
veruleiki að flokkurinn hafði
tekið stefnuna á samstarf við
Sjálfstæðisflokk þrátt fyrir að
engar líkur væru á að saman
næðist um ákvörðun um að
sækja um aðild að ESB. Forystan
náði þó strax fram skilyrðum
sínum um myndarlegar umbætur
í málefnum lífeyrisþega og
öðrum velferðarmálum. Það féll
vel í kramið hjá flokksmönnum,
sem á þeim tíma voru ekki fúsir
til að gera ESB að úrslitaatriði.
Rökin voru þau, að það væri
ekkert annað stjórnarsamstarf,
með eða án okkar, sem gæti
náð árangri í þeim efnum. Okkur
hefði altjent tekist að ná fram
loforðum um Evrópunefnd
og menn gerðu sér vonir um
að með skynsemi og rökum
mætti þróa starf hennar í átt að
umsókn.
Formaðurinn hafði flokkinn
með sér í þessu enda Sam-
fylkingin foringjahollur flokkur.
Á flokksstjórnarfundi á Hótel
Sögu var ákafur fögnuður yfir
samkomulaginu við höfuðand-
stæðinginn.“
Úr bók Björgvins.
Bókun Helga um andstöðu ekki skráð
AFSÖGNIN Björgvin G.
Sigurðsson sagði af sér sem
viðskiptaráðherra undir lok
janúar á síðasta ári eftir
tuttugu mánuði í embætti.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL