Fréttablaðið - 05.11.2010, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 05.11.2010, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 5. nóvember 2010 23 Aðild smáríkja eins og Íslands að Evrópusambandinu virðist leiða til verulegrar aukningar á erlendum fjárfestingum hjá þeim. Þegar umsvif fyrirtækja í þeim eru skoðuð kemur líka í ljós að fjárfestingar þeirra margfölduð- ust í öðrum ríkjum á fjórum fyrstu árunum eftir aðild, mest í löndum Evrópusambandsins. Þannig virð- ist full þátttaka í samstarfi Evr- ópuþjóðanna á sviði efnahags- og viðskiptamála skapa fyrirtækjum nýtt svigrúm til að vaxa og fjölga störfum. Þetta kemur í ljós þegar menn skoða opinberar tölur um fjárfestingar sem tengjast fimm smáríkjum sem gengu í Evrópu- sambandið árið 2004. Jákvæð Evrópuskref Staðreyndin er sú, að í hvert skipti sem Ísland hefur stigið skref í átt að nánari samruna við Evrópu, þá hafa erlendar fjárfestingar stór- aukist á Íslandi. Um leið hafa orðið til ný störf. Það gerðist með aðild- inni að EFTA á sínum tíma. Það gerðist aftur þegar við urðum hluti af EES-samningnum. Það mun end- urtaka sig enn einu sinni þegar við göngum í Evrópusambandið. Það getum við lært af reynslu Malt- verja, Kýpverja, Slóvena, Slóvaka og Eistlendinga. Hugsanlega gerist það einnig, þegar kemur að því að Íslendingar taka upp evruna. Þvert á það sem haldið er fram af Heimssýn og þeim „innmúr- uðu og innvígðu“ á Evrópuvaktin. is (sem formaður utanríkismála- nefndar kallar „hægriöfgamenn- ina“) þá er sú aukning sem varð í erlendum fjárfestingum hér á landi í kjölfar EES-samningsins rök með því – en ekki gegn – að hvert skref til nánari samvinnu við Evrópu eykur traustið á Íslandi. Það leiðir til meiri fjárfestinga hér á landi. Það eykur svigrúm fyrirtækja til að vaxa og það skapar ný störf. Þurfum við ekki á nýjum störfum að halda? Jú, – svo sannarlega. Mýsnar sem ég vil veiða Ísland skortir störf. Þurfum við að vera hrædd við erlendar fjár- festingar? Síður en svo. En óttinn við útlönd og erlendar fjárfesting- ar virðist því miður vera aflvak- inn á bak við andstöðu margra við Evrópusambandið. Ég hallast hins vegar að gömlu mottói kínverska leiðtogans Deng Xiaoping, sem var arkitektinn að kínverska efnahag- sundrinu. En hann sagði gjarnan: Mér er sama hvernig kötturinn er á litinn, bara ef hann veiðir mýs. Þær mýs, sem ég vil veiða með erlendum fjárfestingum, eru ný störf á Íslandi. Við núverandi aðstæður, þar sem liggur fyrir að við þurfum að skapa 30-35 þús- und ný störf á næstu tíu árum til að útrýma atvinnuleysi, þá höfum við einfaldlega ekki efni á að kasta Evrópuleiðinni óskoðaðri. Hún mun hugsanlega leiða til þess að erlendar fjárfestingar á Íslandi stóraukist, og skapi vel launuð, ný störf í samræmi við það. Aðild getur því falið í sér, ef rétt er spilað, ný tækifæri fyrir börn- in okkar, sem eru að vaxa úr grasi og koma út á erfiðan vinnumarkað, þar sem eftirspurn eftir vinnuafli þeirra er því miður minni en fram- boð. Atvinnuleysið ógnar fjölda fjölskyldna á Íslandi. Það ógnar hamingju landsmanna. Það ógnar samfélagsmynstrinu. Um leið ógnar það framtíð Íslands. Ég vil ekki missa blóma kynslóðanna til útlanda, því það rýrir í senn mann- auðinn heima, og dregur úr sam- keppnisfærni okkar sem þjóðar. Ég vil ekki að Ísland verði annars flokks þjóð. Evrópuleiðin skapar störf. Hún er aðferð til að halda unga fólkinu á Íslandi. Það viljum við öll – ekki satt? Hver er valkostur Heimssýnar? Það er fullkomlega lögmæt afstaða að hafna Evrópuleiðinni. Menn verða þá að gera það á grundvelli raka. Við, sem fylgjum Evrópu- leiðinni, eigum þá kröfu á hina, sem hafna henni, að þeir sýni fram á betri leið út úr vandræðum Íslands. Þeir verða að sýna að þeir hafi betri aðferðir til að útrýma atvinnuleysi á Íslandi. Hver er valkostur Heimssýnar? Það hefur enginn maður heyrt af honum. Hann er ekki til. Hvert Evrópuskref eykur atvinnu Ísland og ESB Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra Við sem fylgjum Evrópuleiðinni, eigum þá kröfu á hina, sem hafna henni, að þeir sýni fram á betri leið út úr vandræðum Íslands Við hrun bankakerfisins varð greiðslufall yfirvofandi hjá Íslandi. Ekki voru til fjármun- ir til að standa skil á háum erlendum skuldbinding- um og samstarf við erlend ríki var lífsnauðsynlegt ef endurreisn ætti að eiga sér stað. Erlend ríki vildu hins vegar ekki aðstoða Ísland án þess að AGS kæmi þar að. Greiðslufall Íslands hefði getað þýtt áralöng útskúfun af erlendum fjármálamörk- uðum en án erlends fjár- magns þarf íslenska þjóð- in að standa undir öllum framkvæmdum með innlendum sparnaði. Við þær aðstæður er hætt við að fjárfesting verði of lág. Hagvöxtur til skemmri og lengri tíma léti þá á sér standa með enn verri stöðu heimila og fyrirtækja. Samstarfið við AGS er for- senda þess að íslensk stjórnvöld hafi getað beitt gjaldeyris- höftum án þess að ganga gegn alþjóðlegum skuldbindingum. Án gjaldeyrishaftanna er ljóst að krónan hefði veikst meira en raun bar vitni, með meðfylgj- andi hækkun verðbólgu með auknum skuldum heimila og fyrirtækja. Þannig má segja að án aðkomu AGS hefði kreppan orðið dýpri en raun bar vitni. Skattar hefðu þurft að hækka meira og skera hefði þurft meira niður. Lán í tengslum við efnahagsáætlunina og trúverðugleikinn sem áætlun- inni fylgir kemur í veg fyrir að ríkið þurfi að safna peningum til þess að greiða upp öll lán þegar þau falla á gjalddaga. Það er algert glapræði að víkja frá þeirri efnahagsstefnu sem mörkuð hefur verið í sam- starfi við AGS. Vissulega má end- urskoða einstaka hugmyndir um niðurskurð í fjár- lagafrumvarpi, en rammi þeirra þarf að halda. Við Íslending- ar bjuggum við brenglað hagkerfi á árunum eftir aldamót og til 2008. Skuldsetning fyrirtækja og heimila óx úr hófi og ein- staka atvinnugreinar s.s. bygg- ingariðnaður og fjármálageir- inn urðu alltof stórar á kostnað útflutningsgreina. Nú á sér stað sársaukafull aðlögun að veru- leikanum með tilheyrandi erf- iðleikum fyrir almenning. Við megum hins vegar ekki fresta þessari aðlögun. Nú þurfum við að greiða fyrir erlendri fjárfest- ingu og opna erlenda fjármagns- markaði fyrir íslensk fyrirtæki svo þau geti fjárfest á nýjan leik. Þannig bætum við lífskjör til framtíðar. Samstarf við AGS gegnir þar lykilhlutverki. Af hverju erum við að vinna með AGS? Ísland og AGS Magnús Orri Schram alþingismaður Skattar hefðu hækkað meira og skera hefði þurft meira niður. Veldu þér Audi Notaðir bílar · Kletthálsi og Laugavegi 174 · Sími: 590-5040 · Opið virka daga 10–18 og laugardaga 12–16. HAFÐU HANN Í ÁBYRGÐ MEÐ BÍLAÁBYRGÐ HEKLU Komdu við á Laugaveginum og skoðaðu úrvalið af notuðum Audi. Með Bílaábyrgð HEKLU getur þú haft bílinn í ábyrgð þar til hann nær fimm ára aldri. Audi Q7 3.0 TDI dísil Ásett 6.550.000 kr. – Ekinn 104.000 km. Skráningardagur 24.08.06. Sjálfskiptur. Ásett 10.800.000 kr. - Ekinn 24.000 km. Skráningardagur 10.01.08. Sjálfskiptur. Ásett 4.390.000 kr. – Ekinn 37.000 km. Skráningardagur 11.05.06. Sjálfskiptur. Ásett 4.450.000 kr. – Ekinn 60.000 km. Skráningardagur 27.09.07. Sjálfskiptur. Ásett 3.250.000 kr. – Ekinn 38.000 km. Skráningardagur 25.05.07. Sjálfskiptur. Ásett 5.750.000 kr. – Ekinn 67.000 km. Skráningardagur 13.10.08. Sjálfskiptur. Audi Q7 3.0 TDI dísil Audi A6 2.0 T bensín Audi A4 2.0 T Quattro bensín Audi A3 1.8 T bensín Audi A4 1.8 T bensín F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.