Fréttablaðið - 05.11.2010, Blaðsíða 56
5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR
menning@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Föstudagur 05. nóvember 2010
➜ Tónleikar
18.00 Framhaldsprófstónleikar verða
í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar – Hásöl-
um í kvöld, en þar flytur Ingibjörg Þor-
steinsdóttir verk á píanó á útskriftartón-
leikum sínum. Tónleikarnir hefjast kl. 18
og er aðgangur ókeypis. Allir velkomnir.
20.00 Hjaltalín verður með tónleika
í Menningarhúsinu Hofi auk Sinfóníu-
hljómsveitar Norðurlands í kvöld.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og fer
miðasala fram á www.midi.is
20.30 Í Tónbergi, Akranesi flytur Orri
Harðarson lög af nýútkomnu Albúmi,
auk eldra efnis, í félagi við gítarleikarann
Ragnar Emilsson. Tónleikarnir hefjast
klukkan 20.30 og eru liður í dagskrá
Vökudaga á Akranesi.
22.00 Helgi og hljóðfæraleikararnir
verða með tónleika á Græna Hattinum,
Akureyri, í kvöld. Tónleikarnir hefjast
klukkan 22.
22.00 Hljómsveitin Hjálmar ásamt
dúettinum Nolo verða með tónleika
á skemmtistaðnum Sódómu í kvöld.
Húsið opnar klukkan 22 og fer miðasala
fram við hurð. Aðgangseyrir er 1500
krónur.
23.00 Hljómsveitin Worm Is Green
spilar á skemmtistaðnum Venue ásamt
The Esoteric Gender í kvöld. Húsið
opnar klukkan 23 og er aðgangur
ókeypis.
➜ Hátíðir
21.00 Gítarveisla Bjössa Thor verður
haldin í Salnum, Kópavogi, í kvöld.
Fram koma Björgvin Gíslason, Gunnar
Þórðarson, Guðlaugur Falk, Andrés Þór
og fleiri. Dagskrá hefst kl. 21.00. Forsala
aðgöngumiða er á www.salurinn.is.
➜ Dansleikir
Skvettuball FEBK verður í félagsheimil-
inu Gullsmára, að Gullsmára 13 í Kópa-
vogi næstkomandi laugardagskvöld.
Ballið hefst klukkan 20.30 og stendur til
23.30. Haukur Ingibergsson leikur og
syngur fyrir dansi. 1000 krónur inn.
➜ Málþing
20.00 Málþing um samtímamyndlist á
Norðurlöndum hefst í dag. Setning og
móttaka fer fram Hafnarhúsinu frá kl.
20-22 í kvöld. Málþingið er ókeypis en
skráning nauðsynleg. Nánari upplýsingar
má fá í síma 590 1200.
➜ Fyrirlestrar
15.00 Gunnvor Kronman, forstjóri
Hanaholmen, flytur fyrirlestur í boði
Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og
Norræna hússins í dag. Fyrirlesturinn
fer fram í Norræna húsinu og hefst
kl. 15.
Myndlist ★★★★★
Eggert Pétursson - málverk
Hafnarborg
Hvað er Eggert Pétursson að mála?
Það virðist augljóst við fyrstu sýn
en gerist flóknara þegar betur er
að gáð. Eggert sækir myndefni sitt
til íslenskrar náttúru, jurta, blóma
og yfirborðs. Að sögn lýkur hann
hér með úrvinnslu sinni á mynd-
um sem byggja á skoðun hans á
ákveðnu svæði í Úthlíðarhrauni í
Biskupstungum. Spurningunni hér
að ofan ætti því að vera auðsvar-
að; Eggert málar íslenska náttúru.
Ég er samt ekkert viss um það, þó
vissulega megi nafngreina blóma-
og jurtategundir á myndfletinum.
Málverk Eggerts eru mjög langt frá
því að vera raunsæ.
Rétt upp úr miðri síðustu öld
skrifaði franski fræðimaðurinn
Roland Barthes um raunsæi í bók-
menntum. Hann varpaði ljósi á þá
staðreynd að raunsæi í bókmennt-
um og myndlist lýtur ekki síður
sínum eigin, innri lögmálum en
önnur listform, rétt eins og órím-
uð ljóð eða abstrakt list. Öll list-
form eru tilbúningur, hluti af kerfi
á borð við tungumálið eða málara-
listina.
Í þessum verkum er Eggert, eins
og málarar hafa lengi gert, fyrst
og fremst að glíma við málverkið
sjálft. Jafnvel þó að tegundirnar
séu enn þekkjanlegar; fífill, maríu-
stakkur, birki, krækiberjalyng, er
augljóst að skipan þeirra á mynd-
fletinum lýtur engum náttúrulög-
málum. Hér er ekki allt í bendu
eins og í móanum og hrauninu held-
ur vandlega raðað á myndflötinn
samkvæmt myndbyggingu og lita-
samsetningum. „Raunveruleikinn“
leysist síðan upp í algleymi litanna,
lambagrasið verður að víbrandi
hringformi sem iðar á myndflet-
inum, dökkir skuggar í bakgrunni
eru í raun margbrotið litasamspil.
Niðurstaðan er ekki áferðarfalleg
og það er hvorki náttúruleg birta
né litir í þessum myndum en þetta
eru spennandi málverk sem vekja
upp spurningar. Í hverri mynd
eru ótal hlutir að gerast. Auðveld-
lega má sjá tengsl við aðra málara
sem á undan hafa gengið, Kjar-
val auðvitað, en líka málara seint
á nítjándu öld, táknhyggjumálara
eins og Gustave Moreau og nor-
rænt táknhyggjulandslag þar sem
þættir í náttúrunni svara til þátta í
mannlegu eðli. Dimma, myrkur og
rætur geta vísað til þessa en líka til
ævintýra og þjóðtrúar tengdri nátt-
úrunni. Á sama tíma tekst Eggerti
að vera nær algjörlega abstrakt á
stórum hluta myndflatarins, pensil-
för og litasamsetningar skapa eigin
veröld.
Það er engu líkara en Eggert hafi
hér náð einhvers konar hástigi,
horfið á vit taumlausrar málara-
nautnar sem er líkt og erótísk í
algleymi sínu. Í miðju kafi við nost-
urslega teikningu á myndfletinum
leyfir hann litunum að taka sig yfir,
brjótast fram og ryðja þekkjanleg-
um formum til hliðar en missir þó
ekki tökin, jafnvel á hápunkti lita-
dýrðarinnar ríkir agi og nákvæmni.
Það er við hæfi að kveðja viðfangs-
efni þegar hápunkti er náð og afar
forvitnilegt að sjá hvað Eggert
hefur fram að færa í framhaldinu.
Ragna Sigurðardóttir
Niðurstaða: Eggert Pétursson hefur
farið alla leið með myndefni sitt og
náð hástigi málaranautnar á mynd-
fletinum. Hver mynd býr yfir eigin,
persónulegum og margbreytilegum
myndheimi, málverk Eggerts eru
sérkennilega áleitin og þröngva sér
inn á vitundina.
Algleymi á myndfleti
ALLI NALLI Í MÖGULEIKHÚSINU Möguleikhúsið sýnir
barnaleikritið Alli Nalli og tunglið í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á
laugardag klukkan 14. Pössunarpíurnar Ólína og Lína hafa ýmsar sögur
að segja af honum Alla Nalla, sem var fyrsti krakkinn sem þær pössuðu.
„Það er engu líkara en Eggert hafi hér náð einhvers konar hástigi, horfið á vit taumlausrar málaranautnar sem er líkt og erótísk í
algleymi sínu,“ segir í dóminum.
TAKTU VEL Á MÓTI SÖLUFÓLKI OKKAR
12:00 Fyrirlestur Reykjavík Central Park
h a p p y s p a c e, Ráðhús Reykjavíkur
15:00 Fyrirlestur Skandinavisk nu
Gunvor Kronman, Norræna Húsið
22:00 Tónlist direkt
Datarock/Retro Stefson/Berndsen, nasa
Myndlist Þjóðmenningarhúsið
Guðmundur
og Samarnir
Guðmundur frá Miðdal
Aðgangur ókeypis
Norræn listahátíð
Nordisk kulturfestival
Reykjavík
www.norraenahusid.is/ting 28.10.—7.11.2010
í d
ag
K
lettag
arð
ar
K
ö
llu
n
a
rk
le
ttsve
g
u
r
Sæ
b
rau
t
Héðinsgat
a
Tolli vinnustofa, Héðinsgötu 2, 104 Reykjavík
V I N N U S T O F A
Ég verð með vinnustofu mína opna
almenningi hvern föstudag frá
kl. 14-18 fram að jólum.
Allir velkomnir.
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MÁ BJÓÐA
YKKUR
MEIRI VÍSI?