Fréttablaðið - 05.11.2010, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 5. nóvember 2010 3
„Okkur langaði að lýsa upp skammdegið og gera
eitthvað skemmtilegt á þeim árstíma þegar norð-
urljós dansa á himni og fólkið okkar skín hvað
skærast,“ segir Þórunn Sigurþórsdóttir í undir-
búningsnefnd Norðurljósa, sem sett voru í gær
og standa til sunnudags með fjölbreyttri dag-
skrá fyrir unga jafnt sem aldna.
„Þótt Ísland sé komið í vetrarbúning er engin
ástæða til að láta sér leiðast, enda upplifun að
keyra um íslenskar sveitir sem klæðst hafa frosti
og mjöll. Mörgum finnst þetta notalegasti tími
ársins og við það miðast dagskrá Norðurljósa;
að geta stungið sér inn í huggulegt andrúmsloft
og hlýju til að auðga andann og upplifa fallega
listsköpun, en vitaskuld er líka leikur einn að
gleðja munn og maga, og kitla fjör í krökkum
með unglingaballi, listasmiðjum, þrautabraut
eða námskeiði í afródansi.“
Þess ber að geta að frítt verður í sundlaug
Stykkishólms alla helgina, sem og Vatnasafnið,
bókasafnið, Norska húsið og Eldfjallasafnið.
„Það þurfti ekki nema að nefna menningar-
hátíðina, þá byrjaði síminn að hringja og Hólmar-
ar úr öllum listgreinum óskuðu eftir að koma
heim til að gleðja aðra Hólmara og aðkomufólk,“
segir Þórunn kampakát og víst er af nógu að taka
í þessum yndisfríða bæ um helgina.
Sem dæmi um spennandi viðburði má nefna
tónleika Varsjárbandalagsins, sem flytur dill-
andi austur-evrópska tónlist á Fimm fiskum,
Ráðhúsbandið sem flytur hugljúf lög Vilhjálms
Vilhjálmssonar í gömlu kirkjunni, opna kirkju-
kórsæfingu með biblíusúpu, leikritið Kvöldhúm-
ið í flutningi leikfélagsins Grímnis, upplestur
Einars Kárasonar í Sjávarborg og stórdansleik
Stykk og Draugabananna á Hótel Stykkishólmi,
þar sem líka verður boðinn Norðurljósamatur.
„Dagskráin stendur frá morgni til kvölds og
ævintýri að eiga rómantískar stundir við vetur
klæddan Breiðafjörð þar sem gestrisni og ylur
stafar frá hverju húsi,“ segir Þórunn og hvetur
sem flesta að renna í Hólminn um helgina.
Sjá nánar um dagskrá Norðurljósa á www.
stykkisholmur.is. thordis@frettabladid.is
Lifað undir norðurljósum í vestri
Menningarhátíðin Norðurljós lokkar og laðar um helgina í einum allra fegursta kaupstað landsins, Stykkishólmi. Þar mætir gestum undur-
falleg tónlist af flestum gerðum, margvíslegar skemmtanir og ævintýri fyrir börn, unaðsleg sundupplifun, safnagrúsk og gestrisni Hólmara.
Þórunn Sigurþórsdóttir með hvítklæddan Stykkishólm í baksýn, en þar verður mikið um dýrðir um á menningar-
hátíðinni Norðurljósum um helgina.
Séð inn í stásslega stofu Norska hússins, þar sem frítt
verður fyrir gesti á menningarhátíðinni.
Gömul og vel varðveitt hús eru eitt af aðalsmerkjum
Stykkishólms og hrein unun að ganga þar um stræti.
Leikfélag Hveragerðis frumsýn-
ir Galdra-Loft eftir Jóhann Sig-
urjónsson annað kvöld klukkan
20. Leikstjórar eru hjónin Kol-
brún Björt Sigfúsdóttir og Erling-
ur Grétar Einarsson, sem eru að
setja upp sína fjórðu sýningu í
sameiningu.
„Verkið hefur verið æft af kappi
síðastliðna tvo mánuði og sviði
Litla leikhússins verið umbreytt
til að leyfa þeim kjarnríku per-
sónum sem í verkinu eru að njóta
sín til fulls. Við Kolbrún höfum
lagt mikla vinnu og ábyrgð á herð-
ar leikurunum, sem hafa nálgast
persónur sínar eins og atvinnu-
fólk og staðið sig framar vonum í
því,“ segir Erlingur Grétar.
Upprunalegur texti Jóhanns
hefur nokkuð verið skorinn
niður, að sögn Erlings, auk þess
sem leik- og hljóðmynd er brot-
in upp til að koma betur á fram-
færi þeim áhrifaríka kjarna sem
verkið inniheldur. „Útkoman er
90 kraftmiklar mínútur af sam-
skiptum fólks sem gætu allt eins
átt sér stað í dag,“ svo notuð séu
hans orð. - gun
Kraftmiklar
mínútur
Galdra-Loftur verður frumsýndur
í Litla leikhúsinu að Austurmörk
23 í Hveragerði annað kvöld.
Lilja Björg Gísladóttir og Þorgils Óttar
Baldursson sem Dísa og Loftur.
MYND/GUÐMUNDUR ERLINGSSON
Einvalalið tónlistarmanna kemur
fram á tónleikum til styrktar
Mæðrastyrksnefnd Kópavogs.
Góðgerðatónleikar til styrktar
Mæðrastyrksnefnd Kópavogs verða
haldnir í Digraneskirkju á sunnu-
dag. Kvennakór Kópavogs í sam-
starfi við Digraneskirkju stend-
ur fyrir tónleikunum en auk hans
munu þau Margrét Eir, Regína Ósk,
Guðrún Gunnarsdóttir og Kristján
Jóhannsson stíga á svið. Þá ætla
Skólakór Kársness, Barnakór Álf-
hólsskóla og félagar úr Skólahljóm-
sveit Kópavogs að hefja upp raust
sína en ræðumaður kvöldsins verð-
ur Gunnar Sigurjónsson prestur í
Digraneskirkju.
Tónleikarnir hefjast klukkan 16
og er áætlað að þeir standi í tvo
tíma. Hægt er að panta miða með
því að senda tölvupóst á hondkk@
gmail.com, í síma 899-0489 og við
innganginn á meðan húsrúm leyf-
ir. Allir listamenn gefa vinnu sína
og rennur aðgangseyririnn, sem er
2.000 krónur, óskiptur til Mæðra-
styrksnefndar Kópavogs. - ve
Sungið og
safnað
Kristján Jóhannsson mun hefja upp
raust sína ásamt Regínu Ósk og fleirum.