Fréttablaðið - 05.11.2010, Blaðsíða 30
2 föstudagur 5. nóvember
núna
✽ Ekki missa af
augnablikið
Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon og Álfrún Pálsdóttir Forsíðumynd Valgarður
Gíslason Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@365.is sími
512 5432 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
blogg vikunnar
Fjarlægur
tískuheimur
Það er svolítið
skemmtilegt að fylgj-
ast með tísku-
straumum fjarlægra
landa og finna þar
jafnvel innblástur.
Www.glistersand-
blisters.com er
blogg sem hald-
ið er úti af stúlku
frá Indónesíu.
Tískan þar virð-
ist í grunn-
inn ekki vera
svo ólík þeirri
sem ríkir hér í
kuldanum á Íslandi.
Götutískan á meginlandinu
Tískubloggið www.antwerpfashi-
onobserver.blogspot.com er í anda
hins vinsæla Facehunters. Að-
standendur bloggsíðunnar mynda
fólkið á götum Antwerpen og birta
á síðunni. Þar gætir ýmissa grasa,
þar er rokkabillítíska, fáguð og
kvenleg tíska og allt hitt.
Fataskápur Köru
Stúlka að nafni Karla gefur tísku-
unnendum innsýn í fataskáp sinn
með því að mynda fatasamsetn-
ingar sínar. Bloggið má finna á
slóðinni www.karlascloset.blog-
spot.com. Stíllinn er
fjölbreytilegur og
skemmtilegur og það
er augljóst að hún
hefur gaman af því að
leita fjársjóða í versl-
unum sem selja not-
aðan fatnað.
STÓRKOSTLEG Fyrirsætan Heidi
Klum mætti sem karakter úr kvik-
myndinni Transformers í hrekkja-
vökuveisluna sína. Fyrirsætan leggur
mikið upp úr búningum sínum eins
og sjá má.
„Við erum í mikilli sókn og mikil
spenna að takast á við þetta á
nýjan leik,“ segir Ingibjörg Finn-
bogadóttir, framkvæmdastjóri
Reykjavik Fashion Festival, sem
verður haldið 31. mars til 3. apríl
á næsta ári en undirbúningur
er þegar hafinn. „Við erum fyrr
á ferðinni með undirbúning og
stefnum á að gera hátíðina stærri
og veglegri í ár. Erum á fullu að
bjóða erlendu pressunni og þegar
búin að fá staðfestingu frá þýska
Vogue og breska Dazed and Con-
fused,“ segir Imba, eins og hún
gjarnan er kölluð, og bætir við
að hún haldi að þetta sé í fyrsta
sinn sem þýska Vogue komi til
landsins í þessum tilgangi. „Það
er alveg frábært að fá svona stór-
an miðil til að koma og fylgjast
með íslenskri hönnun. Við erum
að einbeita okkur að því að kynna
íslenska hönnun út fyrir land-
steinana og því búin að senda
út kynningarefni og boð á helstu
tískumiðlana eins og Nylon, ID
magazine og kínverska Vogue sem
og skandinavíska miðla á borð við
Eurowoman og Cover.“
Aðspurð hvort RFF ætli að feta
í fótspor annarra tískuvikna og
bjóða helstu bloggurunum úti í
heimi, enda þeir taldir vera hið
nýja stóra afl í tískuumfjöllunu
svarar Imba játandi „Við erum
búin að senda nokkrum boðskort
og búumst við góðum undirtekt-
um hjá tískubloggurunum.“
Reykjavik Fashion Festival
heppnaðist mjög vel síðast og
segir Imba Unu Hlín hjá fatamerk-
inu Royal Extreme vera gott dæmi
um það hversu mikilvægur tísku-
viðburður af þessu tagi er fyrir ís-
lenska hönnun. „Una var að sýna
sína fyrstu fatalínu á RFF í vor
og nú er Royal Extreme með um-
fjöllun í fullt af erlendum miðl-
um, hún er búin að sýna á tísku-
vikunni í New York og er að selja
hönnun sína erlendis og opnaði
sína fyrstu búð dögunum. Það er
alveg frábært,“ segir Imba en hún
er byrjuð að taka við umsóknum
frá hönnuðum fyrir næstu hátíð
og geta áhugasamir sent henni
póst á netfangið imba@elite.is.
- áp
Ingibjörg Finnbogadóttir undirbýr Reykjavík Fashion Festival 2011
ÞÝSKA VOGUE
BOÐAR KOMU SÍNA
Undirbýr RFF á nýjan leik Tískuhátíðin
Reykjavík Fashion Festival verður hald-
in í annað sinn næsta vor og eru erlendir
miðlar byrjaðir að boða komu sína.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Síðasta fatalína fyrirsætunnar og
tískuíkonsins Kate Moss er komin í
búðir bresku fataverslanakeðjunn-
ar Topshop. Moss hóf sinn fata-
hönnunarferil hjá Topshop fyrir
þremur árum og var ákvörðunin
um að hætta sameiginleg að sögn
Philips Green, eiganda Topshop.
Þessi síðasta lína tískufrum-
kvöðulsins einkennist af hippaleg-
um blússum, kjólum með blóma-
munstri, síðum pilsum og pallíett-
ujökkum. Einnig eru samfestingar
með víðum skálmum í anda átt-
unda áratugarins áberandi sem og
fallegir íburðarmiklir skartgripir.
Föstudagur hafði samband við
Topshop á Íslandi um hvenær línan
kæmi í búðir hér en fékk þau svör
að fatalína Kate Moss komi ekki
til landsins yfirhöfuð þar sem hún
þykir einfaldlega of dýr. Íslenskir
aðdáendur Kate Moss verða því að
berja hönnunina augum á vefsíðu
Topshop og láta sig dreyma.
Kate Moss kveður Topshop
Hippalegur
glamúr frá Moss
Fatahönnuður í síðasta sinn Kate
Moss klædd í samfesting úr eigin smiðju
í útgáfuhófi síðustu fatalínu sínnar fyrir
Topshop. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
BÓKIN Saumaklúbburinn er bráðsniðugt hefti sem inniheldur fjölbreytt handavinnuverk-
efni, mataruppskriftir og annað sniðugt efni fyrir hagsýnar og tískusinnaðar konur. Heft-
ið er þó eingöngu til sölu í áskrift og fá Saumaklúbbsfélagar nýtt hefti sent heim að
dyrum mánaðarlega. Hægt er að skrá sig á heimasíðunni www.klubbhusid.is.
SALON REYKJAVÍK
Vertu velkomin(n)!
OPNUNARTÍMAR
VIRKA DAGA 6–18. LAUGARDAGA 9–13.