Fréttablaðið - 05.11.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.11.2010, Blaðsíða 16
16 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Staða ákæruvaldsins Niðurskurður hjá lögreglu- embættum hefur hjá sum- um embættum haft alvar- leg áhrif á afköst að mati ríkissaksóknara. Dómum í sakamálum hefur fækk- að verulega milli ára, og umtalsvert færri mál koma til ríkissaksóknara frá lög- reglustjórum landsins. Dæmi eru um að afbrotamenn sleppi við refsingu vegna þess að brot þeirra fyrnast eða að refsing falli niður að hluta eða öllu leyti sökum dráttar á rannsókn og sak- sókn. Þetta kemur fram í bréfi ríkissaksóknara til dómsmálaráð- herra þar sem varað er við þessari þróun. „Málshraðareglan er ein af grundvallarreglum réttarfars,“ segir í bréfi Valtýs Sigurðsson- ar ríkissaksóknara. Réttur saka- manns til þess að fjallað sé um brot hans innan eðlilegs tíma er bæði bundinn í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu, segir þar enn fremur. Í bréfinu er fjallað um stöðu mála hjá einu af lögregluembætt- um landsins. Þar er staða mála sögð óviðunandi og engan veginn í samræmi við reglur um málsmeð- ferðarhraða sem ríkissaksóknari hafi sett eða ákvæði í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála. Valtýr segir í samtali við Frétta- blaðið að augljóslega sé niður- skurður hjá lögregluembættunum farinn að hafa áhrif. Hjá sumum embættum hafi tugir mála fyrnst vegna þess að ekki vannst tími til að rannsaka þau. Hjá öðrum takist að rannsaka öll mál, en hægt hafi á öllu ferlinu Vandamálið er ekki nýtt af nál- inni en fullyrða má að jafnvel í mesta góðærinu fyrir bankahrun og almenna niðurskurðarkröfu hafi ekki verið sett nægilegt fé í þennan málaflokk. „Þetta er auðvitað alvarlegt mál. Niðurskurðurinn hlýtur að koma niður á löggæslunni almennt, en hann kemur einnig niður á rann- sókn mála,“ segir Valtýr. „Því fer víðs fjarri að markmið um málsmeðferðarhraða sem sett hafa verið náist. Þarna erum við í skelfilegri stöðu miðað við hinar Norðurlandaþjóðirnar,“ segir Val- týr. „Það er hlutverk ákæruvalds- ins, í samvinnu við lögregluna, að sjá til þess að þeir sem hafi brotið lög fái refsingu lögum samkvæmt. Það er ekki að gerast þegar mál fyrnast.“ Þessi þróun dregur augljóslega úr varnaðaráhrifum sem skjót og sanngjörn málsmeðferð getur haft, segir Valtýr. „En þetta snýst fyrst og fremst um jafnræðisregluna. Hún er ekki virt, og það finnst mér alvarlegt mál.“ Færri mál til ríkissaksóknara Þau mál sem fyrnast án þess að þau séu rannsökuð eru nær ein- göngu smærri mál. Lögreglustjór- ar forgangsraða málum þannig að alvarlegri glæpir séu í forgangi, segir Sigríður Elsa Kjartansdótt- ir, settur vararíkissaksóknari. Hún segir að embætti ríkis- saksóknara hafi ekki náð að taka saman upplýsingar um nákvæm- an fjölda mála sem hafi fyrnst hjá öllum lögregluembættum. Ljóst sé að fjöldinn sé talsverður hjá sumum embættum á meðan önnur nái að sinna öllum málum. Ein birtingarmynd þessarar þró- unar eru færri dómar í sakamálum hjá héraðsdómstólum landsins. Það sem af er ári hafa fallið að meðal- tali 132 dómar í hverjum mánuði. Á sama tíma í fyrra höfðu að með- altali fallið ríflega þriðjungi fleiri dómar, eða að meðaltali 186 dómar á mánuði. Fækkunin er um 54 á mánuði, eða um 540 á tíu mánaða tímabili. Lögreglustjórar senda lögum samkvæmt embætti ríkissak- sóknara öll alvarlegri sakamál. Saksóknurum hjá ríkissaksókn- ara ber að ákveða hvort gefin verði út ákæra eða hvort ekki séu nægar líkur á því að sakfellt verði í málinu, og það fellt niður. Sigríður segir að það sem af er ári hafi embættið fengið 322 saka- mál til meðferðar frá lögreglu- stjórunum. Á sama tíma í fyrra hafi málin verið fimmtungi fleiri, 387 talsins. Hún bendir á að á árinu 2009 hafi reglum ríkissaksóknara verið breytt þannig að mun fleiri mál eru nú afgreidd með lögreglu- stjórasekt en áður. Þetta hefur leitt til mikillar fækkunar á ákærum frá lögreglustjórum. Ein af skýringunum á fækkun mála hjá ríkissaksóknara gæti verið sú að vegna niðurskurð- ar hjá lögregluembættum lands- ins komast þau ekki yfir að rann- saka mál og því komi færri mál til ríkissaksóknara, segir Valtýr. Önnur skýring gæti verið sú að glæpum sé að fækka, en það verður að teljast frekar ólíklegt að þeim fækki svo mikið á svo stuttum tíma. Þó að mál tefjist ekki svo mikið að þau fyrnist í meðförum lögreglu getur dráttur á rannsókn og sak- sókn mála haft áhrif á refsingu. Valtýr segir litla von til að þetta breytist á næstunni. „Það er mjög líklegt að það haldi áfram að hægj- ast á vinnu lögreglunnar á öllu landinu.“ Geta ekki sinnt eftirlitshlutverki Í bréfi Valtýs til dómsmálaráð- herra er tekið dæmi úr dómi sem féll nýverið. Þar ákvað dómarinn að hafna kröfu saksóknara um að svipta mann ökurétti þar sem rannsókn á „sáraeinföldu“ máli hefði dregist óhóflega. Þetta er ekki fyrsta bréfið sem ríkissaksóknari sendir dómsmála- ráðherra til að benda á tafir á rann- sókn mála hjá lögregluembættum landsins. Í bréfi sem sent var 4. mars síðastliðinn varar hann við því að embætti ríkissaksóknara sé svo fjárvana að það geti ekki sinnt lögbundnu eftirliti með ákæruvaldi og málshraða hjá lögreglustjórum landsins. Í bréfinu fer Valtýr fram á að fá að ráða einn saksóknara og ritara í hálfu starfi til að mæta auknu álagi hjá embættinu. Hann áætlar að kostnaður við það verði innan við 13 milljónir króna á ári. Ekki hefur verið brugðist við beiðninni. „Við erum einfaldlega ekki í stakk búin til að sinna eftirlitshlut- verki okkar eins og vera skyldi,“ segir Valtýr í viðtali við Frétta- blaðið. Fjöldi starfsmanna við embættið hefur verið óbreyttur í um tíu ár, en verkefnum hefur fjölgað mikið. Tugir mála fyrnast vegna niðurskurðar VALTÝR SIGURÐSSON SIGRÍÐUR ELSA KJARTANSDÓTTIR Engin ástæða er til að bíða með sameiningu efnahags- brotadeildar og embættis sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins segir Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari. Hann vill að sameinað embætti taki mið af fyrir- komulagi Økokrim, embættis sem hefur með hönd- um rannsókn og saksókn efnahagsbrota og brota á umhverfislögum í Noregi. Efnahagsbrotadeildin heyrir í dag undir embætti ríkis- lögreglustjóra. Valtýr segir enga ástæðu til að halda því fyrirkomulagi, nær sé að sameinuð efnahagsbrotadeild og embætti sérstaks saksóknara verði sjálfstæð stofnun, líkt og sérstakur saksóknari er í dag. Í samantekt um stöðu ákæruvaldsins sem ríkissak- sóknari sendi dómsmálaráðherra í júlí síðastliðnum setur Valtýr fram þá skoðun sína að sameina eigi embættin árið 2014. Hann segist í samtali við Fréttablaðið hafa skipt um skoðun, nú telji hann ekki eftir neinu að bíða með sameininguna. „Ég tel nauðsynlegt að sameina þetta strax, enda myndi það að mínu mati styrkja faglegt starf við rann- sókn og saksókn efnahagsbrota,“ segir Valtýr. Hann segir algerlega ástæðulaust að rannsaka efnahagsbrot á tveimur stöðum, og oft erfitt að átta sig á hvort mál eigi heima hjá efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra eða hjá embætti sérstaks saksóknara. Öll séu þessi mál efnahagsbrot og alger óþarfi að skilja þau í tvo flokka undir tveimur stjórnendum. Verði efnahagsbrotadeildin og embætti sérstaks saksóknara sameinuð verður til öflug stofnun, segir Valtýr. „Þá væri hægt að einbeita sér að þessum málum án þess að önnur verkefni fái að flækjast fyrir þeim sem sinna þessum málaflokki.“ Samkvæmt lögum um meðferð sakamála mun efna- hagsbrotadeild heyra undir embætti héraðssaksóknara þegar því embætti verður komið á laggirnar í janúar 2010. Upphaflega stóð til að þessi skipan mála tæki gildi 1. júlí 2008, en málinu hefur verið frestað þrívegis. Valtýr segist sjálfur ekki bjartsýnn á að það gerist nú frekar en áður. Sjálfur sé hann þeirrar skoðunar að óþarfi sé að bæta við embætti héraðssaksóknara. Réttara væri að nýta sér möguleika við sameiningu lögregluembætta til að efla saksóknarahlutverk embættanna og styrkja svo þau geti tekið við alvarlegri brotum en þau sinna í dag. Óvissan um framtíð héraðssaksóknaraembættisins og þar með efnahagsbrotadeildarinnar er ekki góð, og því mikilvægt að stjórnvöld taki endanlega ákvörðun um hvað verður gert og hvenær, segir Valtýr. Hann segir að annaðhvort verði að ákveða að nú verði af stofnun embættis héraðssaksóknara eða sameina efnahagsbrotadeild strax embætti sérstaks saksóknara. Það sé slæmt fyrir alla aðila að hafa óvissu um framtíðar- skipan þessara mála. Hann tekur raunar dýpra í árinni í samantekt sinni um stöðu ákæruvaldsins: „Embætti ríkissaksóknara og raunar ákæruvaldið í heild stendur á krossgötum. Slíkt er óheppilegt til lengdar fyrir allt starf viðkomandi stofnana sem og starfsfólk þeirra. Þessari óvissu verður að eyða,“ skrifar Valtýr í lok samantektarinnar. Vill sameina rannsókn efnahagsbrota undir íslensku Økokrim RANNSÓKN Enginn eðlismunur er á þeim brotum sem rannsökuð eru af embætti sérstaks saksóknara, eins og meint brot forsvarsmanna Kaupþings, og þeim brotum sem efnahagsbrotadeild rannsakar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is Það er mjög líklegt að það haldi áfram að hægjast á vinnu lögreglunnar á öllu landinu.“ VALTÝR SIGURÐSSON RÍKISSAKSÓKNARI Gleðidagar í CARAT Smáralind fimmtudag – sunnudags 20% afsláttur af öllum skartgripum Af hverjum 10 þúsund krónum gefum við handsmíðaðan skartgrip í jólapakka Fjölskylduhjálpar Íslands Gullsmiðirnir í CARAT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.