Fréttablaðið - 05.11.2010, Blaðsíða 36
8 föstudagur 5. nóvember
H
refna hefur æft fim-
leika frá sex ára
aldri og var það
fyrir tilstuðlan vin-
konu hennar að
hún fór að æfa íþróttina. „Vin-
kona mín var að æfa fimleika
og einu sinni þegar við vorum á
leikvellinum gat hún gert eitt-
hvað á ránni sem mig langaði
líka að geta gert, þannig að ég
ákvað að byrja í fimleikum,“ út-
skýrir Hrefna. Hún hóf ferilinn
hjá fimleikadeild KR og æfði fyrst
um sinn áhaldafimleika. Níu ára
skipti hún um félag og hóf að æfa
með Ármanni og þar var hún til
sextán ára aldurs. „Þá tók ég mér
smá gelgjupásu. Ég var þá komin
í menntaskóla og mikið um að
vera í félagslífinu auk þess var
ég að kljást við meiðsli á þeim
tíma og þurfti því að hætta æf-
ingum tímabundið.“
Hrefna var þó ekki lengi frá og
hóf að æfa hópfimleika með liði
Stjörnunnar ári síðar. Hún segir
töluverðan mun vera á áhalda-
fimleikum og hópfimleikum
þó grunnþjálfunin sé sú sama
í báðum tilfellum. Það var svo
árið 2005 sem hún gekk loks til
liðs við Gerplu og hefur hún æft
þar síðan.
STERKUR HÓPUR
Lið Gerplu er eina hópfimleika-
lið kvenna í Evrópu sem hefur
verið á verðlaunapalli stórmóta
í eins langan tíma og raun ber
vitni. Liðið hlaut meðal annars
gullverðlaun á Norðurlanda-
mótinu árið 2007, silfurverð-
laun á Evrópumótinu árin 2006
og 2008 auk þess sem það lenti
í þriðja sæti á Norðurlandamót-
inu í fyrra. Liðið hefur því átt
sæti á verðlaunapalli árlega allt
frá árinu 2006.
„Þetta er mjög góður og sam-
heldinn hópur af stelpum og
við erum allar jafn einbeittar í
því að ná markmiðum okkar. Ef
það er gott fyrir hópinn, þá gerir
maður það. Það er bara þannig,“
segir Hrefna brosandi. Hún segir
góðan anda ríkja innan hópsins
og telur það hafa skipt sköpum.
„Það skiptir miklu máli að ná
góðum anda innan hópsins og
þessi félagslegi þáttur er mjög
mikilvægur. Ég hef aldrei upp-
lifað jafn mikla einingu innan
liðs og ég geri núna með þessum
stelpum.“
Hópfimleikar eru nokkuð ung
íþrótt og er Evrópumótið stærsta
mót sem hægt er að keppa á
innan íþróttarinnar. Það er því
einstakur árangur hjá stúlkun-
um að hafa unnið gullið í Sví-
þjóð. Stúlkurnar ætla þó ekki
að láta þar við sitja heldur ætla
ótrauðar að halda áfram sig-
urgöngu sinni. „Við ætlum að
stimpla okkur inn sem besta
liðið í Evrópu og halda áfram að
vinna titla,“ segir hún ákveðin.
EKKERT BAKTAL
Margir hafa þá sýn á fimleika að
þar ríki mikil samkeppni og bak-
nag á milli stúlkna, Hrefna segir
þetta þó ekki ganga upp í hóp-
fimleikum heldur standi og falli
liðið sem ein heild. „Dramatíkin
felst kannski helst í því að við
erum að keppast um sæti í lið-
inu þegar nær dregur mótum.
Það eru kannski tuttugu stúlk-
ur í hóp og aðeins tólf sem fá
að keppa inni á gólfinu. Það er
auðvitað mjög svekkjandi að
hafa lagt svona mikið á sig yfir
árið og fá svo ekki pláss í liðinu.
Maður þarf að vera mjög sterk-
ur einstaklingur til að taka því
og halda samt sínu striki á æf-
ingum og styrkja liðið þannig.“
Eitt af því sem styrkti lið okkar
í keppninni var að mikil sam-
keppni ríkti um að komast inn
í liðið og við vorum með stelpur
á hliðarlínunni sem geta stokk-
ið inn hvenær sem er og gert
FIMLEIKAR
HELSTA ÁHUGAMÁLIÐ
Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir hefur stundað fimleika í tuttugu ár. Hún varð Evrópumeistari í hópfimleikum með liði Gerplu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Ef það er gott
fyrir hópinn, þá
gerir maður það. Það
er bara þannig.“
Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir er fyrirliði
fimleikaliðs Gerplu sem sigraði á Evrópumeistara-
mótinu í hópfimleikum sem haldið var í Svíþjóð fyrir
skömmu. Hún hefur stundað fimleika í tuttugu ár
og segir nánast óhugsandi að hún muni nokkurn
tímann geta sagt skilið við íþróttina.
Viðtal: Sara McMahon Stílisti: Katrín Alda
Ljósmyndir: Valgarður Gíslason Fatnaður: Einvera
www.sifcosmetics.is
• Vinna gegn öldrun húðarinnar
• Byggja á rannsóknum á líffræði húðarinnar
• Án ilm- og rotvarnarefna
Íslensk nýsköpun, hugvit og framleiðsla
Gefa
fallegri húð
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
0
22
0
2
010