Fréttablaðið - 05.11.2010, Blaðsíða 60
36 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR
Scarlett Johansson leikur geim-
veru sem vefur jarðarbúum um
fingur sér í myndinni Under the
Skin sem er í undirbúningi. Sam-
kvæmt söguþræðinum notar
geimveran kynþokka sinn til að
ná langt en breytist þegar hún
áttar sig á fjölbreytileika mann-
lífsins. Framleiðendur myndar-
innar segja að í henni sé horft á
heiminn með augum geimvera
á einstakan hátt. Tökur á Under
the Skin hefjast næsta vor eftir
að Johansson hefur lokið leik
sínum í myndinni The Black
Widow.
Geimveran
Johansson
SCARLETT JOHANSSON Leikur geimveru
sem dregur jarðarbúa á tálar.
Tónlist ★★
The Dionysian Season
Just Another Snake Cult
Sýrukennt popp
fyrir grúskara
Just Another Snake Cult er hugar-
fóstur Þóris Bogasonar, sem ólst
upp í Kaliforníu en er tiltölulega
nýfluttur til Íslands. Hann spilaði í
nokkrum hljómsveitum vestanhafs
en þetta er í fyrsta sinn sem hann
gefur út á Íslandi. Útkoman er
sýrukennt indípopp sem stundum
minnir á síðustu plötu MGMT.
Þessi tónlist er ekki allra, enda
ekki sérlega grípandi, en grúskarar
gætu haft gaman af henni. The
Dionysian Season er áhugaverð
á köflum þar sem sérstæður
söngstíll Þóris sveimar yfir vötnun-
um. Hann er greinilega hæfileika-
maður sem gæti gert flotta hluti í
framtíðinni. Freyr Bjarnason
Niðurstaða: Ágætt sýrukennt
popp með sérstæðum söng Þóris.
„Við ætlum að reyna að ná tvö
hundruð manns á leikana. Við
búumst fastlega við því að við náum
því,“ segir Linda Björk Hilmars-
dóttir, framkvæmdastjóri líkams-
ræktarstöðvarinnar Hress.
Á laugardaginn verða Hress-
leikarnir haldnir í Dalshrauni í
Hafnarfirði. Þátttakendum verð-
ur skipt í átta lið eftir mismunandi
litum og munu þeir svitna til góðs í
hinum ýmsu greinum, þar á meðal
Body attack, Hot Yoga, Zumba, Tab-
ata og stöðvaþjálfun. Plötusnúður-
inn Júlli í Júlladiskói þeytir skífum
og heldur uppi góðri stemningu.
„Við höfum oft haldið Hress-
leikana en fyrir tveimur árum
þegar kreppan skall á breyttum
við þessu í árlegan viðburð,“ segir
Linda Björk. „Í fyrra ákváðum við
að breyta þessu í góðgerðaviðburð
líka og söfnuðum fyrir Rebekku
Maríu, sem hafði misst foreldrana
sína með stuttu millibili. Það sem
toppaði daginn í fyrra var að hún
eignaðist son sama dag. Það var
ótrúlega gaman að geta sagt frá því
í lokin á Hressleikunum.“
Í þetta sinn rennur allur ágóði
leikanna til íþrótta- og afrekssjóðs
sem var stofnaður til að heiðra
minningu Hrafnkels Kristjánssonar,
sem lést í bílslysi í desember síð-
astliðnum. „Við reynum að hafa
þetta tengt Hafnarfirði og Hrafn-
kell var viðskiptavinur hjá okkur.
Þessi minningarsjóður er bæði
fyrir börnin hans og önnur börn í
Hafnarfirði sem þurfa á íþrótta-
styrk að halda,“ segir Linda.
Skráningargjald er 1.000 krónur
og Hressleikarnir standa yfir frá
9.30 til 11.30. Þeir sem ekki komast
geta lagt inn á reikninginn 135-05-
071304 - kt. 540497-2149. - fb
Svitna til góðs á Hressleikum
LINDA BJÖRK HILMARSDÓTTIR Fram-
kvæmdastjóri Hress hvetur fólk til að
styrkja gott málefni og svitna til góðs.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Baggalútur hefur sent frá sér
jólaplötuna Næstu jól sem er
sjálfstætt framhald plötunnar Jól
& blíða sem kom út fyrir fjórum
árum. Næstu jól inniheldur ell-
efu ástsæl og hugheil aðventu-
og jólalög, þar á meðal Ég kemst
í jólafíling, Það koma vonandi
jól og Leppalúði sem hafa öll
notið vinsælda. Einnig er þar að
finna nokkur ný lög. Uppselt er
á tvenna jólatónleika Baggalúts
í Háskólabíói. Enn er hægt að fá
miða á aukatónleika sem verða í
Hofi á Akureyri 27. nóvember.
Baggalútur
í jólaskapi