Fréttablaðið - 05.11.2010, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 05.11.2010, Blaðsíða 60
36 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Scarlett Johansson leikur geim- veru sem vefur jarðarbúum um fingur sér í myndinni Under the Skin sem er í undirbúningi. Sam- kvæmt söguþræðinum notar geimveran kynþokka sinn til að ná langt en breytist þegar hún áttar sig á fjölbreytileika mann- lífsins. Framleiðendur myndar- innar segja að í henni sé horft á heiminn með augum geimvera á einstakan hátt. Tökur á Under the Skin hefjast næsta vor eftir að Johansson hefur lokið leik sínum í myndinni The Black Widow. Geimveran Johansson SCARLETT JOHANSSON Leikur geimveru sem dregur jarðarbúa á tálar. Tónlist ★★ The Dionysian Season Just Another Snake Cult Sýrukennt popp fyrir grúskara Just Another Snake Cult er hugar- fóstur Þóris Bogasonar, sem ólst upp í Kaliforníu en er tiltölulega nýfluttur til Íslands. Hann spilaði í nokkrum hljómsveitum vestanhafs en þetta er í fyrsta sinn sem hann gefur út á Íslandi. Útkoman er sýrukennt indípopp sem stundum minnir á síðustu plötu MGMT. Þessi tónlist er ekki allra, enda ekki sérlega grípandi, en grúskarar gætu haft gaman af henni. The Dionysian Season er áhugaverð á köflum þar sem sérstæður söngstíll Þóris sveimar yfir vötnun- um. Hann er greinilega hæfileika- maður sem gæti gert flotta hluti í framtíðinni. Freyr Bjarnason Niðurstaða: Ágætt sýrukennt popp með sérstæðum söng Þóris. „Við ætlum að reyna að ná tvö hundruð manns á leikana. Við búumst fastlega við því að við náum því,“ segir Linda Björk Hilmars- dóttir, framkvæmdastjóri líkams- ræktarstöðvarinnar Hress. Á laugardaginn verða Hress- leikarnir haldnir í Dalshrauni í Hafnarfirði. Þátttakendum verð- ur skipt í átta lið eftir mismunandi litum og munu þeir svitna til góðs í hinum ýmsu greinum, þar á meðal Body attack, Hot Yoga, Zumba, Tab- ata og stöðvaþjálfun. Plötusnúður- inn Júlli í Júlladiskói þeytir skífum og heldur uppi góðri stemningu. „Við höfum oft haldið Hress- leikana en fyrir tveimur árum þegar kreppan skall á breyttum við þessu í árlegan viðburð,“ segir Linda Björk. „Í fyrra ákváðum við að breyta þessu í góðgerðaviðburð líka og söfnuðum fyrir Rebekku Maríu, sem hafði misst foreldrana sína með stuttu millibili. Það sem toppaði daginn í fyrra var að hún eignaðist son sama dag. Það var ótrúlega gaman að geta sagt frá því í lokin á Hressleikunum.“ Í þetta sinn rennur allur ágóði leikanna til íþrótta- og afrekssjóðs sem var stofnaður til að heiðra minningu Hrafnkels Kristjánssonar, sem lést í bílslysi í desember síð- astliðnum. „Við reynum að hafa þetta tengt Hafnarfirði og Hrafn- kell var viðskiptavinur hjá okkur. Þessi minningarsjóður er bæði fyrir börnin hans og önnur börn í Hafnarfirði sem þurfa á íþrótta- styrk að halda,“ segir Linda. Skráningargjald er 1.000 krónur og Hressleikarnir standa yfir frá 9.30 til 11.30. Þeir sem ekki komast geta lagt inn á reikninginn 135-05- 071304 - kt. 540497-2149. - fb Svitna til góðs á Hressleikum LINDA BJÖRK HILMARSDÓTTIR Fram- kvæmdastjóri Hress hvetur fólk til að styrkja gott málefni og svitna til góðs. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Baggalútur hefur sent frá sér jólaplötuna Næstu jól sem er sjálfstætt framhald plötunnar Jól & blíða sem kom út fyrir fjórum árum. Næstu jól inniheldur ell- efu ástsæl og hugheil aðventu- og jólalög, þar á meðal Ég kemst í jólafíling, Það koma vonandi jól og Leppalúði sem hafa öll notið vinsælda. Einnig er þar að finna nokkur ný lög. Uppselt er á tvenna jólatónleika Baggalúts í Háskólabíói. Enn er hægt að fá miða á aukatónleika sem verða í Hofi á Akureyri 27. nóvember. Baggalútur í jólaskapi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.