Fréttablaðið - 05.11.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 05.11.2010, Blaðsíða 22
22 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Deilum ekki Þór Saari er maður friðarins og kann því illa að menn deili á Alþingi. Honum blöskruðu átök um atvinnu- mál á þingfundi í gær og bar fram athyglisverða tillögu. „Mig langar að biðja þingmenn að kveikja á því hvort það sé hægt að koma fram með tillögur í atvinnumálum þar sem menn ganga út frá því í upphafi að þær muni ekki valda deilum. Er hugsanlega hægt að velta málinu fyrir sér á þann hátt? Þannig væri kannski hægt að komast að einhverri niðurstöðu.“ Kurteis Hreyfing Þessu lét Sigmundur Davíð Gunn- laugsson ekki ósvarað. Lagði hann til að kannað yrði hvort ekki mætti fela Hreyfingunni að segja til um hvernig haga bæri þingstörfum og hafa bæri þingsköp. „Vegna þess að Hreyfingin hefur sýnt það og sannað frá því að hún kom hingað á þing að hún sýnir iðulega kurteisi í garð allra þingmanna, hún talar vel um samstarfsmenn sína og umræðuhefð Hreyfingarinnar er til hreinnar fyrirmyndar.“ Ein um lýðræðislegt kjör Og ekki lét hann staðar numið. „Hreyfingin talar líka bara í lausnum,“ sagði Sigmundur. „Hún gagnrýnir ekki. Jafnframt sýnir Hreyfingin líka að hún getur lagt mat á hvaða tillögur mega koma inn í þingið en hverjar ekki. Hverjar eru tækar en hverjar eru bara til þess fallnar að skapa deilur.“ Hreyfingin gæti því lagt línurnar um hvað ræða mætti í þinginu. „Og auk þess vitum við líka, eins og hefur komið fram hér margoft, að Hreyfingin er eini lýðræðislega kjörni þingflokkurinn á Alþingi.“ Að þessu var hlegið. bjorn@frettabladid.is Dálkahöfundur Fréttablaðsins þykist kunna skýringu á því, hvers vegna ég get ekki mælt með Árna Mathiesen í stjórnunarstöðu hjá FAO vegna ferils hans í aðdraganda hruns. Skýring Björns er einföld: „Í hans ráðherratíð (þ.e. Jóns Baldvins) réði hann nefnilega ekki – eða studdi til starfa – aðra en samflokksmenn“. Ég efast um, að t.d. Ingimundur Sigfús- son, fv. formaður fjáröflunarnefndar Sjálf- stæðisflokksins, sem ég skipaði sendiherra, telji það kompliment að vera stimplaður krati. Alla vega er þessi fullyrðing blaða- mannsins ekki sannleikanum samkvæm. Fæstir þeirra sem ég „studdi til starfa“ hefðu gengist við því að vera kratar, enda ráðnir í þjónustuna af utanríkisráðherrum helmingaskiptaflokkanna. Það var því varla öðrum til að dreifa til „að styðja til starfa“, eins og Björn orðar það. Þannig skipaði ég fyrstu konuna í sendiherraemb- ætti, Sigríði Snævarr, eiginkonu Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins Hins vegar kannast ég ekki við að nán- ustu samstarfsmenn mínir í EES-samning- unum, t.d. Hannes Hafstein, aðalsamninga- maður, eða sendiherrarnir Gunnar Snorri Gunnarsson og Einar Benediktsson hafi verið í Alþýðuflokknum. Heyrði ég rétt, að Einar hafi verið að segja sig úr Sjálfstæðis- flokknum? Ég sá hins vegar enga ástæðu til að setja sósíaldemókrata í „Berufsverbot“ (atvinnubann), þegar starfshæfni þeirra var óvéfengjanleg. Gott dæmi um það var skipun Kjartans Jóhannssonar sendiherra hjá EFTA. Kjartan er doktor í verk- og hag- fræði og reyndist svo vel í starfi, að hann þótti eftirsóttur sem framkvæmdastjóri EFTA. Tímabilið 1988-94 er lengsta sam- dráttarskeið lýðveldissögunnar. Af sparn- aðarástæðum var því lengst af ráðningar- bann í gildi, þ.e. nýtt fólk var aðeins ráðið til starfa í stað þeirra sem hættu. Í góðær- inu fram að hruni fjölgaði starfsmönnum utanríkisþjónustunnar gríðarlega.Vonandi verður þó langt í það, að annar utanríkis- ráðherra slái met Davíðs Oddssonar, sem skipaði ellefu sendiherra – flesta hverja pólitíska trúnaðarmenn sína – á þeim fáum mánuðum, sem hann gisti ráðuneytið, áður en hann stýrði Seðlabankanum í hrun. Vilji lesendur hins vegar forvitnast um það, hvers vegna ég tel, að utanríkis- ráðherra hefði átt að láta ógert að senda Mathiesen til Rómar, geta menn séð rökstuðning minn fyrir því í greininni (Land)hreinsun á heimasíðu minni: jbh. is. Ætli okkur veiti af að efla annars konar útflutning næstu misserin. Enn um landhreinsun Stöðu- veitingar Jón Baldvin Hannibalsson var utanríkis- ráðherra 1988-1995 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir orðrétt að hún ætli að „stuðla að beinum erlendum fjárfestingum“. Þetta er þar réttilega sagt ein forsenda þess að hægt verði að ná góðum og jöfnum hagvexti, sem aftur sé forsenda þess að afnema gjaldeyrishöft og lækka vexti, verja störf og fjölga þeim á ný, ná markmiðum ríkisstjórnarinnar um jafnvægi í ríkisfjármálum og verja velferðarkerfið. Hvað hefur ríkisstjórnin svo gert til að framkvæma þetta lykil- stefnumið sitt, að stuðla að bein- um erlendum fjárfestingum? Hún hefur beinlínis lagt stein í götu útlendra fjárfesta. Magma- málið er skýrasta dæmið, þar sem ríkisstjórnin reynir að ógilda löglega gerða samninga eftir á. Þótt hver nefndin eftir aðra komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að hnekkja kaupum Magma á HS orku vill annar stjórnar- flokkurinn taka fyrirtækið eignarnámi og það kemur honum ekki við hvernig það verður gert, (til dæmis með því að brjóta lög, EES- samning og stjórnarskrá), bara að það verði gert. Þetta er stefna, sem er ekki sérstaklega líkleg til að „stuðla að beinum erlendum fjárfestingum“. Ríkisstjórnin virðir ekki viðlits útlenda fjárfesta, sem henni eru ekki þóknanlegir. Fréttablaðið sagði frá því í fyrradag að samgönguráðuneytið hefði látið hjá líða í heilan mánuð að segja hollenzka fyrirtækinu ECA frá áliti Flugmálastjórnar um að dýrt gæti orðið og flókið að veita fyrirtækinu starfsleyfi hér á landi. Forstjóri fyrirtækisins var hingað kominn í góðri trú um að stjórn- völd myndu veita fyrirtækinu tilskilin leyfi. Þetta eru vinnubrögð sem eru ekki talin til fyrirmyndar þegar á að „stuðla að beinum erlendum fjárfestingum“. Í skattamálum hefur ríkisstjórnin gert breytingar, sem fæla ekki eingöngu nýja erlenda fjárfesta frá landinu, heldur hafa hrakið þá sem fyrir voru burt. Í úttekt Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins, í fyrradag kom fram að tíu erlend fyrirtæki, sem greiddu hundr- uð milljóna í skatta, hurfu úr landi vegna upptöku skatts á vaxta- greiðslur til erlendra aðila. Sum fyrirtækjanna fluttu aðsetur sitt til skattaparadísarinnar Svíþjóðar. Þannig varð ríkissjóður af mikl- um tekjum og það mistókst herfilega að „stuðla að beinni erlendri fjárfestingu“. Í sömu úttekt var haft eftir hollenzkum skattasérfræðingi á vegum Marels, Pim Peters, að ef hann væri að leita að staðsetn- ingu fyrir nýtt fyrirtæki myndi hann einna sízt beina sjónum að Íslandi, meðal annars vegna þess að skattur á arð dótturfélaga væri fráhrindandi. Þá dygði ekki að hafa lágan skatt á tekjur fyrirtækja: „Það eru til mörg lönd sem bjóða betur þótt tekjuskattsprósentan sé hærri.“ Þetta bendir ekki til að ríkisstjórninni hafi í þessu efni tekizt að „stuðla að beinni erlendri fjárfestingu“. Stefna ríkisstjórnarinnar er býsna skýr og skorinorð. En það virðist hafa tekizt alveg afleitlega að framkvæma hana, enda er enn sem komið er mjög lítið um beina erlenda fjárfestingu eftir hrun. Stefna ríkisstjórnarinnar er skýr en framkvæmd- in virðist ekki hafa heppnazt sem bezt. Að stuðla að fjárfestingum Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.