Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.11.2010, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 10.11.2010, Qupperneq 19
MIÐVIKUDAGUR 10. nóvember 2010 Erzgebirge er fjallgarður milli Saxlands og Böhmen í Þýskalandi. Það svæði er heimsþekkt fyrir jólahefðir sínar og jólaskraut en sumir vilja meina að Erzgebirge sé sannkallað jólaland. Þar eru meðal annars framleiddar hefðbundnar útskornar jólastyttur sem heita Räuchermann. Þær eru í raun reykelsi í líki útskorins karls eða kerlingar og hafa fylgt handverks- mönnum í langan tíma, eða allt frá 1830. Reykelsið sem notað er í karlana er keilulaga. Botninn er tekinn neðan af karlinum, reykelsinu komið fyrir á honum og kveikt í. Karlinum er svo tyllt ofan á en þá kemur reykurinn út úr munninum á honum, en iðulega eru karlarnir látnir vera með pípu. Nokkrar gerðir af reykkörlunum eru til. Þeir eru oft í líki handverksmanna héraðsins; skógarhöggsmenn, námu- menn og hermenn. Þeir eru þó til í mun fleiri útgáfum. Sumir geta setið á hillum, en einnig eru til reykkerlingar sem kallast þá Räucherfrauen. Karlar spúa jólareyk RÄUCHERMANN KALLAST TÝPÍSKT ÞÝSKT JÓLASKRAUT SEM HEFUR NÁÐ FÓTFESTU VÍÐA UM HEIM. Tveir reykkarlar, ættaðir frá Erzgebirge í Þýskalandi. Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • Sigga Kling og Heiðar snyrtir slá á létta strengi. Ellý Ármanns kynnir. Allt það nýjasta í tískunni. 10% af allri sölu rennur til mæðrastyrksnefndar. Allar konur fá blóm og léttar veitingar. 20% afsláttur af öllum vörum. Komum og höfum gaman saman Cosmo – Konukvöld í kvöld kl. 19 „Traffíkin hefur verið góð í allt sumar. Ferðamennirnir koma hér mikið við og skoða íslenskt handverk. Íslendingar koma lítið á sumrin, nema ferðafólk utan af landi en nú eru Íslending- arnir farnir að streyma inn, það er allt á fullu hér,“ segir Anne Helen Lindsay, eigandi Litlu jólabúðarinnar á Laugavegi 8. „Hér er mikið skoðað og mikið spáð. Mér finnst fólk skoða meira en áður og velta fyrir sér áður en það kaupir,“ segir Anne Helen en hún hefur rekið Litlu jólabúðina í bráðum tíu ár. Fyrst í bakhúsi á Grundarstíg en síðustu fimm árin á Laugaveginum. „Þegar ég opnaði hana á sínum tíma hélt ég að þetta yrði bara lítil búð í bílskúrnum hjá mér.“ Í Litlu jólabúðinni selur Anne Helen meðal annars íslenskt jólahandverk eftir hátt í þrjátíu handverks- og listamenn. Mun- irnir eru úr íslenskri ull, gleri og tré og fleiru. En er hún þá í jólaskapi allan ársins hring? „Já já, en það er auðvitað öðruvísi á sumrin í viðskipt- um við ferðamennina. Svo kemst ég í alvöru jólaskap þegar ég finn gleðina í Íslendingunum. Þetta er bara eins og að búa í lítilli dótabúð og ég segi stundum að mér finnist ég ekkert hafa unnið síðustu tíu árin, bara verið að leika mér.“ heida@frettabladid.is Eins og að búa í dótabúð allt árið Anne Helene Lindsay er innan um jóladót allan ársins hring en hún rekur Litlu jólabúðina á Laugavegi 8. Þar selur hún meðal annars ís- lenskt jólahandverk eftir hátt í þrjátíu handverks- og listamenn sem hún segir erlenda ferðamenn vera mjög hrifna af. Íslenskt handverk er áberandi í Litlu jólabúðinni. Jólaskrautið er af ýmsum toga og jólasveinarnir íslensku spila sinn þátt. Anne Helene Lindsay stofnaði Litlu jólabúðina fyrir tíu árum í bakhúsi á Grundarstíg. Síðustu fimm árin hefur hún verið á Laugavegi 8. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.