Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 10.11.2010, Blaðsíða 42
 10. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR26 sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Óhætt er að segja að Ísland hafi fengið flestar sínar óskir uppfylltar þegar dregið var í riðla fyrir úrslitakeppni EM í flokki U-21 landsliða í gær. Mótið fer fram í Danmörku í júní á næsta ári. Ísland lenti í A-riðli með heima- mönnum sem og liðum Sviss og Hvíta-Rússlands. B-riðilinn skipa lið Tékklands, Spánar, Englands og Úkraínu. Ísland gat ekki dregist í sama riðil og Spánn en Tékkar náðu besta árangri allra liða í undankeppninni og Englendingar komust í úrslita- leikinn síðast þegar þetta mót var haldið. Á hinum margfræga pappír verður B-riðill því að teljast sterk- ari en íslenski riðillinn. „Við erum mjög sáttir,“ segir aðstoðarþjálfarinn Tómas Ingi Tómasson við Fréttablaðið en hann var viðstaddur dráttinn í Álaborg í gær. Áður en dregið var í riðlana var ljóst að Danmörk yrði í A-riðli en Tékkland í B-riðli. Ísland og Tékk- land voru saman í riðli í undan- keppni mótsins og unnu Tékkar báðar viðureignirnar gegn Íslandi. „Við vildum frekar fá Dani en Tékkana. Þar að auki fáum við að spila okkar leiki í Álaborg og Árós- um sem er sérstaklega ánægju- legt fyrir mig þar sem ég er hálf- ur Árósingur,“ segir hann í léttum dúr en Tómas Ingi spilaði um ára- bil með AGF, knattspyrnuliði bæj- arins. „Það verður skemmtilegt að fá leiki á mínum gamla heima- velli.“ Hann segir að það hafi einnig verið á óskalistanum að vera í riðli með Hvíta-Rússlandi. „Ég held að það lið sé í svipuðum styrkleika- flokki og við. Öll hin liðin eru mjög sterk og því skipti það litlu máli hvort við fengjum Sviss eða eitt- hvert annað lið,“ bætir hann við. Mótið er einnig undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Lundúnum árið 2012 en þrjú efstu liðin á mót- inu, auk Bretlands, öðlast þátttöku- rétt á Ólympíuleikunum. „Það þýðir að það er okkur í hag að fá England í undanúrslitin. Það var því gott að England lenti í hinum riðlinum,“ segir Tómas Ingi en komist lið Englands í und- anúrslit fá hin þrjú liðin sem þang- að komast sjálfkrafa farseðilinn til Lundúna. Að öðrum kosti þarf að spila sérstakan aukaleik um ólympíusætið. Hann segir að nú geti undirbún- ingsvinna þjálfaranna hafist af fullum krafti. „Nú fer allt af stað hjá okkur þegar við vitum hverj- um við munum mæta. Við höfum hingað til unnið okkar heimavinnu mjög vel og það verður engin breyting á því,“ segir Tómas Ingi. „Við höfum aldrei verið hræddir við að segja að við ætlum okkur að vinna alla leiki og það mun ekki breytast næsta sumar.“ Ísland hefur á að skipa afar sterkum leikmannahópi en átta leikmenn úr þessum aldurshópi voru valdir í A-landsliðið sem mætir Ísrael í vináttulandsleik í næstu viku. „Það eru kynslóða- skipti í landsliðinu og þessir strák- ar eru tilbúnir til þess að spila með A-landsliðinu. Oft vilja kynslóða- skipti reynast erfið en þannig er það ekki hjá okkur. Þessir strákar eru einfaldlega framtíð íslenskrar knattspyrnu,“ segir Tómas Ingi. eirikur@frettabladid.is VILJUM VINNA ALLA LEIKI Dregið var í riðla í úrslitakeppni EM U-21 liða í gær og er Ísland í A-riðli með Danmörku, Sviss og Hvíta-Rússlandi. Tómas Ingi Tómasson aðstoðarþjálfari er ánægður með hlutskiptið en leikir Íslands fara fram í Álaborg og Árósum. FAGNA ÞEIR NÆSTA SUMAR? Íslenska 21 árs landsliðið fagnar hér sigurmarki Almars Ormarssonar í fyrri umspilsleiknum á móti Skotum á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI EM U-21 liða í Danmörku A-riðill: B-riðill: Danmörk Tékkland Sviss Úkraína Hvíta-Rússland Spánn Ísland England Leikir Íslands: 11. júní: Hvíta-Rússland - Ísland Árósar 14. júní: Sviss - Ísland Álaborg 18. júní: Ísland - Danmörk Álaborg Undanúrslit: 22. júní: B1 - A2 Viborg 22. júní: A1 - B2 Herning Úrslitaleikur: 25. júní Árósar Tómas Ingi Tómasson, aðstoðarþjálfari íslenska U-21 landsliðsins, var við- staddur í Álaborg í gær þegar dregið var í riðla í úrslitakeppni EM í Dan- mörku. Hann segir að stærð atburðarins hafi verið yfirþyrmandi. „Þetta er svo stórt að það er ómögulegt að gera sér grein fyrir öllum umsvifunum fyrr en maður upplifir það sjálfur,“ segir hann. „Þegar dregið var í umspilið og við fengum Skotana sat ég heima fyrir framan tölvuskjá með fiðrildi í maganum. Nú er ég með pelikana og ekki pláss fyrir fleiri fugla í maganum,“ bætti hann við og hló. „Þetta er ótrúleg upplifun.“ Hann segir viðbrögðin hjá þeim sem hann ræddi við ytra góð. „Við skoruðum flest mörk allra í undankeppn- inni og menn eru greinilega mjög hrifnir af okkar liði. Við þykjum djarfir og hugaðir enda vöðum við yfirleitt í sókn með 4-6 leikmenn. Það hefur gengið vel og engin ástæða að breyta því.“ Fiðrildin orðin að pelikönum Vetrarúlpa með hettu og loðkraga. Litir: Bleik, svört. Barnastærðir. 16-LIÐA ÚRSLIT HANDBOLTI KVENNA LEIKIR Í DAG: ÍBV – HAUKAR kl. 18:00 Vestmannaeyjum VALUR 2 – ÍR kl. 19:10 Vodafonehöllinni GRÓTTA – HK kl. 19:30 Seltjarnarnesi ÖRUGG SENDING – EIMSKIP snjótennur Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.aflvelar.is - sala - varahlutir - þjónusta STEFÁN LOGI MAGNÚSSON , markvörður norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström, var í gær valinn í íslenska A-landsliðshóp- inn í fyrsta sinn í tuttugu mánuði. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari tók Stefán inn í Ísraelshópinn þar sem Árni Gautur Arason er meiddur. Steinþór Freyr Þorsteinsson kom einnig inn í hópinn vegna meiðsla Rúriks Gíslasonar. FÓTBOLTI Stoke endaði fjögurra leikja taphrinu sína í ensku úrvals- deildinni með 3-2 sigri á Birming- ham í gær en Tottenham náði hins vegar aðeins 1-1 jafntefli á heima- velli á móti Sunderland. Robert Huth kom Stoke í 1- 0 rétt fyrir hálfleik og Ricardo Fuller jók muninn á 72. mínútu. Það tók Birmingham þó aðeins fjórar mínútur að jafna leikinn. Varamaðurinn Keith Fahey skor- aði fyrst eftir sendingu frá Nikola Zigic og Cameron Jerome jafnaði síðan eftir fyrirgjöf frá Sebastian Larsson. Stoke-menn tryggðu sér hins vegar öll þrjú stigin á 84. mínútu þegar Dean Whitehead skoraði en þetta var fyrsta mark Whitehead í þrjú ár og í 85 leikjum. Eiður Smári Guðjohnsen kom ekki við sögu hjá Stoke og er þetta þriðji leikurinn í röð þar sem hann fær ekkert að spreyta sig. Tottenham hefur ekki náð að vinna í síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni eftir 1-1 jafntefli á móti Sunderland á White Hart Lane. Raphael van der Vaart kom Tottenham í 1-0 á 64. mínútu eftir skallasendingu frá Peter Crouch en Asamoah Gyan tryggði Sund- erland stig með sínu þriðja marki í síðustu tveimur leikjum. - óój Tveir leikir í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi: Stoke vann án Eiðs LANGÞRÁÐUR SIGUR Robert Huth fagn- ar sigri Stoke í gær. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.