Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.11.2010, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 18.11.2010, Qupperneq 2
2 18. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR Guðmundur, var þetta ekki bara bjútífúl? „Jú, en við fengum ekki böns af monní eins og Megas fékk.“ Guðmundur Kristinn Jónsson og félagar hans í Hjálmum fengu á dögunum viðurkenningu fyrir að syngja lög sín á íslensku. Þrátt fyrir að hafa ekki fengið böns af monní féll þeim í skaut forláta verðlaunagripur sem var eins og tekinn úr Súpermanmynd. DÓMSMÁL Sextugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að draga sér ríflega sex milljónir króna úr sjóðum Frímúrarastúkunnar Draupnis á Húsavík, meðan hann gengdi þar stöðu féhirðis. Féð not- aði maðurinn í eigin neyslu. Fjárdrátturinn átti sér stað á árunum 2001 til 2009. Sjóðir stúk- unnar sem hann dró sér fé úr voru á þremur bankareikningum. Þá er manninum gefin að sök umboðssvik. Á fjögurra ára tíma- bili hafi hann tíu sinnum breytt yfirdráttarheimild sömu frímúr- arastúku úr 400 þúsund krónum, sem hún var samkvæmt ákvörðun stjórnar og í þrjár milljónir króna. Yfirdrátturinn var kominn í síðar- nefndu upphæðina í lok tímabils- ins. Breytingarnar voru gerðar til að auka handbæra fjármuni stúk- unnar sem maðurinn dró sér síðan að hluta að því er segir í ákæru. Loks er maðurinn ákærður fyrir að leggja falsaða ársreikninga fyrir stjórn og endurskoðendur stúkunnar, sem sýndu mun betri eigna- og skuldastöðu hennar. Þetta gerði hann til að leyna brotunum sem hann er ákærður fyrir. Stúkan krefst þess að fá pening- ana til baka. - jss Sextugum karlmanni gefinn að sök fjárdráttur, umboðssvik og skjalafals: Stolið úr sjóðum frímúrarastúku LÖGREGLUMÁL Tæplega tvítugur piltur hefur lagt fram kæru á hendur nær fimmtugum manni, sem situr nú í gæsluvarðhaldi vegna meintra kynferðisbrota gegn börnum, eins og Frétta- blaðið greindi frá í gær. Rann- sókn lögreglu beinist að því hvort meintir brotaþolar séu fleiri en þessi eini piltur, en sterkur grun- ur leikur á að svo sé og að þeir séu af báðum kynjum. Kynferðisbrotin eru sögð hafa átt sér stað fyrir nokkrum árum og hafa staðið yfir um árabil. - jss Lögregla leitar fleiri brotaþola: Piltur kærir kynferðisbrot HÉRAÐSDÓMUR Maðurinn var ákærður fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra. DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hefur sýknað Reykjavíkur- borg af skaðabótaskyldu vegna slyss sem varð þegar piltur lenti í leirhver á Hengilssvæðinu og brenndist á báðum fótleggjum. Pilturinn var starfsmaður í vinnuhópi Hins hússins sem rek- inn var á vegum Íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur. Óhappið átti sér stað í ferðalagi á loka- starfsdegi hópsins. Leiðbeinend- ur báru fyrir dómi að þeir hefðu brýnt fyrir hópnum að gæta sín. Dómurinn taldi slysið fyrst og fremst mega rekja til óaðgæslu piltsins sjálfs. - jss Reykjavíkurborg sýknuð: Steig í hver en fær ekki bætur DÓMSMÁL Tæplega fertugur karl- maður er nú fyrir héraðsdómi, ákærður fyrir að hafa reynt að smygla til landsins rúmlega einum lítra af amfetamínvökva. Úr því magni hefði mátt framleiða rúm- lega átta kíló af amfetamíni, sem ætluð voru til söludreifingar í ágóðaskyni hér. Maðurinn er pólskur ríkisborg- ari. Hann flutti efnin með flugi frá Póllandi hingað til lands. Tollverðir fundu þau í flösku í farangri hans við komu hans til Keflavíkurflug- vallar í lok ágúst á þessu ári. - jss Fyrir dómi vegna smygls: Tekinn með lítra af amfet- amínvökva BANDARÍKIN, AP Tveir vísinda- menn í Bandaríkjunum, Dirk Schulze-Makuch og Paul Davies, hafa stungið upp á því að fyrstu geimfararnir sem sendir verði til Mars verði bara sendir aðra leiðina. Marsferðir verði þá svipaðar ferðum fyrstu Evrópubúanna sem settust að í Vesturheimi. Þeir reiknuðu ekki með að snúa aftur heldur byggðu sér ból í nýjum heimi. „Við viljum fólkið okkar aftur til baka,“ sagði talsmaður banda- rísku geimferðamiðstöðvarinnar NASA, sem tók ekki sérlega vel í hugmyndina. - gb Spá í mannaferðir til Mars: Vilja ferðir aðra leiðina í byrjun HÉRAÐSDÓMUR Maðurinn var úrskurð- aður í hálfs mánaðar gæsluvarðhald. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VÍSINDI Nákvæmar mælingar á jarðskorpuhreyfingum á og við Eyjafjallajökul hafa gert vísinda- mönnum kleift að rekja upphaf eldgossins í jöklinum mörg ár aftur í tímann. „Út frá mæliniðurstöðunum má gera líkan af kvikuhreyf- ingum neðanjarðar,“ segja þau Freysteinn Sigmundsson og Sig- rún Heimisdóttir, tveir úr hópi íslenskra jarðvísindamanna sem hafa birt grein í tímaritinu Nat- ure. Í raun voru eldgosin tvö, hið fyrra sprungugos á Fimmvörðu- hálsi en hið síðara sprengigos í toppgíg Eyjafjallajökuls, og svo virðist sem hið fyrra hafi hleypt hinu síðara af stað. Niðurstöður þeirra varpa nýju ljósi á hegðun eldstöðva á jörðinni sem ekki gjósa oft, eins og raunin er um Eyjafjallajökul. „Landbreytingar í tengslum við umbrotin voru óvenjulegar að því leyti að þær virðast ekki hafa orðið vegna þrýstingsbreytinga í einu kvikuhólfi undir eldstöðinni, heldur voru landbreytingar flókn- ar bæði í tíma og rúmi,“ segja þau Sigrún og Freysteinn. - gb Rannsóknir íslenskra vísindamanna á gosunum í Eyjafjallajökli birtar í Nature: Eitt gos hleypti öðru af stað ÞVERSKURÐUR FJALLSINS Á þessari mynd úr Nature sést kvikuinnskot sem myndaðist undir austurhluta jökulsins. MYND/NATURE Ráðherra auki þorskvóta Bæjarráð Stykkishóms skorar á Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra að auka þorskkvóta ársins um 40 þúsund tonn. „Samkvæmt mati Hafrannsóknastofn- unar mun breyting á 25 prósent í stað 20 prósent aflareglu sem er í dag ekki setja þorskstofninn í hættu heldur mun það eingöngu hægja á uppbyggingu stofnsins,“ segir bæjarráðið. STYKKISHÓLMUR VÍSINDI Erfða- og mannfræðirann- sóknir styðja tilgátu um að frum- byggjar Ameríku hafi fylgt nor- rænum mönnum til Íslands fimm hundruð árum áður en Kristófer Kólumbus kom fyrst til Nýja heimsins. Þessi tilgáta er sett fram í meistaraverkefni Sigríðar Sunnu Ebenesersdóttur í mannfræði við Háskóla Íslands sem var unnið fyrir tilstilli Íslenskrar erfða- greiningar (ÍE). Niðurstöðurn- ar hafa vakið mikla athygli og stórblöðin The Guardian og The Telegraph hafa gert rannsókn- inni ítarleg skil eftir að grein um rannsóknina birtist í American Journal of Physical Anthropology [virtasta tímarit heims um líf- fræðilega mannfræði]. Tímaritið National Geographic hefur sýnt rannsókninni sérstaka athygli. Agnar Helgason, mannfræð- ingur hjá ÍE og Háskóla Íslands, var leiðbeinandi Sigríðar en hann birti niðurstöðu rannsókna árið 2000 þar sem sýnt var fram á að megnið af landsnámskonum Íslands hefðu komið frá Bret- landseyjum en karlmennirnir flestir frá Skandinavíu. Við þá rannsókn féllu til upplýsingar um nokkrar hvatberaarfgerðir sem ekki voru rekjanlegar til Evrópu. Rannsókn Sigríðar Sunnu rennir stoðum undir að arfgerðin sé frá Ameríku, en þó ekki frá Inúítum á Grænlandi sem bera ólíka arf- gerð. Agnar útskýrir að hægt sé að rekja hvatberaerfðaefni í óbrotn- um mæðrakeðjum langt aftur í tímann. Þannig sé hægt að sjá samsetningu landnámshóps- ins í beinan kvenlegg. „Út frá ættfræðigrunni ÍE var hægt að rekja þessa arfgerð til 350 núlif- andi einstaklinga. Þeir rekja ættir sínar til fjögurra formæðra sem bjuggu í sveitum Suðurlands, þær fæddust allar um 1700 en rekja svo ættir sínar til konu sem var uppi löngu fyrir alda- mótin 1500.“ Þessi vitneskja rennir stoðum undir þá tilgátu að formóðirin hafi fylgt norrænum mönnum heim til Íslands frá Ameríku í kringum árið 1000, eins og greint er frá í íslenskum miðaldabókmenntum. Engar heimildir eru til um ferðir frá Íslandi til Ameríku, eða Vín- lands eins og Leifur heppni kall- aði það, í þau fimm hundruð ár sem liðu þangað til Kólumbus tók þar land og markaði upphaf land- náms Evrópubúa vestanhafs. Agnar undirstrikar að um til- gátu sé að ræða en hún verði aðeins sönnuð, eða afsönnuð, með frekari rannsóknum. „Þá verðum við að finna nákvæm- lega sömu arfgerð annars staðar í heiminum. Það breytir því ekki að þessi tilgáta er sú líklegasta út frá fyrir liggjandi göngum. svavar@frettabladid.is SPURNING DAGSINS Indíánar undir jökli fyrir þúsund árum? Í nýrri rannsókn er sett fram sú tilgáta að norrænir menn hafi haft frumbyggja á brott með sér frá Ameríku fyrir þúsund árum og fært þá til Íslands. Sam- kvæmt tilgátunni rennur indíánablóð í æðum fjölmargra Íslendinga. MEÐ INDÍÁNABLÓÐ Í ÆÐUM? Leikur strákanna bendir til þess að þeir eigi ættir sínar að rekja til sveita Suðurlands. Formóðir fjölmargra Íslendinga er talin hafa verið amerískur frumbyggi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Út frá ættfræðigrunni ÍE var hægt að rekja þessa arfgerð til 350 núlif- andi einstaklinga. AGNAR HELGASON MANNFRÆÐINGUR HJÁ ÍE STJÓRNSÝSLA Arnþór Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins, segist ekki ætla að taka þátt í kosningum til stjórnlagaþings þar sem blindir og sjónskertir geti ekki neytt atkvæðisréttar síns með sama hætti og aðrir borgarar. „Í rúma þrjá áratugi hafa sérstakar ráð- stafanir verið gerðar til þess að blint og sjónskert fólk geti kosið til Alþingis og sveitarstjórna í einrúmi og án aðstoðar. Hið sama gildir um forsetakosningar,“ segir í yfirlýsingu frá Arnþóri. - gar Kýs ekki til stjórnlagaþings: Blindir kjósa ekki í einrúmi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.