Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.11.2010, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 18.11.2010, Qupperneq 18
18 18. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Friðlýst svæði á Íslandi Reykjanesfólkvangur Friðlýst: 1975. Verndun: Jarðfræði á heimsvísu/eldstöðvar og hraun. Mannlífsminjar. Víðerni nálægt þéttbýli. Veikleikar: Viðkvæm hverasvæði. Ógnir: Jarðhitanýting, efnistaka, úrgangur frá fyrirtækjum, sauðfé, utanvegaakstur, vélhjól, lúpina. Tækifæri: Gerð verndaráætlunar, heilsárs- landvarsla, fræðsla, upplýsingagjöf, merkingar, stikun gönguleiða. Dynjandi Friðlýst: 1986. Verndun: Stærsti og tilkomumesti foss á Vestfjörðum. Veikleikar: Engir innviðir, átroðningur. Ógnir: Lítið eftirlit, öryggismál. Tækifæri: Gerð verndaráætlunar, fræðsla, landvarsla. Sultarbrandsgil Friðlýst: 1975. Verndun: Steingervingar í setlögum. Veikleikar: Engir innviðir fyrir ferðamennsku, allur skaði óafturkræfur. Ógnir: Slæm umgengni, steinataka, villandi gönguleiðir. Tækifæri: Gerð verndaráætlunar, efla landvörslu, umsjónarsamningur við ábúendur og sveitarfélag, leiðrétta upplýsingar í ferðabókum. Grábrókargígar Friðlýst: 1975 (1962). Verndun: Sérstakar jarðmyndanir. Veikleikar: Viðkvæmar jarðmyndanir og gróður. Ógnir: Ágangur ferðamanna, rusl, hópsamkomur, vantar salerni. Tækifæri: Gerð verndaráætlunar, skipulag, skilti, tengilið á Bifröst, upplýsingagjöf, Bifröst taki við umsjón svæðisins. Hraunfossar Friðlýst: 1987. Verndun: Sérstök náttúra. Veikleikar: Viðkvæmur gróður og hraun. Ógnir: Fjölgun ferðafólks, sauðfé. Tækifæri: Gerð verndar- áætlunar, upplýsingar/merk- ingar, gönguleiðir. Kringilsárrani Friðlýst: 2003. Verndun: Búsvæði gæsa og hreindýra. Minjar um jökulframrásir og jökulhop. Sérstakur gróður. Veikleikar: Vistkerfi breyst við gerð Hálsalóns. Ógnir: Sandfok og uppblástur. Tækifæri: Gerð verndaráætlunar. Teigarhorn Friðlýst: 1975. Verndun: Þekktasti fundarstaður geisla- steina í heiminum. Veikleikar: Jarðmyndanir viðkvæmar fyrir raski. Ógnir: Fjöldi ferðamanna, steinataka. Tækifæri: Gerð verndaráætlunar, varsla/ eftirlit, fræðsla/upplýsingagjöf Helgustaðanáma Friðlýst: 1975. Verndun: Frægasta silfurbergsnáma heims. Veikleikar: Svæðið hefur enga innviði til að taka á móti ferðamönnum. Ógnir: Ásókn ferðamanna, steinar teknir í auknum mæli, ekkert eftirlit. Tækifæri: Gerð verndaráætlunar, meta verndargildi, eftirlit, fræðsluefni, merkingar. ■ Rauði listinn Þau svæði sem Umhverfisstofn- un telur að séu undir miklu álagi sem bregðast þurfi við strax. ■ Appelsínuguli listinn Tilgangur appelsínugula listans er að benda á þau svæðið sem umhverfisstofnun telur að séu undir töluverðu álagi og að fylgjast þurfi sérstaklega með og í sumum tilfellum að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir áframhaldandi röskun þeirra. Gullfoss Friðlýst: 1979. Veikleikar: Viðkvæmt fyrir ágangi ferðamanna (390.000 árið 2008/2009). Ógnir: Öryggismál, rusl, gamlir stígar, mannvirki þreytt, gróðurþekja rofin, Sigríðarstofu mjög ábótavant. Tækifæri: Gerð verndaráætlunar og heildarstefnu á svæðinu, gerð útsýnispalls við klettabrún, stórbætt viðhald. Friðland að Fjallabaki Friðlýst: 1979. Verndun: Landslag, gróður og dýralíf. Veikleikar: Svæðið sótt allt árið, viðkvæmur gróður Ógnir: Ágangur ferðamanna, þolmörk ferða- mennsku náð 2003, utanvegaakstur, lúpína. Tækifæri: Gerð verndaráætlunar, betra viðhald vega og afmörkun gönguleiða, landverðir allt árið, fræðsla/merkingar. Að beiðni umhverfisráðuneytis eru framan- greind svæði flokkuð í þrjá mismunandi forgangsflokka. Í flokki 1 er að finna svæði sem að mati Umhverfisstofnunar er brýnast að stöðva rýrnun verndargildis viðkomandi svæða. Umhverfisstofnun bendir á að neðangreind flokkun er byggð á skýrslum landvarða og upplýsingum sem stofnunin hefur undir höndum t.a.m. frá sveitar- félögum og náttúruverndarnefndum ásamt öðrum heimildum. Ekki hefur farið fram vísindaleg úttekt á ástandi svæðanna sem byggja má flokkunina á. 1. Flokkur ■ Gullfoss og Geysir ■ Teigarhorn ■ Friðland að Fjallabaki 2. Flokkur ■ Reykjanesfólkvangur ■ Grábrókargígar ■ Hveravellir 3. Flokkur ■ Surtarbrandsgil ■ Helgustaðanáma ■ Dyrhólaey Margar af helstu náttúru- perlum Íslands eiga á hættu að tapa gildi sínu, verði ekki brugðist við sívaxandi um- ferð ferðamanna. Níu svæði eru undir svo miklu álagi að bregðast þarf við tafarlaust. Umhverfisstofnun (UST) hefur kortlagt ástand friðlýstra svæða að beiðni Umhverfisráðuneytis- ins. Sú mynd sem þar er dregin upp er grafalvarleg. Aðkallandi er að bregðast strax við ef fjölmarg- ar náttúruperlur eiga ekki að bera óafturkræfan skaða af sívaxandi álagi, en friðlýst svæði eru eðli sínu samkvæmt vinsælir áfanga- staðir ferðamanna. Svandís Svavarsdóttir umhverfis- ráðherra segir málið aðkallandi og tók það upp á ríkisstjórnarfundi nýlega. „Sú alvarlega staðreynd blasir við að ágangurinn á nokkur af okkar verðmætustu svæðum er orðinn slíkur að þau eru að glata verndargildi sínu, og verða ekki sá segull í framtíðinni sem ferðaþjón- ustan þarf á að halda.“ Umhverfisstofnun segir nauð- synlegt að grípa til tafarlausra aðgerða á níu friðlýstum svæðum. Meðal þeirra eru Gullfoss og Geysir og friðland að Fjallabaki sem nær meðal annars yfir Land- mannalaugar og hina vinsælu gönguleið Laugaveginn. Átta önnur svæði eru á válista UST þar sem nauðsynlegt er talið að bregðast við á ýmsan hátt. Svandís segir að skapa verði grundvöll, til dæmis tekjustofn, til að sinna friðlýstum svæðum betur en hefur verið gert til þessa dags. „Ef þessi svæði sem hér eru sér- staklega nefnd glata verndargildi sínu frekar en nú er orðið getum við staðið frammi fyrir því að við verðum að takmarka aðgang að þeim. Það er niðurstaða sem eng- inn vill sjá, hvorki ferðaþjónustan né við sjálf.“ Svandís segir að vandinn sé slíkur að nauðsynlegt hafi verið að draga hann fram með sérstakri úttekt UST. „Ég óskaði eftir því að það yrði listað upp með skýr- um hætti hvaða svæðum sé helst ógnað. Það er forsenda þess að ferðaþjónustan nái að byggja sig upp og verða sú öfluga atvinnu- grein sem við viljum treysta á að vinni okkur út úr hruninu.“ Gjaldtaka inn á friðlýst svæði hefur verið í umræðunni um nokk- urt skeið. Svandís segir þá helst hafa komið til greina að taka upp komugjöld; gjald sem lagt er á ferðamenn sem koma inn í landið. Það hefði þann kost að hægt væri að beina fjármagninu beint til þeirra svæða sem eru undir mestu álagi. Það myndi jafnframt nýtast til að byggja upp á öðrum friðlýst- um svæðum og í þjóðgörðunum, að mati Svandísar. „Verndun frið- lýstra svæða felst ekki síst í fyrir- byggjandi aðgerðum.“ Það vekur athygli í úttekt UST að engin verndaráætlun er til fyrir þau sautján svæði sem eru í mestri hættu. Hins vegar voru öll svæðin sem talin eru í mestri hættu friðlýst á árunum 1975 til 1979 með þeirri undantekningu að Geysir hefur ekki verið friðlýstur. Þar gilda hins vegar sérstakar umgengnisreglur settar af Geysis nefnd. Friðlýst svæði á Íslandi eru 102 talsins, en umfang þeirra, eðli og ástand er eins misjafnt og svæð- in eru mörg. UST hefur nú umsjón með 62 svæðum ef ekki eru með taldir fólkvangar eða önnur verndar svæði sem eru í umsjón sveitarfélaga eða lögaðila. Náttúruperlur að tapa gildi sínu vegna álags Hveravellir Verndun: Hverasvæði. Friðlýst: 1975 (1960). Veikleikar: Lítið svæði, sauðfé, viðkvæmt vistkerfi. Ógnir: átroðningur mikill, utanvegaakstur hestamanna (trúss) við Kjalveg, stjórnlaus umferð, lúpína. Tækifæri: Gerð verndaráætl- unar, uppbygging göngustíga og palla, stýring umferðar, bætt aðkoma, merkingar, vegvísar, upplýsinga- og viðvörunarskilti. Viðvera landavarða, fræðsla. Mývatn Friðlýst: 1974 Verndun: Fjölbreytt dýralíf, sérstakar jarðmyndanir og ólík mikilvæg vistkerfi á heimsvísu. Veikleikar: Viðkvæm vistkerfi skordýra, fugla, fiska og gróðurs. Ógnir: Virkjanaáform, röskun á vatns- gæðum, kúluskítur (grænþörungur) á undanhaldi, Tækifæri: Gerð verndaráætlunar í vinnslu, tryggja að virkjanaáform hafi ekki áhrif á lífríki. Eldborg í Bláfjöllum Friðlýst: 1974. Verndun: Sérstakar jarðmyndanir. Veikleikar: Viðkvæm náttúra. Ógnir: Rusl, brotajárn, umferð. Tækifæri: Gerð verndaráætlunar, upplýsingar/merkingar. Dyrhólaey Friðlýst: 1978. Verndun: Fuglavernd, landslags- vernd. Veikleikar: Viðkvæmt náttúra, vantar innviði vegna ferðamanna, Ógnir: Umferð ferðamanna, deili- skipulag ekki framkvæmt, Ósætti um stjórnun, fuglalíf á undanhaldi. Tækifæri: Gerð verndaráætlunar, landvarsla yfir, úrbætur í öryggismál- um og uppl. gjöf. Geysir Friðlýst: Ekki friðlýst Verndun: Svæðið talið sérstakt á heimsvísu. Veikleikar: Mjög viðkvæmt vistsvæði, svæðið mjög lítið og erfitt að dreifa gestum. Ógnir: Fjölsótt, landeigendur í deilu við ríkið, jarð- vegsrof, slæm aðkoma, slæm umgengni, stígar og skilti í slæmu ástandi, öryggismál. Tækifæri: Gerð verndaráætlunar, fá landvörð fyrir svæðið, skipulag og framtíðarsýn, friðlýsing. 1 1 1 1 2 2 2 3 3 3 Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Forgangsröðun svæða Ef þessi svæði sem hér eru sérstaklega nefnd glata verndargildi sínu frekar en nú er orðið getum við staðið frammi fyrir því að við verðum að takmarka aðgang að þeim. SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR UMHVERFISRÁÐHERRA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.