Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.11.2010, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 18.11.2010, Qupperneq 22
22 18. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR22 hagur heimilanna „Ég keypti einu sinni ósköp flotta rauða eða appelsínugula treyju úr gerviefni sem leit vel út á slá í versluninni Adam, sem var tískuvöru- verslun unga fólksins í kringum 1978. Þá var ég á bilinu 22 til 23 ára og hún kostaði mig nærri hálfa sumarhýruna. Þegar ég kom heim reyndist treyjan of lítil, hún var þröng um axlirnar. Ég var í henni í nokkur skipti. Þegar ég svo þvoði hana litaði hún út frá sér og eyðilagði fyrir mér skyrtu og trefil,“ segir Magnús Skarphéðinsson, formaður Sálarrannsóknafélagsins, forseti Músavinafélagsins og þjóðsagnasafnari. Hann notaði treyjuna ekki upp frá því og viðurkennir að síðan þá hafi hann ætíð verið í vörn í fatakaupum. „Þetta voru örugglega einhver ömurlegustu kaup sem ég hef á ævinni gert.“ Bestu kaupin segir Magnús lítið kver sem hann keypti í bókaversluninni Eymundsson sextán ára gamall. „Þetta var smárit upp á kannski þrjátíu blaðsíður eftir Þorstein Guð- jónsson um líf á öðrum hnöttum. Það var hugljómun fyrir mig. Alheimurinn varð svo miklu stærri og flóknari en margir héldu. Ritið leiddi mig áfram í geimverufræðin, spírítismann og mótaði stóran hluta lífs míns á endanum,“ segir Magnús. NEYTANDINN: Magnús Skarphéðinsson þjóðsagnasafnari með meiru Smárit opnaði dyr að heiminumSigmar Guðmundsson, sjónvarpsmaður og ritstjóri Kastljóss. Sjónvarpsmaðurinn góðkunni Sigmar Guðmundsson segist ekki beint vera þekktur fyrir ofuráherslu á húsverk eða heimilisstörf, og vart þess umkominn að gefa öðrum ráð í þessum efnum. „Ég er svo innilega ekki maðurinn til að svara þessu, en eina húsráðið sem ég kann og mér finnnst virka, er að ef mikið ryk eða skítur er heima hjá þér er best að slökkva ljósin og kveikja á kertum.“ GÓÐ HÚSRÁÐ KERTALJÓS ER SVARIÐ Jólatrjáauppskera íslensku stafa- furunnar þykir óvenjufalleg í ár. Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri þjóðskóga hjá Skógrækt ríkisins, bendir á að óski fólk eftir tré þessi jól sem sé barrheldið og þurfi lítið sem ekkert að hugsa um ætti stafa- furan að henta vel. Rauðgrenið, fjallaþinur og norðmannsþinur séu einnig barrheldin tré, en hafa beri í huga að norðmannsþinurinn sé í flestum tilfellum fluttur inn frá Danmörku. Þröstur segir það verða æ algeng- ara að fólk geri sér þann dægramun að fara sjálft og höggva sér jólatré á vegum skógræktarfélaga víðs vegar um landið. „Hlutdeild íslenskra jólatrjáa hefur aukist undanfarin ár,“ segir hann. „Það eru skógræktarfélögin sem hafa þar verið að koma sterk inn, sérstaklega með því að bjóða fólki að koma og höggva sjálft.“ Þau stofujólatré sem Skógrækt ríkisins selur koma flest úr Hauka- dal, Þjórsárdal og Vöglum við Þela- mörk. Þröstur segir uppskeruna í ár almennt vera góða og eftirspurn á markaðnum verði sinnt nú eins og undanfarin ár. Þröstur býst við því að verð á trjám verði svipað í ár og í fyrra, þó gæti hugsast að verðbólgan hafi óveruleg áhrif á verðlagningu trjánna. - sv Hlutdeild íslenskra jólatrjáa á markaðnum hefur verið að aukast: Stafafuran óvenjufalleg í ár STAFAFURA Trén eru ein þau barrheldnustu sem í boði eru á markaðnum fyrir jólin. MYND/ÚR SAFNI FLATKÖKUR 2000-2010 Fjórar hálfsneiðar í pakka KJÖTBORÐ Verð á kjöti lækkar um tæplega tuttugu prósent í Hagkaupum, en kjöt- borð eru ekki nema í hluta verslana fyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA NEYTENDUR Verð á vörukörfu ASÍ hefur lækkað umtalsvert í Nóa- túni og Hagkaupum frá því að verð var kannað síðasta sumar. Verðið breytist lítið í lágvöruverðsversl- unum, samkvæmt nýrri verðmæl- ingu verðlagseftirlits ASÍ. Verð á vörum í körfu ASÍ lækk- aði um 8,2 prósent í verslunum Hagkaupa og 5,1 prósent í verslun- um Nóatúns frá því í júní. Nánast allir vöruflokkar höfðu lækkað umtalsvert í þessum verslunum, samkvæmt samantekt ASÍ. Á sama tíma hefur verðið hækk- að um 3,5 prósent í Samkaupum- Úrvali, um 3,1 prósent í Nettó, um 1,4 prósent í Kosti og um 1,1 pró- sent í Samkaup-Strax. Verðið stendur því sem næst í stað í lágvöruverðsverslunum Bónus og Krónunni, sem og í klukkubúðunum 10-11 og 11-11. Í vörukörfu ASÍ eru allar almennar mat- og drykkjarvörur, auk hreinlætis- og snyrtivara. - bj Vöruverð lækkar í Nóatúni og Hagkaupum: Umtalsverðar lækkanir Olíufélögin hækka elds- neytisverð á meðan heims- markaðsverð á olíu lækkar. Lítrinn kostar nú um 200 krónur hvar sem er á land- inu. Neytendasamtökin og FÍB gagnrýna hækkanir og vilja sjá rökin fyrir þeim. Álagning olíufélaganna á elds- neyti hér á landi hefur hækkað nokkuð þegar útsöluverð er skoð- að í samanburði við heimsmark- aðsverð á hráolíu. Þetta kemur fram í Markaðspunktum Arion banka sem komu út í gær. Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) og Neytendasamtökin hafa mót- mælt hækkuninni harðlega. Útsöluverðið á bensíni hækk- aði nokkuð hjá öllum olíufélögum í vikunni og er nú á bilinu 199,8 krónur upp í 201,4 krónur þegar litið er til landsins í heild. Ódýr- ast er það hjá Orkunni, en hæst hjá Shell, en bæði félögin heyra undir sama móðurfyrirtæki, Skeljung hf. Í Markaðspunktum er sýnt fram á að heimsmarkaðsverð á hráolíu, umbreyttu í íslenskar krónur, hafi lækkað um 6 prósent frá áramótum á meðan útsölu- verð olíufélaganna, án opinberra gjalda, hefur hækkað um 3 pró- sent. Þetta er í samræmi við frétt Fréttablaðsins nýverið þar sem vísað var í tölur FÍB til að sýna fram á hækkun álagningar, en þessi nýjasta hækkun hefur mætt hörðum viðbrögðum hjá FÍB, sem og Neytendasamtökunum. Í grein á heimasíðu samtak- anna, www.ns.is, er þess krafist að olíufélögin lækki nú þegar verð á bensíni og olíu. „Ef olíufélögin telja sér ekki fært að verða við því ætlast Neytendasamtökin til að þau rökstyðji hækkanir sínar og hverjar séu ástæður þeirra,“ segir þar í niðurlagi . - þj Gagnrýna hækkun elds- neytisverðs og vilja rök DÝR DROPINN Hækkanir á útsöluverði eldsneytis virðist vera vegna aukinnar álagningar olíufélaganna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Má bjóða ykkur meiri Vísi? ÍÞRÓTTIR Á ÞÍNUM HEIMAVELLI Meiri Vísir. m.visir.is Fáðu Vísi í símann og iPad! Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. Þróun eldsneytis- og hráolíuverðs 120 115 110 105 100 95 90 85 80 nóv. 2010 okt. 2010 sept. 2010 ágú. 2010 júl. 2010 jún. 2010 m aí 2010 apr. 2010 m ar. 2010 feb. 2010 jan. 2010 des. 2009 Eldsneytisverð innanlands Heimsmarkaðsverð á hráolíu Eldsneytisverð (án skattaáhrifa) og hráolíuverð úti í heimi (í krónum) - vísitala 100 stig. desember 2009 ÁR KRÓNUR 2000 65 2005 76 2010 128Heimild: Hagstofa Íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.