Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.11.2010, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 18.11.2010, Qupperneq 34
34 18. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR Lífeyriskjör opinberra starfs-manna hafa sætt mikilli gagn- rýni að undanförnu. Talsmenn almenns markaðar hafa þar verið áberandi, en ekki síður þingmenn. Gagnrýnt hefur verið að lífeyrir opinberra starfsmanna njóti ríkis- ábyrgðar sem þurfi að fjármagna með skattgreiðslum alls vinnu- markaðar. En hver eru þá þessi ofurkjör? Lífeyriskerfi opinberra starfs- manna ganga í megindráttum út á það að lífeyrir sé tryggður sem til- tekið hlutfall af lokalaunum. Verði tvísýnt um að innistæða verði í sjóðum til að greiða út lífeyri, skuli auka inngreiðslur frá vinnuveit- anda. Lífeyriskjör opinberra starfs- manna hafa löngum haft þá tilhneig- ingu að halda niðri launum þeirra, enda lífeyrisloforð talin þeim til tekna. Heildarkostnaður launa- greiðandans sé með öðrum orðum svo ærinn vegna lífeyrishlutans, að þess verði að sjást merki í launaum- slaginu. Ekki skal hér fullyrt að sá 20-30% launamunur sem aðskilur almennan og opinberan vinnumark- að með viðvarandi hætti, eigi allur að skrifast á reikning lífeyrissparn- aðar, en ef svo væri má sjá hvaða verði opinber launþegi greiðir líf- eyriskjör sín á starfsævinni. Lífeyriskerfi á Íslandi byggir á þremur stoðum; lífeyrissparnaði, almennum sparnaði og almanna- tryggingum. Ríkið ábyrgist sína starfsmenn sem vinnuveitandi og vissulega njóta sjóðfélagar í B-deild LSR ríkisábyrgðar á sínum lífeyris- greiðslum. Almannatryggingakerfið trygg- ir fyrst og fremst þá sem hafa lítil réttindi í lífeyrissjóðum. Áhuga- vert er að skoða samspil stoðanna – almannatrygginga (sem eru fjár- magnaðar með skattgreiðslum) og lífeyrissjóða (sem eru fjármagnaðir með lífeyrissparnaði). Þegar samspil stoðanna er greint kemur í ljós eftirfarandi mynd: Almannatryggingar gera ráð fyrir því að allir yfir 67 ára aldri fái í sinn hlut tiltekna lágmarksgreiðslu sem er fyrir einstaklinga 180.000 krónur og fólk í sambúð 153.500. Lífeyrissparnaður dregst frá framlagi almannatrygginga, með tilteknu skerðingarhlutfalli. Kostnaður ríkisins við að tryggja öldruðum framfærslu er því í beinu sambandi við lífeyriskjörin í land- inu. Ef fleiri hefðu lítinn lífeyri, yrði kostnaður ríkissjóðs meiri, þannig að í raun virka lífeyris- greiðslur sem niðurgreiðsla inn í almannatryggingakerfið. Yrði fólk yfir 67 ára aldri að lifa á tryggingabótum einum en fengi ekki lífeyri eða aðrar tekjur, væri kostnaður ríkissjóðs af því 65 millj- arðar króna á ári. Þessi kostnaður var árið 2009 25 milljarðar, þannig að hlutur lífeyris til niðurgreiðslu almannatrygginga er allt að 40 milljarðar. Hið sama á við um kostnað vegna dvalar á elli- og hjúkrunarheimil- um, lífeyrisgreiðslur ganga þar upp í kostnað sem annars er greiddur af almannatryggingum. Ef tekið er tillit til allra jaðar- áhrifa skatta og það skoðað hver nettóávinningur lífeyrisgreiðslna er (umfram 180 þúsund krónurn- ar sem einstaklingur fengi ef hann ætti engan lífeyrisrétt) kemur eftir- farandi í ljós: Sá sem fær í sinn hlut 260 þúsund krónur úr lífeyrissjóði (sem samsvarar lokalaunum u.þ.b. 400 þúsund eftir meðallanga starfs- ævi) hefur nettó 20 þúsund umfram 180 þúsundin sem hann annars fengi frá almannatryggingum. 260 þús- und krónur í lífeyri er vel ofan með- allags. Nettó ávinningur af lífeyr- isgreiðslum frá 0 krónum upp í 500 þúsund er frá því að vera enginn og upp í að vera 150 þúsund krónur. Það eru heldur rýr kjör að fá til sín 20 þúsund krónur á mánuði eftir áratuga lífeyrissparnað og því mætti spyrja hvort lífeyrissparnað- ur gefi launamönnum nokkuð í aðra hönd. Á það ber hins vegar að líta að ef enginn væri lífeyririnn, væri heldur engin 180 þúsund króna lág- markstrygging af almannafé – það væri einfaldlega ekki fótur fyrir slíku. Forysta launafólks sér ennfrem- ur hag í því að launamenn haldi sjálfir utan um sína sjóði og rétt- indi í þeim, því eins og ljóst er orðið í tilfelli fæðingarorlofssjóðs, eiga slíkir sjóðir mjög undir högg að sækja innan ríkisreikningsins og hætt við því að áunnin réttindi séu skert þegar ríkissjóður stend- ur illa. Þegar nettóávinningur af sæmi- legum lífeyri er settur í samband við framlagið til almannatrygginga, hlýtur að vera morgunljóst að rökin fyrir því að laun ríkisstarfsmanna þurfi að vera lægri en á almennum markaði vegna betri lífeyriskjara halda ekki vatni. Eða hvers vegna ætti að refsa launafólki í opinbera geiranum fyrir það að rífleg fram- lög í lífeyrissjóði auðveldi hinu opinbera að tryggja 180 þúsund króna lágmarksframfærslu þeirra sem lakari hafa lífeyriskjörin? Sagan af lífeyrinum dýra Lífeyrismál Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM Páll Halldórsson varaformaður BHM Stefán Aðalsteinsson framkvæmdastjóri BHM Lífeyriskjör opinberra starfsmanna hafa löngum haft þá tilhneigingu að halda niðri launum þeirra Fátt ef nokkuð opinberar betur eðli þjóðkirkjustofnunarinn- ar en afstaða hennar til Fríkirkj- unnar. Samkvæmt 62. gr. stjórn- arskrárinnar ætti Fríkirkjan í Reykjavík að njóta stuðnings og verndar ríkisvaldsins. Þjóðkirkj- an hefur komið í veg fyrir það. Fríkirkjan hefur verið evang- elískt lúterskt trúfélag allt frá stofnun, skömmu eftir að við feng- um trúfrelsi árið 1874. Fríkirkjan hefur frá upphafi verið íslensk grasrótarsamtök. Á meðan ríkis- kirkjan var í grunninn arfleifð dansks stjórnsýslukerfis og emb- ættismanna-apparats sem lengst af þjónaði dönskum hagsmunum, þá var Fríkirkjan virkur þátttak- andi í sjálfstæðisbaráttunni. Á fyrrihluta síðustu aldar tilheyrði um helmingur Reykvíkinga Frí- kirkjunni. Þjóðkirkjustofnunin leit á það sem ógnun og greip til sinna ráða. Á milli biskupsstofu og ráðuneytis var búin til lítil en gíf- urlega áhrifamikil reglugerð sem með nokkuð sjálfvirkum hætti tók fólk af skrá Fríkirkjunnar og setti í Þjóðkirkjuna. Fæstir tóku eftir þessu en þúsundir íslend- inga færðust þannig yfir, án vit- undar eða samþykkis. Trúfélags- gjöld viðkomandi streymdu nú í tug milljóna vís óhindrað í ríkis- kirkjuna. Tölur um trúfélagsað- ild landsmanna eru enn mótaðar af þessu. Undanfarin 13 ár hefur fjölg- að mjög í Fríkirkjunni við Tjörn- ina og meðlimir hennar teljast nú nokkuð á tíunda þúsundið. Ef hér á landi væri raunveruleg öflug lútersk kirkja þá myndi hún fagna slíkum vexti og styðja við starf- semina. En Fríkirkjunni er refsað fyrir að hafa tekið það skref sem þjóðkirkjustofnunin hefur hvorki haft trú né djörfung til að taka. Er hvatinn vantrú? Biskupsstofu og kirkjuþingi er full- kunnugt um þá hróplegu mismun- un sem Fríkirkjan býr við. En þar kjósa menn að heyra ekki, sjá ekki og tala ekki. Það er áleitin hugsun að í raun sé það vantrú sem er drif- kraftur þjóðkirkjustofnunarinnar. Að þar á bæ hafi menn alls ekki trú á því að frjáls kristin kirkja geti þrifist hér á landi. Að eftir mörg hundruð ára stofnunarkristindóm sé jarðvegurinn orðin svo ófrjór að ekkert geti vaxið upp. Á það verð- um við samt að láta reyna. Nýja Ísland – Ný umgjörð Nýja Ísland kallar á nýja trúverð- uga og lýðræðislega umgjörð lífs- skoðana og trúmála. Þörfin hefur sjaldan verið brýnni en einmitt nú, þegar kreppir að og vonir okkar og væntingar hafa meira vægi en nokkurn tíma áður. Ef valdhafar vilja trausta og örugga umgjörð um okkar kristna sið og menningu þá eru til marg- falt betri leiðir en sú sem nú er farin. Ómyndug ríkisrekin trú- málastofnun sem leitar sér sam- svörunar ýmist í kaþólskri kirkju- stofnun miðalda eða skaðlegri bókstafshyggju samtímans er þjóð okkar ekki samboðin. Við höfum ekki efni á því að kristnar innistæður meðal þjóð- arinnar gjaldfalli enn frekar og rýrni með auknum hraða. Heiðarleiki, jafnræði, lýðræði og trúverðugleiki eru þau gildi sem þjóðin vill hafa að leiðarljósi. Allt eru þetta í raun kristin lútersk gildi. 62. gr. stjórnarskrárinnar Í umræðum um endurnýjun stjórn- arskrárinnar er eðlilega nokkuð fjallað um 62. greinina þar sem getið er um sérstöðu hinnar evang- elísku lútersku kirkju. Sumir vilja fella þá grein niður í þeim tilgangi að skapa lýðræðislega jafnræðisum- gjörð lífsskoðana og trúmála hér á landi. Það sem hæst kallar á niðurfell- ingu 62. gr. stjórnarskrárinnar er einmitt sú framganga þjóðkirkju- stofnunarinnar sem hér hefur verið lýst! En í raun ætti það ekki að vera nauðsynlegt að fella grein- ina niður. Miklu nær væri að end- urskoða ef ekki fella alveg úr gildi siðlausan samning ríkis og þjóð- kirkjustofnunarinnar sem gerð- ur var fyrir rúmum áratug. Það er fyrst og fremst sá samningur sem kemur í veg fyrir fullt trúfélaga- frelsi hér á landi. Með endurskoð- un þess samnings mætti losa hina almennu kirkju úr viðjum. Í raun felst engin mótsögn í því að kenna sig við þá Krist og Lúter annars vegar og hins vegar að beita sér fyrir því að koma á fullu trúfélaga- og lífsskoðanafrelsi. Með mótmælum sínum og sið- breytingu tengdi Martin Lúter ein- mitt trúna aftur við samfélagslegt réttlæti, frelsi, lýðræði og jafnrétti rétt eins og Jesús Kristur. Báðir voru þeir andvígir trúarstofnunum. Við varðveitum best okkar kristnu sögu og trúararf með lýðræðisleg- um jafnræðisleiðum og það er leið Krists og Lúters. Hin nýja lagalega umgjörð verður einnig að höfða til húmanista og trú- leysingja því þeir eiga einnig sínar vonir og væntingar um betra líf og þeir e.t.v. frekar en margir aðrir hafa fundið þungann af mistökum trúarstofnunarinnar í aldanna rás. Að vinna að slíkri umgjörð um trú og lífsskoðanafélög er heillandi við- fangsefni. Það er í anda nýsköpunar og sprotastarfsemi og einmitt þar er Guð að finna. Sú víða og djarfa sýn er sú eina sem hæfir nútíma lýðræð- issamfélagi. Leysum kirkju úr viðjum Þjóðkirkjan Séra Hjörtur Magni Jóhannsson forstöðumaður Fríkirkjunnar í Reykjavík Á fyrrihluta síðustu aldar tilheyrði um helmingur Reykvíkinga Fríkirkjunni. Þjóðkirkjustofnunin leit á það sem ógnun og greip til sinna ráða. Verð: 28.500 kr. Stærðir: S-L Verð: 33.000 kr. Stærðir: S-2XL L AUGAV EGUR LAUGAV EGUR dúnúlpa dúnkápa Hlý og lipur dúnúlpa úr vatnsfráhrindandi næloni með 90/10 dúnfyllingu. Hægt að snúa við og nota á röngunni. * Mismunandi litaúrval í verslunum. Létt og klæðileg dúnkápa úr vatnsfráhrindandi næloni. Kápan er með 90/10 dúnfyllingu og er mjög lipur og þægileg. * Mismunandi litaúrval í verslunum. 90% dúnn 90% dúnn * *
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.