Fréttablaðið - 18.11.2010, Síða 56

Fréttablaðið - 18.11.2010, Síða 56
 18. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR40 Páll Hjaltason arkitekt, aðalhönnuð- ur og listrænn stjórnandi íslenska skálans á Expó í Kína, fjallar um ferli, áskoranir og árangur Expó- skálans í fyrirlestraröð Hönnunar- miðstöðvar, Listasafns Reykjavík- ur og Listaháskóla Íslands í kvöld klukkan 20 í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Útlit íslenska skálans á heimssýn- ingunni 2010 í Sjanghaí var teningur úr striga með áprentuðum grafískum jökulís sem var baklýstur að kvöld- lagi. Inni í skálanum sýndu átta myndvörpur 15 mínútna stuttmynd um Ísland í hárri upplausn. Varpað var á alla veggi og loft skálans og þannig skapað umlykjandi rými myndar og hljóðs. Leitast var við að skapa andrúmsloft í skálanum sem líkast því og fyrirfinnst á Íslandi. Landkynningarátak á sýningunni gekk út á að kynna mikilvægi náttúru legra orkuauðlinda á Íslandi annars vegar og menningar, bæjar- og borgarsamfélaga hins vegar. „Hrein orka – Heilbrigt líferni“ var yfirskrift íslenska skálans og fléttað- ist það saman við aðalþema sýningar- innar – Betri borg, betra líf. Um hönnun íslenska skálans ARKITEKT Páll Hjaltason fjallar um hönnun íslenska skálans á Expó í Kína í Hafnarhúsi í kvöld. Borgarbókasafn tekur á móti minningarhylki um John Lennon í tilefni af sjötíu ára fæðingarafmæli listamanns- ins. Um helgina verður í aðal- safni Borgarbókasafns dag- skrá tileinkuð John Lennon og friðarboðskap hans. Dagskráin er liður í Imagine Reykjavik hátíðar- höldunum og er hún haldin í tilefni af móttöku tón- og mynddeildar Borgarbóka- safns á einu af þremur minningarhylkjum um John Lennon sem BoxofVision LLC, Rock and Roll Hall of Fame and Museum og Yoko Ono létu gera á sjötíu ára fæðingarafmæli Lennons. Í hylkjunum er meðal annars að finna allar plöt- ur Lennons, nýleg skrif um hann, nýfundin plötulistaverk eftir hann og árnaðaróskir og myndefni frá aðdáendum. Auk þess eru þar tæki og tól svo örugglega verði hægt að spila ofangreint efni að 30 árum liðnum en hylkin hafa nú verið innsigluð og verða ekki opnuð fyrr en 9. október 2040 á hundrað ára fæðingar- afmæli Lennons. Á dagskránni koma meðal annars fram Illugi Jökuls- son og hljómsveitin Robert the Roomate. Dagskráin hefst klukk- an 15 á laugardag og verð- ur haldin sem fyrr segir í aðalsafni Borgarbókasafns í Tryggvagötu 15. Dagskráin er opin öllum og kostar ekk- ert inn. Laugardagur með Lennon JOHN LENNON Lög Lennons eru varðveitt í minningarhylkjum sem Borgarbókasafnið mun varðveita. Eldvötn – samtök um nátt- úruvernd í Skaftárhreppi eru grasrótarsamtök áhuga- fólks á landsvísu. Þau vilja stuðla að verndun hinnar stórbrotnu og síkviku nátt- úru á því víðlenda svæði sem tilheyrir sveitarfélaginu Skaftárhreppi. Stofnfund- ur var haldinn hinn 28. júní 2010 af áhugafólki búsettu í Skaftárhreppi. Nýlega var svo haldinn framhaldsstofn- fundur samtakanna á Hótel Klaustri. Að sögn Ólafíu Jakobs- dóttur, talsmanns samtak- anna, eru markmið þeirra að vera málsvari umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiða, fyrst og fremst. Þeim mark- miðum hyggjast þau ná með því að efla vitund almenn- ings, einkum íbúa Skaftár- hrepps um gildi náttúrunnar, umhverfismál og náttúru- vernd og að veita stjórnvöld- um og framkvæmdaaðilum gagnrýnið aðhald. Stofnfélagar eru þeir sem undirrita stefnuyfirlýs- ingu Eldvatna fyrir árslok 2010. Félagið er opið öllum lögráða einstaklingum er leggja vilja umhverfis- og náttúruvernd lið, í samræmi við markmið samtakanna og lög þeirra. Undanfarna áratugi hefur á margan hátt verið staðið vel að umhverfis- og nátt- úruverndarmálum í Skaftár- hreppi en síðustu misser- in hafa verið uppi háværar raddir um að nýta landið á ágengan hátt á kostnað nátt- úrunnar. Á það ekki síst við um hugmyndir sem lúta að virkjunum á jökulvötnum svæðisins. Samtökin leggjast eindregið gegn slíkum hug- myndum, að sögn Ólafíu. Skaftárhreppur er um sjö prósent af Íslandi, þar er stórbrotin náttúra í sífelldri mótun; lítt raskað verðmætt víðerni. Undirstaða atvinnu- lífs í sveitarfélaginu er land- búnaður og ferðaþjónusta og vaxandi áhersla er á rann- sóknir og fræðslutengda starfsemi. „Samtökin Eld- vötn vilja að við alla ákvarð- anatöku á svæðinu verði sjálfbær þróun höfð að leiðar- ljósi og þannig horft til nátt- úru, efnahags og félagslegra þátta,“ segir Ólafía. Hægt er að fá nánari upplýsingar og skrá sig í samtökin með því að senda póst á netfangið eldvotn@gmail.com. Vilja vernda stór- brotna náttúru SÍKVIK NÁTTÚRA Bláfjallakvísl á Álftaversafrétti. Svokölluð Nýsköpunarmessa Háskóla Íslands fer fram á morgun á Háskólatorgi en messan er hugsuð til kynning- ar á þeim ýmsu leiðum sem hægt er að fara að nýsköpun og athafnasemi. Nýsköpunarmessan er unnin í samvinnu við Rann- sóknarþjónustu Háskóla Íslands og Innovit og er hluti af alþjóðlegri athafnaviku sem Innovit stendur fyrir hér á landi. Meðal þeirra aðila sem kynna starfsemi sína og hugmyndir á morgun eru ung sprotafyrirtæki sem og eldri og gamalgrónari fyrirtæki. Má þar nefna Meniga, Einka- leyfastofu og Global Call. Hljómsveitin For a Minor Reflection spilar nýsköpunar- rokk og þá verða Hagnýtingar- verðlaun Háskóla Íslands veitt síðdegis. Kynningarnar hefjast klukkan 11 og þeim lýkur klukkan 17. - jma Leiðir kynntar til nýsköpunar NÝSKÖPUNARMESSA Messan sem fram fer á Háskólatorgi á morgun er hluti af alþjóðlegri athafnaviku. AFMÆLI Chloë Sevigny leikkona er 36 ára. Owen Wil- son leikari er 42 ára. Þórir Guð- mundsson, kynning- ar- og markaðs- stjóri Rauða krossins, er 50 ára. Svanhild- ur Konráðs- dóttir, sviðs- stjóri menn- ingar- og ferðasviðs Reykjavíkur- borgar, er 45 ára. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Jónsson píanóleikari Vatnsnesvegi 29, Keflavík, sem lést fimmtudaginn 11. nóvember, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag fimmtudaginn 18. nóvember klukkan 13.00. Ingibjörg Þorbergs Auður Eir Guðmundsdóttir Helgi Gestsson Guðmundur K. Guðmundsson Vigdís Sigtryggsdóttir Helga K. Guðmundsdóttir Stefán Sigurðsson Þórdís Guðmundsdóttir Sigurður V. Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Ragnar Björnsson matsveinn sem andaðist á Hrafnistu, Hafnarfirði, þriðjudaginn 9. nóvember, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðar- kirkju föstudaginn 19. nóvember klukkan 13.00. Jóna Ásgeirsdóttir Gunnar Ingi Ragnarsson Valdís Bjarnadóttir Ragnheiður Ragnarsdóttir Egill Þórðarson Anna Birna Ragnarsdóttir Snorri Sigurjónsson Ásgrímur Ragnarsson Unni Larsen Einar Ragnarsson Hafdís Erla Baldvinsdóttir Ingibjörg Ragnarsdóttir Lúther Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. Elsku móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Unnur Ragna Benediktsdóttir áður til heimilis að Sigtúni 45, Reykjavík, sem lést 5. nóvember, verður jarðsungin frá Áskirkju á morgun föstudaginn 19. nóvember kl. 13.00. Guðríður Þorbjörg Valgeirsdóttir Gunnar Birgir Gunnarsson Ragnheiður Hulda Karlsdóttir Unnur Ragna Benediktsdóttir Benný Hulda Benediktsdóttir Valgerður Gunnarsdóttir Ragna Gunnarsdóttir Birgir Gunnarsson Guðmundur Valgeir Gunnarsson og langömmubörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, fósturfaðir, afi og bróðir, Páll Sigurgeir Jónsson Højemarksvej 31, Óðinsvéum Danmörku, lést mánudaginn 15. nóvember. Bálför verður í Óðinsvéum föstudaginn 19. nóvember. Bettina Jónsson Jón Kristinn Pálsson Páll Máni Pálsson Camilla Jónsson Ronny Trøjborg Jóhanna Ríkey Kristjánsdóttir Dýri Jónsson Helga Þorgeirsdóttir systkini og afasynir Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlý- hug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Jóns Óskars Gunnarssonar Borgarholtsbraut 47, Kópavogi. Sigríður Stefánsdóttir Svanhvít Jónsdóttir Ólafur Garðar Þórðarson Stefanía Lóa Jónsdóttir Óttar Birgir Ellingsen Guðrún Erla Jónsdóttir Ingólfur R. Björnsson Hafdís Jónsdóttir Guðmundur Stefánsson Sigríður Ósk Jónsdóttir Júlíus Skúlason afabörn og langafabörn Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.