Fréttablaðið - 10.02.2011, Blaðsíða 1
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Sími: 512 5000
Fimmtudagur
skoðun 18
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Allt
Bakarí
veðrið í dag
10. febrúar 2011
34. tölublað 11. árgangur
– Lifið heil
www.lyfja.is
afsláttur af allri snyrtivöru
og ilmi 9. og 10. febrúar
í öllum verslunum Lyfju.20%
Snyrtidagar
KB / Morgunblaði
ð
Eilífur Erpur
Þorgeir Gunnarsson hefur
látið húðflúra andlit Erps
Eyvindarsonar á sig.
fólk 42
Vill líkan af Raufarhöfn
Arnór Einar Einarsson
hlaut fyrstu verðlaun í
hugmyndasamkeppni.
tímamót 24
10. febrúar 2011 FIMMTUDAGUR
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
H önnuðurinn Sruli Recht vakti talsverða athygli á tísku-sýningunni í París fyrir skömmu. Þar sýndi Sruli nýja herralínu, When Gravity Fails, sem erlendir fjölmiðlar keppast nú við að ausa lofi.Í vefmiðlinum JC Report segir til að mynda að herralína Sruli bæði „gangi fram af og veki aðdáun, […] það sé eitthvað fallega frumstætt við þennan víkingalega klæðnað sem Sruli hefur galdrað fram“. Greinarhöfundur nefnir í því samhengi frumlegt efnisval sem liggi til grundvallar hönnunni og vísar í jakkann Icarus – Post Crash þar sem íslenskir veiðimenn leggja til efnivið-inn, það er svartfuglshami.Dálkahöfundur We Are the Market bætir um betur með því að segja: „Það er vægt til orða tekið að halda því fram að When Gravity Fails og
Seldi
Lagerfeld
jakka
Sruli Recht sýndi nýja herralínu á tískuvikunni í París sem sló í gegn.
3
Fyrirsæta kynnir svala hönnun frá Malene Birger á tísku-
vikunni í Kaupmannahöfn sem lauk nú á sunnudag. Tísku-
vikan er viðburður sem fjöldi hönnuða, meðal annars frá
Íslandi, fjölmiðla og sýningargesta sækja ár hvert, en þar
gefur að líta allt það nýjasta í tísku.
teg. 11478
- mjúkur og
flottur í DE
skálum á kr.
4.600,- buxur í stíl á kr. 1.990,-
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14.Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.www.misty.is
Vertu vinur
TVEIR FLOTTIR !
teg. 8115 - létt fylltur og mjög
fallegur í BC
skálum á kr.
4.600,- buxur í
stíl kr. 1.990,-
BAKARÍ
FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2011
Bæjarbakarí í Hafnarfirði býður upp á
fjölbreytt úrval af skreyttum kökum
fyrir afmæli, fermingar og brúðkaup.
Bæjarbakarí myndir ofan á tertur og full-
yrðir Logi að hjá honum sé landsins besta
úrval af afmæliskökum, bæði fyrir börn og
fullorðna.
ofan á kökurnar og fólk nýtir sér það. Við
sendum mikið af myndum út á land og
sendum hvert á land sem er. Við höfum
mei ð j
Allt fyrir viðskiptavininn
Bæjarbakarí í Hafnarfirði býður yfir fimmtíu tegundir af leikföngum á afmæliskökur fyrir krakka.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
● VINSÆLAR KRAKKAKÖKUR
Krakkakökurnar njóta mikilla vinsælda hjá
Bæjarbakaríi en hægt er að velja á milli
meira en fimmtíu tegunda af leikföngum
á kökurnar. Efst á vinsældalistanum í d g
hjá krökkunum eru Hello Kitty og Ben 10.
● STÆRST Í HAFNARFIRÐI Bæjar-
bakarí hefur starfað í 21 ár. Það var stofnað
í mars árið 1990 af Júlíusi Matthíassyni
bakarameistara og konu hans Maríönnu
Haraldsdóttur. Það hefur löngu fest sig í
sessi en það var, og er enn, stærsta starf-
andi bakarí í Hafnarfirði. Þar er allt brauð-
meti unnið í höndunum og áhersla lögð á
framúrskarandi þjónustu.
● NÁTTÚRULEG VARA Eitt af mark-
| KYNNING
VAXANDI VINDUR sunnan- og
vestanlands með slyddu eða rign-
ingu en fremur hægur vindur og
bjart á Norðausturlandi. Hlýnandi
veður.
VEÐUR 4
3
2
0
2
-1
Í FRÍMÍNÚTUM Skólamálin í Reykjavík hafa verið í brennidepli síðustu daga en lífið gekk sinn vana-
gang hjá krökkunum í Réttarholtsskóla í gær. Sjá síðu 8. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
VIÐSKIPTI Sala á bílum hefur
aukist um helming milli ára, ef
janúarmánuður í ár er borinn
saman við janúar í fyrra. Á upp-
lýsingatorgi Umferðarstofu sést
að 197 nýjar fólksbifreiðar voru
nýskráðar í janúar 2011 en aðeins
88 bílar í sama mánuði á síðasta
ári.
„Þetta er hugsanlega merki
um að við séum að komast upp úr
öldudal,“ segir Özur Lárusson,
framkvæmdastjóri Bílgreina-
sambands Íslands, sem telur sölu-
aukninguna meðal annars endur-
spegla vel gríðarlega þörf fyrir
að endurnýja bílaflotann á land-
inu. - rve / Allt í miðju blaðsins
Aukin bílasala í landinu:
Á leiðinni upp
úr öldudal
UMHVERFISMÁL Svandís Svavarsdóttir umhverfis-
ráðherra styður þá hugmynd að ákvæði um rétt
almennings til heilnæms umhverfis verði bætt
við stjórnarskrána við fyrirhugaða endurskoðun
hennar.
„Það er umhugsunarefni að atvinnuréttindum
og eignarréttinum er haldið mjög vel til haga
í stjórnar skránni en ekki rétti almennings til
upplýsinga. Þetta er góð ábending hjá Félagi
umhverfis fræðinga sem full ástæða er til að gefa
gaum,“ segir Svandís. Félag umhverfisfræðinga á
Íslandi sendi frá sér ályktun í gær vegna díoxín-
mengunarinnar frá sorpbrennslum. Þar er hvatt
til þess að við endurskoðun stjórnarskrárinnar
verði haft hugfast að festa rétt fólks til heilnæms
umhverfis og rétt til upplýsinga í stjórnarskrá.
Fyrir þinginu liggur frumvarp til laga um
umhverfisábyrgð þar sem sett er svokölluð
mengunarbóta regla. Frumvarpið felur í sér að
þeim sem valdi tjóni á umhverfinu beri að bæta
það án tillits til þess hvort rekja megi tjónið til
ásetnings eða gáleysis. „Staðan hérlendis gjör-
breyttist ef þingið klárar það mál.“
- shá / sjá síðu 6
Svandís Svavarsdóttir vill tryggja rétt almennings til heilnæms umhverfis:
Vill ákvæði í stjórnarskrána
Sló í gegn í París
Hönnuðurinn Sruli Recht seldi
Karl Lagerfeld jakka og fleira til
á tískuvikunni í París.
allt 1
Á leið til Þýskalands?
Þýska úrvalsdeildarliðið
Wolfsburg vill fá
Eyjólf Sverrisson sem
aðstoðarþjálfara liðsins.
sport 38
SVEITARSTJÓRNIR Bíll sem Kópavogs-
bær leggur Guðrúnu Pálsdóttur
bæjar stjóra til er notaður af nítján
ára dóttur hennar. Sjálf notar Guð-
rún stundum aðra bíla bæjarins.
Guðrún kveðst hafa rætt við
endur skoðendur og lögfræðinga um
notkunina af bílnum, sem sé hluti af
launakjörum hennar.
„Þeir segja að svo framarlega sem
það sé ekki tekið fram í ráðningar-
samningi að afnotin af bifreiðinni
séu bundin við eitt ákveðið nafn
geti nánasta fjölskylda keyrt hana,“
útskýrir Guðrún.
Hafsteinn Karlsson, forseti bæjar-
stjórnar, kveðst hafa heyrt að stund-
um noti Guðrún bíla úr þjónustuveri
bæjarins.
„Mér skilst að hún hafi eitthvað
gert það þegar hún hefur ekki verið
á bílnum. Mér finnst eðlilegt að hún
noti bílinn sem hún hefur til umráða.
Við sköffum bíl og þá er auðvitað
ætlast til að sá bíll sé notaður í þágu
bæjarins,“ segir Hafsteinn, sem þó
undirstrikar að engir skilmálar í
ráðningar samningi bæjar stjórans
komi í veg fyrir að hún noti bílinn
í einkaerindum.
Guðrún segir að sé hún ekki á
umræddum bíl, Toyota Corolla
árgerð 2006, sé hún iðulega á jeppa í
sinni eigu í vinnunni. Í nokkur skipti
hafi hún notað bíla úr þjónustuver-
inu. Þá hafi aðrir starfsmenn oftast
farið með henni í bíl og hún þá ein
kvittað fyrir notkuninni.
„Ég get fullyrt að ég hef ekki
lagt í vana minn að misnota eigur
Kópavogsbæjar. Ég mun gæta þess
að ég mun aldrei aftur kvitta fyrir
einum eða neinum bíl úr þjónustu-
verinu þegar ég fer á fundi með
öðrum starfsmönnum,“ segir Guð-
rún.
Rekstur bíls bæjarstjórans er
greiddur úr bæjarsjóði – þar með
talið bensín sem hún hefur sérstakt
bensínkort fyrir. Dóttir hennar
sækir framhaldsskóla í Reykjavík
og er stundum á Toyotunni. Hún
getur einnig notað bensínkortið.
„Ef dóttir mín hefur þurft að setja
bensín á bílinn þá er það undan-
tekningartilfelli,“ segir bæjar-
stjórinn. - gar
Dóttir bæjarstjórans
á bíl Kópavogsbæjar
Dóttir bæjarstjóra Kópavogs er á bíl frá bænum. Bæjarstjórinn notar stundum
aðra bíla bæjarins í staðinn. Forseti bæjarstjórnar segir það ekki vera eðlilegt.
DÓMSMÁL Fjórir hæstaréttar-
dómarar lýstu sig vanhæfa til að
sitja í Landsdómi í máli Geirs H.
Haarde, fyrrverandi forsætisráð-
herra. Landsdómur kemur í fyrsta
skipti saman í dag.
Upphaflega lýsti Árni Kolbeins-
son sig vanhæf-
an vegna þess að
hann var ráðu-
neytisstjóri í
fjármálaráðu-
neytinu í ráð-
herratíð Geirs.
Þá var gengið
á starfsaldurs-
röðina í Hæsta-
rétti til að finna
mann til að leysa
Árna af. Jón Steinar Gunnlaugsson
kvaðst vanhæfur vegna vinskapar
með Davíð Oddsson, fyrrverandi
forsætisráðherra. Ólafur Börkur
Þorvaldsson lýsti sig vanhæfan
vegna þess að hann er náfrændi
Davíðs. Páll Hreinsson var van-
hæfur þar sem málið á hendur
Geir byggir á niðurstöðum rann-
sóknarnefndar Alþingis sem hann
stýrði. Viðar Már Matthíasson,
hæstaréttadómarinn með stystan
starfsaldur, tók því sæti Árna. - sh
Landsdómur kemur saman:
Fjórir dómarar
lýstu vanhæfi
GEIR H. HAARDE