Fréttablaðið - 10.02.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.02.2011, Blaðsíða 22
 10. febrúar 2011 FIMMTUDAGUR NÝTT Á FRIDAY’S BESTI BORGARINN Vinningsuppskrift Hamborgarameistarans 2010 UNAÐSLEGI HAMBORGARINN SPARIKLÆDDI HAMBORGARINN HAMBORGARA MEISTARINN 2010 Hamborgarameistarinn 2010 og nú gefst þér tækifæri á að njóta besta hamborgara Á vefinn bækur.is er ætlunin að setja allar íslenskar bækur í staf- rænni gerð. Stafræna byltingin hefur verið mál málanna í bókasafnasam- félaginu undanfarin ár. Nýjar aðferðir við söfnun, skráningu og miðlun upplýsinga hafa opn- ast. Það er t.d. gert með áskrift- um að tímarita- og gagnasöfnum og notendur viðkomandi safns eða starfsmenn skóla og stofn- ana sem greiða fyrir aðganginn geta nálgast efnið í vinnunni eða með fjaraðgangi heima hjá sér. Einnig þekkist að kaupa efni til eignar, sérstaklega eldri árganga tímarita og nú stendur yfir mikil breyting á rafbókum, sem söfn- in ýmist kaupa til eignar eða gerast áskrifendur að. Stærsta slíka verkefnið hér á landi er rekið af Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni í samvinnu við bókasöfn og stofnanir í land- inu. Á vefsíðunni hvar.is geta allir landsmenn nálgast fleiri þúsund erlend tímarit og fjölda gagna- grunna sem bókasöfn lands- ins greiða fyrir með tilstyrk frá menntamálaráðuneytinu. Sérstakt verkefni þjóðbóka- safna hefur síðan verið að safna stafræna efninu til langtímavarð- veislu hvert í sínu landi, en einnig að stafvæða eða vinna stafrænar endurgerðir af eldra útgefnu efni s.s. pappírsefni, hljóðritum, kvik- myndum, handritum, myndum og annars efnis sem þjóðbókasöfnin taka til sín skv. lögum um skyldu- skil í því augnamiði að tryggja varanlega varðveislu menningar- arfsins. Nokkur umfjöllun hefur verið undanfarið um sérstakt átak við stafræna endurgerð allra íslenskra bóka. Í Silfri Egils 30. jan. sl. var viðtal við Brewster Kahle stofnanda Internet Archive sem þróað hefur tækni til að safna vefsíðum og öðru stafrænu efni. Viðtal birtist við Birgittu Jóns- dóttur alþingiskonu í Sunnudags- mogganum einnig 30. jan. og Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda skrifaði grein í Fréttablaðið 7. febr. Ég vil leggja orð í belg og útskýra þátt Landsbókasafnsins í málinu. Hugmyndin að setja í stafræn- an búning allt útgefið íslenskt efni er ekki ný af nálinni enda er verk efnið mjög viðráðanlegt fáist til þess fjármunir. Safnið setti sér stefnu um staf- ræna endur gerð árið 2006 en flest af því sem þar kemur fram hafði áður gerjast í safninu og meðal fagfólks. Fyrsta stafræna verkefnið innan safnsins var korta- vefurinn eða islands- kort.is sem var opnaður 1996. Þar er aðgangur að 220 Íslandskortum sem öll voru gefin út fyrir aldamótin 1900. Næsta verkefni var Sagna netið sem var opnað 2001, en er nú verið að færa inn í nýjan vef, handrit.is. Þar var stafræn endurgerð Íslendinga- sagna og fræðileg umfjöllun um þær. Þriðja verkefnið var tima- rit.is sem var opnað 2002 og er nú meðal vinsælustu vefja landsins. Þar eru öll íslensk blöð og tíma- rit gefin út fyrir 1920 auk efnis frá 20. öld en þar hefur safn- ið gert samninga við rétthafa og þeir hafa í flestum tilvikum greitt fyrir vinnslu efnisins. Nýjasta verkefnið er bækur.is og segja má að nýtt stafrænt Landsbókasafn sé að verða til. Helsti kosturinn er að það er ávallt opið og fólk getur nálgast það í gegnum nettengda tölvu hvar sem það er statt. Á vefinn bækur.is er ætlunin að setja allar íslenskar bækur í staf- rænni gerð. Skannað hefur verið inn efni sem ekki er í höfunda- rétti en meginhluti þess tengist öðrum verkefnum sem unnið er að í safninu s.s. 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Ekki hefur verið unnið með skipulegum hætti, með því að byrja á elstu bókinni og svo áfram. Til þess hefur safnið skort mannskap og fjármuni. Því er áhugavert fyrir Lands- bókasafn að skoða vel og vand- lega hugmyndir Brewster Kahle og Internet Archive um að setja allar íslenskar bækur í stafrænt form. Safnið hefur áður átt sam- starf við Internet Archive, sér- staklega á sviði vefsöfnunar en starfsmenn safnsins hafa átt þátt í að þróa þá tækni sem notuð er til að safna vefsíðum. Afraksturinn er vefsafn.is en Landsbókasafn hóf söfnun á vefsíðum íslenska þjóðarlénsins .is árið 2004. Í Inter- net Archive má hins- vegar finna íslenskar vef síður allt aftur til 1997. Eftir því sem mér sýnist gengur hug- myndin út á að skanna allar íslenskar, útgefn- ar bækur frá upphafi og til ársins 2000. Það efni sem ekki er í höf- undarrétti verður opið öllum en það sem er í rétti verður lánað út. Ný tækni gerir bókasöfnum nú kleift að lána út stafrænt efni. Notandinn hleður bókinni inn í lestölvu eða aðrar tölvur. Ekki er hægt að afrita skjalið og það eyð- ist þegar lánstíma lýkur. Einnig er hægt að stjórna því hvort einn eða fleiri geta verið með sama ritið í láni á sama tíma. Efnið verður einnig aðgengilegt innan veggja Þjóðarbókhlöðunnar. Þetta yrði mikil framför en hins vegar eru margar laga legar og tæknilegar spurningar sem þarf að svara fyrst. T.d. fá rit höfundar, þýðendur, mynd höfundar og aðrir rétthafar árlega greitt fyrir útlán bóka sinna á bókasöfnum úr Bókasafnssjóði höfunda. Skoða þarf sérstaklega hvernig fara skuli með rafræn útlán og hvort þau séu frábrugðin hefðbundnum útlánum. Nú hafa þessar hugmyndir verið settar fram og í mínum huga er næsta skref að helstu hagsmuna- aðilar, höfundar, útgefendur og safnið ræði saman og vinni að hagkvæmum lausnum til að gera þetta að veruleika. Stafræn endurgerð íslenskra bóka Bækur Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður Ég er nýorðinn 16 ára. Ég þekki daglegt líf unglinga á Íslandi enda er ég í innsta hring. Mér líður eins og nokkurs konar njósnara með því að uppljóstra hvernig við rúllum! (slangur sem þýðir: högum okkur í daglegu lífi). Stundum finnst mér fullorðið fólk dæma yngri kynslóðina. Það er margt sem ýtir undir það. Nýleg könnun leiddi til dæmis í ljós slá- andi niðurstöður. 40% stráka á aldr- inum 16-19 ára finnst sjálfsagt að karlmenn séu ríkjandi kyn. Þegar þið lesið þetta er ykkur vonandi stórlega brugðið. Enda er það ekki skrýtið. En það sem þið skiljið ekki er að strákunum sem svöruðu könnuninni gekk ekkert illt til. Fræðslan og umræðan um þessi málefni er einfaldlega ekki á þeim stað sem hún þyrfti að vera. Okkar heimur er gjörólíkur því sem þið þekktuð á okkar aldri. Við erum ný kynslóð. Við lifum í rafrænum heimi. Internet-einelti og grófar netsíður eru daglegt líf margra á mínum aldri. Það er stað- reynd sem þarf að horfast í augu við. Þeirri hugmynd er snemma komið inn hjá strákum að karlmenn- irnir eigi að ráða. Það er ekki okkur að kenna. Þá hugmynd má rekja til kvikmynda, fjölmiðla, bókmennta og allrar umræðu. Öllum þessum þáttum er stjórnað af fullorðnum. Eiginleg fræðsla hefur ekki til skilin áhrif þegar samfélagsandinn segir okkur annað. Það þurfa allir að taka þátt og sameinast í því að breyta hugarfarinu. Börn byrja snemma að stjórnast af staðalímyndum. Ef hugmyndir fyrirmyndanna okkar eru á þann veg að karlmennirnir eigi að hafa meiri réttindi og ráða meiru þá getur enginn sagt okkur annað. Þegar ungir menn eru settir út í kuldann við það að láta í ljós aðrar skoðanir á þessum málefnum er þjóðfélagið á rangri braut. Meðan andrúmsloftið er slíkt er ekki skrýtið að fólk og þá sérstaklega yngri kynslóðin láti sig vanta í umræðuna um kynbundinn mismun. Gillz er fyrirmyndin mín, ég elska að lesa fréttir um Ásdísi Rán og rappið hans Erps er á iPod-num mínum allan daginn. Ég þarf að uppfylla staðalútlits- kröfur og vera með í umræðunni í mínum samfélagshópi. Allir aðrir eru í sömu sporum og ég og þess vegna þarf að sýna okkur umburðarlyndi og fullorðið fólk þarf að setja sig í okkar spor. En það getur hver og einn tekið af skarið. Þó ekki sé nema að breyta sinni eigin afstöðu. Þá myndast samstaða og ef allir leggjast á eitt, hlusta hver á annan, opna umræð- una og láta í sér heyra fara vonandi fleiri að láta sig málin varða. Það þarf að breyta hugmyndum kyndilbera framtíðarinnar. En ef maður ætlar að breyta heiminum, þarf maður að byrja á sjálfum sér … ég er byrjaður. Veruleiki ungs fólks á Íslandi Jafnrétti Árni Beinteinn Árnason framhaldsskólanemi Þeirri hugmynd er snemma komið inn hjá strákum að karl- mennirnir eigi að ráða. AF NETINU Kvartað yfir nýkjörinni stjórn Í gær sendu ráðherrar mennta, menningar, og fjármála þau Katrín Jakobsdóttir og Steingrímur Sigfús- son frá sér alvarlegar athugasemdir við yfirlýsingar stjórnar Ríkisútvarps- ins í inngangi að nýútkominni árs- skýrslu félagsins. Ráðherrarnir telja að mikið vanti upp á að stjórnin „fari rétt með staðreyndir mála” og á grundvelli „villandi framsetningar talna” dragi hún furðulegar ályktanir. [...] Það eru aðeins liðnar tvær vikur frá því að þingflokkar Vinstri grænna og Samfylkingar endurkusu þessa stjórn fyrir RÚV. Og yfir hverju eru þá ráðherrar eiginlega að kvarta? Er það ekki þetta sem þeir vilja? Smugan.is María Kristjánsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.